Færsluflokkur: Dægurmál
4.7.2007 | 23:15
Skemmtilegir hlutir
Stundum þarf maður að breyta um gír, gera eitthvað annað til að losa sig úr hringiðu þess sem unnið er að. Um daginn var ég í þannig skapi og fór á Break.com þar sem eru ýmis myndbönd til sýnis. Ég veit ekki hvað ég horfði á mörg, en þau voru nokkuð mörg. Það var greinilega kominn tími á að taka einn hring á svona síðu því það var svo margt þarna sem ég hafði ekki séð áður.
Sum myndbrotanna voru stórkostleg og þau eru ástæðan fyrir þessari færslu. Mig langar að deila þeim með ykkur kæru lesendur. Eitt eftirminnilegasta myndskeiðið voru tveir strákar að leika þá sem skrifa athugasemdir við fyndin myndbönd eins og sum þeirra sem eru á Break.com. Komið í hring finnst þér? Ég verð að taka fram að ég skrifa aldrei athugasemdir við myndböndin á Break.com. Nota heldur Moggabloggið til þess. Ég ætla ekki að embedda myndinni heldur hlekkja á hana (hún er í dónalegi kantinum fyrir þá sem skilja enska tungu).
Símahrekkir hafa lengi verið mitt eftirlæti og ég verð nú að segja það að ég sakna Tveggja með öllu, Þeirra Jóns Ólafssonar og Gulla Helga (þeir voru uppi á síðustu öld). Sumir símahrekkirnir þeirra voru mjög fyndnir, ég man enn eftir þegar hringt var í konu og henni sagt að það væri hætta á að það yxu greinar úr nýju eldhúsinnréttingunni hennar.
Ég færðist skrefi nær six packnum þegar ég hlustaði á tvo stráka gera at í áhugamanni um Nascar- kappaksturinn. A.m.k. var ég harðsperrur í vömbinni eftir að hafa hlustað á þá. Samtalið er líka nokkuð upplýsandi um undirliggjandi strauma í Bandarískri þjóðarsál.
Svo var annað at sem er líka óborganlegt. Sex ára gamalt barn hringir í niðurrifsfyrirtæki og biður það um að rífa skólann sinn. Becky heitir hún. Hér er það:
Little Becky Prank Call - Watch more free videos
Annað at sem mér þótti líka ákaflega fyndið gekk út á að útvarpsmenn hringdu í tvær símaklámkonur og létu líta svo út sem þær væru að hringja í hvor aðra. Það tók dágóða stund fyrir þær að gera sér grein fyrir að verið var að narra þær.
Phone Sex Operator Prank Call - Watch more free videos
Hér er ein mynd sem er vonandi ekki dæmigerð fyrir konur sem taka bensín.
Dumb Woman At Gas Station - Watch more free videos
Á meðan ég hef útbúið þessa færslu er ég búinn að drekka einn bjór, svæfa Ragnar Orra, setja ryksugupoka í ryksuguna fyrir Heiðrúnu og skanna nokkrar slides-myndir frá um 1970 af fjölskyldunni. Og horfa á eitt fyndið myndbrot með Jay Leno. Næsta mál á dagskránni er að fara að sofa, enda þreyttur eftir fótboltaleik kvöldsins. Góðar stundir.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2007 | 12:30
Píkutorfan minnkar æ
Sú merka frétt að launamunur kynjanna sé hverfandi lítill og minnkandi fór heldur lágt í þjóðfélaginu. Félagar í Femínistafélag Íslands hafa til dæmis ekkert tjáð sig, ef eitthvað er að marka póstlista þeirra. Um þetta er fjallað í áhugaverðri grein á Vindmyllunni.
Vinsælasta umræðuefnið á þessum jafnréttispóstlista nú um stundir er klofrakstur, sem er skemmtileg tilviljun því ég er mikill áhugamaður um rakstur og hár.
Rakstur; einum kennt og öðrum bent
Best er að raka í sömu stefnu og hárin liggja og helst ekki án þartilgerðrar sápu eða olíu. Nota verður beittan rakhníf ef ekki á illa að fara. Gott er að maka á sig rakakremi á eftir vegna þess að sápan á það til að þurrka húðina.
