Færsluflokkur: Dægurmál
18.6.2007 | 07:27
Hæ hæ ég hlæ
Þessi óborganlega lína, sem ég er með í láni, var lögð í munn Vaílu Veinólínu í einhverri Tinnabókinni af snilldarþýðandanum Lofti Guðmundssyni. Ég veit að eftirfarandi myndband er svínslegt, en fyndið er það.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.6.2007 | 07:58
Ummæli ársins
Fólk heldur áfram að ferðast til USA þrátt fyrir rosalega andstöðu á heimsvísu við hernaðaraðgerðir þeirra. Hvers vegna ætti fólk að hætta að ferðast til Íslands þótt við veiðum örfáa hvali?
16.6.2007 | 12:30
Heim og saman
Hvalveiðar hafa minni áhrif á ferðamannaiðnaðinn en talið var | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.6.2007 | 08:18
Óttist eigi
Hrefnukjötið fæst í Melabúðinni og er bæði ódýrt og gott. Það er betra en nautakjötið sem selt er á Íslandi (á meira en helmingi hærra verði) og myndi slá í gegn ef það væri auglýst eða markaðssett. Ég þori næstum að fullyrða að ekki hefur einni krónu verið varið til þess.
Hrefnukjötið hentar vel á grillið, það þarf stuttan tíma og ekki sakar að hafa kraftmikla sósu með (t.d. sveppasósu eða bernes) því það er magurt.
Neytendur Hrefnukjötsins þurfa ekki að velta fyrir sér hvort dýrin hafi verið á sterum, sýklalyfjum eða þurft að sæta illri meðferð í sóðalegum fjósum. Nei, Hrefnan er algjörlega náttúruræktuð án aukaefna og tilbúins áburðar. Hagarnir eru Atlantshafið í sínu stórkostlega veldi. Gerist ekki ecológískara.
Íslendingar vilja ekki hrefnukjötið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
15.6.2007 | 22:52
Hnakkus
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.6.2007 | 11:05
Limir og sköp
Ósjaldan sé ég fólk fjargviðrast yfir því að það séu fleiri limir en sköp sem koma fram í þættinum Silfur Egils (einhver bloggari skráir samviskusamlega kyn gestanna). Gerður Kristný er nýjasta dæmið um það í dálkinum Bakþankar í Fréttablaðinu í gær. Hún virðist telja að jafnrétti verði ekki á komið nema jafnmörg sköp og limir séu í hverjum þætti. Það er fráleitt að halda slíku fram. Ef Egill verður skikkaður til að hafa jafn mörg sköp og limi í gestahópnum er það ávísun á verri þátt, vegna þess að þátturinn snýst ekki um limi og sköp, eins og allir hljóta að gera sér grein fyrir. Þá fyrst væri hægt að tala um misrétti. Ástæðan fyrir því að ég nota orðin limur og sköp yfir karla og konur er til að varpa ljósi á hversu undarleg krafan um kynjahlutfallið er. Að gera það að aðalatriði er sambland af dónaskap, heimsku og frekju.
Mín tillaga til þeirra sem haldnir eru þessari firru er sú að þeir telji afturendana sem verma seturnar hjá Agli. Þá átta þeir sig vonandi á því að það er sami rassinn undir öllum gestum Silfurs Egils, þótt af mismunandi kyni séu.
Dægurmál | Breytt 20.6.2007 kl. 14:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.6.2007 | 18:10
Þarna væri gaman að búa
Dægurmál | Breytt 14.6.2007 kl. 08:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2007 | 17:33
Víða leynast hæfileikarnir
Ég veit ekki hvort þetta hafi gengið um á neti lýðsins í langan tíma, en þetta myndband kom mér fyrir sjónir í dag. Er ég að birta fréttir gærdagsins eða ekki? Það skiptir kannski ekki öllu máli, því svona myndbönd vil ég hafa á blogginu mínu. Njótið vel.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.6.2007 | 12:27
Kópur gerir sig heimakominn
Dægurmál | Breytt 13.6.2007 kl. 15:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2007 | 10:09
Vildirðu leita að niggara?
Í færslunni á undan var minnst á enska orðið niggard. Þegar ég fletti því upp á Emblu var Embla nokkurn veginn viss um að ég hafi ætlað að leita að niggara. Nei, ég var ekki að leita að niggara. Ég hef ekki týnt neinum niggara svo ég viti. Hafi einhver týnt niggaranum sínum, vinsamlega látið Emblu vita.
Dægurmál | Breytt 14.6.2007 kl. 10:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 114498
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.