Færsluflokkur: Dægurmál
7.6.2007 | 20:50
Keppandi í raunveruleikaþætti rekinn fyrir að vera raunverulegur
Í Bretlandi er verið að sýna raunveruleikaþáttinn Big Brother House og nú eru fréttirnar fullar af fréttum um að búið sé að reka einn keppandann, Emily Parr, fyrir ummæli sem túlka má sem kynþáttahatur.
Það sem ég tel undarlegt er að keppanda skuli vísað úr RAUNVERULEIKAÞÆTTI fyrir það eitt að vera RAUNVERULEGUR. Eða hvað? Er það ekki veruleiki dagsins í dag að höfð séu ýmis ljót ummæli um aðra kynþætti? Það gerist án vafa alla daga árið um kring í hverju einasta helvítis landi á þessari jörð.
Þetta mál er vitaskuld hlægilegt og er líka til vitnis um tíðarandann, óskrifuð lög í landi þar sem málfrelsi er tekið alvarlega (að sögn), að ekki megi segja að hvítur maður sé skítur eða negri hegri eða arabi arabi. Það er jafnvel nóg að kalla negra negra (sem var nákvæmlega það sem Emily sagði). Klassískt dæmi um pólitískan rétttrúnað. Ef ég væri stjórnandi þessa þáttar myndi ég verja rétt Emily með kjafti og klóm. Hún hefur stjórnarskrárbundinn rétt til að segja hvað sem henni þóknast, hversu ósmekklegt sem það kann að hljóma í eyrum einhverra.
Bandarískur stjórnmálamaður lenti heldur betur í því í um daginn þegar hann kallaði einhvern eða eitthvað niggard. Mig minnir að hann hafi þurft að segja af sér. Niggard þýðir, og hefur víst gert um aldir alda, að vera nískur eða naumur og hefur enga tengingu við svertingja. Gott dæmi um geðbilunarástand hins pólitíska rétttrúnaðar. Svei honum, niður með hann.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.6.2007 | 08:07
Drama í dýraríkinu
Þessi mynd er ótrúlegt sjónarspil. Að gefnu tilefni skal gestum bent á að þetta er ekki enn ein dýralífsmyndin þar sem ungviði endar í gini ljóns. Horfið á alla myndina og látið ekki dökkt útlit flæma ykkur burt.
Dægurmál | Breytt 13.6.2007 kl. 15:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.6.2007 | 22:25
Netstríð
Ég var að lesa það í Hagfræðingnum að árásin sem gerð var á Eistnesk vefsvæði, einkum opinber, vegna þess að eistnesk yfirvöld fjarlægðu styttu af rússnesskum hermanni úr miðborginni, hefði aðeins verið hægt að gera með samstilltu átaki ríkisvalds og stórra símafyrirtækja. Það er a.m.k. mat Linnar Viik sem er eistneskur tölvusérfræðingur.
Hvaðan ætli árásin hafi verið gerð? Mér dettur ekki í hug að segja Rússland. Það væri ósanngjarnt, alveg eins og það er ósanngjarnt að segja Rússland í tengslum við pólóníum-morðið á Litvinenko. Þótt ég hafi séð í sjónvarpinu um daginn menn kýlda í andlitið (þar á meðal söngvarann í Right said Fred) fyrir það eitt að fara í kröfugöngu í Moskvu til styrktar samkynhneigðum, er ég viss um að lýðræðið í því ágæta landi standi styrkum fótum. Þótt blaðamenn týni tölunni hraðar en flugur á framrúðu, einkum þeir sem gagnrýna stjórnvöld, ætla ég samt ekki að hallmæla Rússlandi. Forseti landsins er heiðarleikinn í gegn. Það er pottþétt. Nú vill hann vernda Rússa gegn ágangi heimsvaldasinna í Evrópu og Bandaríkjunum og snúa einni milljón eldflauga um nokkrar gráður svo þær bendi á vesturlönd. Ég segi gott hjá honum. Ekki veitir af að lækka rostann í illmenninu Bush og hans kónum. Rússland hefur verið á góðum vegi undanfarin ár til aukins lýðræðis og frelsis. Það ber að þakka.
Netárásin á Eistland er ný tegund hernaðar og sem slík nokkuð áhugaverð. Keppast fræðingar nú við að rannsaka hvernig að henni var staðið. Þeir sem vilja lesa sig til um það verða að útvega sér Hagfræðinginn frá 26. maí.
Meðan ég skrifa þessa færslu er ég að dunda mér við að skanna inn gamlar slides fjölskyldumyndir frá því ég var barn og frá því ég var rok og rigning. Lesendum til fróðleiks langar mig að birta mynd af sjálfum mér frá því ég var kornabarn. Það gefur tækifæri á að bera saman mig og son minn sem er á svipuðum aldri, eilítið yngri, en ég er á myndinni. Góða skemmtun.
Dægurmál | Breytt 7.6.2007 kl. 07:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.6.2007 | 23:21
Ragnar Orri Orrason
Sonur okkar var skírður í gær og hlaut nafnið Ragnar Orri Orrason. Við erum smám saman að venjast að kalla hann ekki lengur Litla litla. Ragnar Orri er að því er virðist bara nokkuð sáttur við nafnið sitt. Þessi mynd var tekin er honum var tilkynnt um valið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.6.2007 | 09:26
Hneyksli
Það er algjört hneyksli að Griffin skuli hafa aðra skoðun en helsti loftslagsbreytingasérfræðingur NASA. Vita vísindamenn ekki að það er bannað að hafa fleiri en eina skoðun í vísindum?