Klofrakstur
Alrakstur í klofi er stundum nauðsynlegur þeim sem stunda atvinnu við sýningarstörf eða listdans (sjá mynd til hliðar. Því miður er ekki siðlegt að sýna mynd af alrakstri hér, en áhugasamir geta eflaust fundið góð dæmi á netinu.)
Vax
Margir hafa tekið upp þann sið að nota vax til að fjarlægja hár (sjá mynd). Það er að mörgu leyti góð aðferð því ekki aðeins fer hárið sem sést á yfirborðinu, heldur líka það sem nær niður í húðina. Brasilískt vax er hugtak sem notað er yfir algera fjarlægingu hárs úr klofi. (Gaman væri ef einhver lesenda myndi hafa samband við þáttinn og tjá sig um reynslu sína af slíkri meðferð.)
Bringurakstur
Konur eru svo lánsamar að þurfa ekki að raka á sér bringuna þar sem þeim vex ekki hár á því svæði. Margir karlmenn eru hinsvegar þannig skapaðir að það vaxa hár út úr bringunni á þeim. Margir hafa orðið fyrir aðkasti vegna hárbrúska sem standa upp úr skyrtum og bolum og jafnvel rúllukragabolum. Þeir hafa því gripið til þess ráðs að raka sig. Um slíkan rakstur gilda sömu reglur og annan rakstur, best er að raka í sömu stefnu og hárin liggja og nota olíu eða sápu.
Kantskurður
Sumir femínistar kjósa að raka hluta hárs úr klofi og er það kallað kantskurður. Hugtakið kantskurður er ættað úr garðyrkju, þegar gras er skorið í beina línu við blómabeð. Á myndinni hér til hliðar má sjá femínista með einkar vel heppnaðan kantskurð.
Krikahár
Ósjaldan hefur verið gert grín að konum frá austurhluta Evrópu fyrir að raka ekki krikahárin. Sinn er siður í hverju landi og mjög mikilvægt er að leyfa þeim að njóta sín, því fátt er eins ömurlegt og einsleit hjörð. Fjölbreytni er lykilatriði í fjölmenningar samfélögum nútímans. Karlmenn fá algerlega að vera í friði með sína brúska undir höndum og þurfa ekki að sitja undir háðsglósum frá vestrænum femínistum.
Axlarhár
Axlarhár getur verið hvimleitt vandamál og eins og bringuhár eru þau nánast eingöngu bundin við karlmenn. Mikilvægt er að gera greinarmun á axlarhári og axlarsíðu hári. Axlarhár eru iðulega krulluð og missver. Best er að raka þau með Gillette plús 5 rakhníf og nota Nivea raksápu.
Nefhár
Yfirleitt er hár sem vex út úr nefi ekki rakað heldur plokkað með plokkara eða tæki með krónu sem snýst í hringi. Nefhár þykja mikil prýði í Búrúndí, en því miður er nefhár ekki talið til prýði á vesturlöndum. Hár uppi á nefi er hins vegar mjög vinsælt á Íslandi, einkum meðal eldri kynslóðarinnar.
Hár út úr vörtum
Vörtur hafa margar þann skemmtilega eiginleika að út úr þeim vex hár, oft þykkt og kröftugt hár í öðrum lit en annað hár á viðkomandi einstaklingi. Við rakstur á vörtuhári þarf að gæta þess að skaða ekki vörtuna.
Hár á almannafæri (örlítill útúrdúr)
Nú þegar sumarið stendur sem hæst ber meira á beru fólki útivið. Karlmenn fara úr að ofan og sést þá vel hvort þeir eru loðnir um líkamann eða ekki. Konur hins njóta ekki sömu réttinda og karlmenn hvað það varðar, því sumstaðar er þeim bannað að fara úr að ofan. Þetta sjálfsagða réttindamál kvenna, sem ég er viss um að Femínistafélagið styður eins og ég, á sér marga fylgismenn í útlöndum. Það eru jafnvel til samtök um þetta baráttumál. Nýlega vann kona skaðabótamál vegna handtöku fyrir að vera ber að ofan í New York. Það er löglegt að vera ber kona að ofan í þeirri borg, en lögreglan sem framdi handtökuna vissi ekki af því.
Lokaorð
Vonandi eru lesendur einhverju nær um rakstur. Í lokin langar mig að hamra á þeim meginþáttum sem einkenna góðan rakstur: Beittur hnífur, góð raksápa og vandað rakakrem.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.6.2007 | 09:43
Hugmynd fyrir Michael Moore
Í nýjustu mynd sinni, Sicko, sem frumsýnd er í dag, beinir Michael Moore fránum augum sínum að heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna, hversu vont það er og dýrt. Mér skilst að gerð myndarinnar hafi verið ákveðin vakning fyrir Moore, sem léttist um 25 pund við gerð hennar. Hvort Moore sé að fjalla um þann hluta heilbrigðiskerfisins sem snýr að offituvandanum eða öðru verður að koma í ljós. Ef ekki legg ég til að hann geri aðra mynd um það mál og kalli hana Fatso. Hann gæti byrjað á að fara í heimsókn til fjölskyldunnar sem fjallað er um í þýsku fréttinni sem fylgir þessari færslu.
Fattest Child In The World - The best video clips are here
Snorri Bergs sá skemmtilegi strákur er búinn að setja af stað nýja tískubylgju (enda trendsetter) sem felst í að kolvetnajafna sig. Ef þú borðar eina brauðsneið þá geturðu kolvetnajafnað þig með því að ganga 500 metra.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.6.2007 | 08:48
Ef ef ef... Susie Rut
Greinin í Morgunblaðinu á þriðjudaginn um stúlkuna sem dó er sorgleg lesning. Faðir hennar leggur til í eftirmála að meira fé verði varið til baráttunnar gegn fíkniefnum. En er það lausnin? Það virðist engu máli skipta hversu miklu fé er varið til þeirrar baráttu, árangurinn lætur á sér standa.
Margir hafa lýst þeirri skoðun sinni að lögleiða eigi eiturlyf, það sé eina raunhæfa rótarstungan. Ég er sammála því. Greinin um bráðgeru stúlkuna er afar sterk röksemd fyrir því að lögleiða eigi fíknilyf.
Ef samfélagið horfist í augu við það að fíkn er hluti af mannlegu eðli, sem hvorki er hægt að banna með lögum né sigrast á með auknu fjármagni, og setur þau inn í regluverk annarra lyfja á markaði, myndi fótunum verða kippt undan eiturlyfjaheiminum á einni nóttu. Skattur af slíkum lyfjum væri góður tekjugrunnur forvarnarstarfs.
Ef það hefði verið veruleikinn í dag, væri Susie að öllum líkindum á lífi. Þá væri enginn sjúklingur (sölumaður) í næsta herbergi með heimatilbúinn kokteil lyfja (e.t.v. drýgður með skordýraeitri) til sölu. Sama og þegið, ég kaupi minn skammt í apótekinu, þar sem innihaldið er rakið á umbúðunum og samþykkt af lyfjaeftirliti ríkisins gæti hún hafa sagt.
Ég veit að margir umhverfast við að heyra á það minnst að lögleiða eigi eiturlyf. En er ekki kominn tími til að horfast í augu við staðreyndirnar? Er ekki rót vandans undirheimahagkerfið þar sem milljarðar á milljarða ofan velta um milli óheiðarlegra manna og jafnvel ríkisstjórna (Talibanar seldu dóp sem og Norður Kórea)? Það er sífellt verið að tala um að það verði að ná stórlöxunum, hætta að refsa burðardýrunum. Ef hin mikla hagnaðarvon sem er af sölu eiturlyjfa í dag hverfur, er enginn vafi á að þeir sem nú sjá tækifæri í slíkum viðskiptum og eru umsvifamiklir, gæfu þau upp á bátinn.
Þetta er fyrirsögn úr Fréttablaðinu í dag. Óhætt er að fullyrða að þótt góðhjartaðir og velviljaðir stofni sjóð til að berjast gegn eiturlyfjum mun það ekki koma í veg fyrir framleiðslu, dreifingu og sölu. Hagnaðarvonin er of mikil.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.6.2007 | 01:02
9 ný boðorð frá Orranum
Páfinn gaf nýlega út 10 ný umferðarboðorð. Gott hjá honum. Það er skemmtileg dægradvöl að gefa út boðorð. Hér eru nokkur boðorð til trúaðra.