Það var einmitt sérfræðingur hjá NASA sem gerði mælingar í lofthjúpnum og komst að því að engin hlýnun átti sér stað þar á 20 ára tímabili þvert á spár um að suðupunkturinn nálgist óðum. Ég er viss um að loftslagsbreytingasérfræðingurinn hafi verið yfir sig hneykslaður á þeim tölum líka.
Að öllu gamni slepptu held ég að fleiri breytingar séu okkur að kenna en bara hlýnunin. Rigningin sem sífellt bylur á okkur Íslendingum er pottþétt vegna aukinna stíflna í heiminum. Fleiri ár eru stíflaðar, meira vatn situr eftir á heitri jörðinni sem þýðir meiri uppgufun og rigning á Íslandi. Mér finnst að það eigi að draga úr rigningu um 50% fyrir 2050 á Norðurhveli með því að láta alla Evrópubúa kaupa græna bensíntanka, borga hærri skatta og skammast sín. Sá sem vogar sér að vera ósammála þessu er ekkert annað en trúvillingur og á skilið að vera kjöldreginn.
Rokið sem öllu ætlar að feykja um koll á Íslandi og þó einkum Seltjarnarnesi er án nokkurs vafa aukinni fiðrildarækt í Ástralíu að kenna. Setja þarf viðskiptabann á Ástrali og aðrar þvinganir til að fá þá ofan af þessum ósóma. Draga þarf úr roki á Norðurhveli um 50% fyrir 2020 með því að láta Nýsjálendinga kaupa græna bensíntanka, borga hærri skatta og skammast sín. Sá sem vogar sér að vera ósammála þessu er ekkert annað en trúvillingur og á skilið að vera kjöldreginn.
Norðanáttin sem ósjaldan kælir Ísland langt niður fyrir frostmark er innflytjendastraumnum til Bretlands að kenna. Fólksfjölgunin á Bretlandseyjum veldur aukinni metangasframleiðslu þar í landi sem heldur landinu heitu og bægir hæðinni yfir Grænlandi svo langt frá að hún dælir köldu lofti ofan af norðurpólnum til okkar. Draga þarf úr metangasframleiðslu á Bretlandseyjum um 50% fyrir 2040 með hærri sköttum á sorpflokkunarstöðvar, matvæli, bændur, búalið og fótboltalið. Skikka á alla í Skandinavíu að kaupa græna bensíntanka og skammast sín. Sá sem vogar sér að vera ósammála þessu er ekkert annað en trúvillingur og á skilið að vera kjöldreginn.
Hlýnun jarðarinnar er án nokkurs vafa vegna ósónútblásturs flugvéla og eina leiðin til að minnka það um 100% á næstu 5 árum er að leggja hærri skatt á hvern flugmiða svo allt þetta lið sem sífellt er að þvælast um heiminn í algjöru tilgangsleysi hætti því. En betur má ef duga skal og til þess þarf að framleiða freonúðunarvélar sem úða freoni út í loftið til að eyða ósónlaginu sem flugvélarnar skilja eftir sig. Gisnara ósónlag þýðir að meiri hiti, samkvæmt kenningunni, sleppur út í geim. Með hærri sköttum á að skikka alla flugfarþega til að kaupa grænan bensíntank og skammast sín. Sá sem vogar sér að vera ósammála þessu er ekkert annað en trúvillingur og á skilið að vera kjöldreginn.
Yfirmaður NASA ekki viss um að bregðast þurfi við loftslagsbreytingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 6.6.2007 kl. 00:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.6.2007 | 23:53
Air verður hér
Mig langar að sjá þá miklu snilld sem Air er. Þeir verða í höllinni. Höllinni góðu. Hver sem hér er veit hvað Air er. Hef verið að leggja eyrun við nýrri verk þeirra og er impóneraður. Ferskt. Frumlegt. Gott.
Við erum að undirbúa skírn Litla litla. Hún verður á morgun. Þá kemur í ljós hvað nafn barnið fær.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2007 | 10:29
Mikill léttir
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2007 | 14:12
Gluggi í samfélag
Rakst á þessa snilldarfyrirsögn í gömlum Mogga frá 1971. Hún gefur innsýn í veröld sem var, Ísland hafta og forsjárhyggju. Viljum við svona þjóðfélag á ný? Ef ekki, forðist þá að kjósa VG og Samfylkinguna.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2007 | 10:08
Speki leki
Það gerist ósjaldan að spekingar hella úr skálum snilldar sinnar í fjölmiðlum. Einn slíkur sullaði úr sinni í viðskiptablaði Fréttablaðsins í morgun. Hugsanlegt er að blaðamaðurinn hafi aðstoðað við smíðina svo Snæbjörn Steingrímsson getur kannski ekki eignað sér heiðurinn einn. Sjá textann með gulri áherslu.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2007 | 11:33
Netið er lausnin
Heimilislausir halda til á netinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.