Boðorð til trúaðra
1. Eigi skaltu troða þínum trúarskoðunum upp á aðra.
2. Hættu að skipta þér af því hvaða kyn aðrir en þú aðhyllast.
3. Hafnaðu sérhverjum þeim söfnuði sem haldið er uppi af almannafé.
4. Trú á aldrei að vera ríkisstyrkt.
5. Hættu að agnúast út í þá sem kjósa að vera núlltrúar.
6. Lærðu orðið umburðarlyndi utanbókar og segðu það 1000 sinnum á hverjum degi.
7. Enginn er réttdræpur vegna trúar sinnar.
8. Vertu feginn ef þú greinist með ólæknandi sjúkdóm. Það flýtir fyrir för þinni til himnaríkis.
9. Hættu að skipta þér af því þótt aðrir kjósi að vinna á tyllidögum kirkjuársins.
Dægurmál | Breytt 1.7.2007 kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2007 | 00:58
Horfðu til framtíðar
Ef þú, lesandi góður, ert umhverfisverndarsinni og hefur miklar áhyggjur af hækkandi hita eða myndun koldíoxíðs vegna brölts manna, og langar að gera eitthvað í málinu, hef ég handa þér ráð: Ekki eignast börn. Hver veit nema afkomandi þinn kjósi að aka um á mengandi Hummer í framtíðinni, eða láti sér í léttu rúmi liggja hvort hann sleppi koldíoxíði út í loftið eða ekki. Og jafnvel þótt afkomandi þinn sé ákaflega meðvitaður um umhverfið og náttúruna og lífið og fuglana og blómin kemst hann ekki hjá því að skilja eftir sig slóð koldíoxíðs hvert sem hann fer.
Í þessu ljósi eru þeir sem eiga flest börn mestu umhverfissóðarnir. Tvö börn eru viðhald sama sóðaástands, koldíoxíðmengun áfram. Þrjú börn eru ávísun á enn meiri sóðaskap í framtíðinni.
Er Framtíðarlandið þér hugleikið? Ef svo er, ekki menga það með afkomendum. Að þér gengnum verður til minna koldíoxíð en áður. Það er gott fyrir jörðina og framtíðina. Ef þú vilt vera sérstaklega góður við náttúruna gætirðu hugleitt að kolefnisjafna þig fyrir fullt og allt.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 01:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2007 | 23:52
Myndlistarsýning
Í dag var opnun myndlistarsýningar okkar Heiðrúnar í Uppsölum í Aðalstræti 16. Við fórum árið 2004 um Ísland og máluðum fossa. Árangurinn af þeirri ferð er sú sýning sem nú er hafin. Margt góðra vina og ættingja kom til að samfagna okkur. Það er sérstakt ánægjuefni að af 11 málverkum sem á sýningunni eru, eru 4 seld. Eitt málverk er þegar farið til Danmerkur, en það voru danskir listunnendur sem keyptu Helgufoss, málverk Heiðrúnar.
Að vísu má segja að erfitt sé að halda málverkaopnun um mitt sumar um helgi þegar veðurguðirnir asnast til að hafa eins gott veður og yfirleitt verður á Íslandi. Margir voru utanbæjar, en þeir sem komu fengu prik í kladdann. Við erum ákaflega sæl með sýninguna og vonum að þeir sem leggja leið sína á Uppsali, þar sem Tómas Guðmundsson og Þórbergur Þórðarson ásamt fleiri minni spámönnum drukku kaffi á fyrri hluta 20. aldar, njóti myndanna og góðra veitinga. Mig minnir samt að kaffihúsið sem áður hét Uppsalir hafi verið á annarri hæði hússins. Þess vegna hafi það heitir Uppsalir. En hverju skiptir ein hæð milli vina? Engu.
Við tókum myndir í dag og hér er síða með þeim.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.6.2007 | 06:38
Yfir regnbogann
Þátturinn sem eftirfarandi bútur er úr heitir Britain's got talent og er sýndur á ITV sjónvarpsstöðinni sem allir Íslendingar hafa aðgang að svo fremi þeir séu með móttökudisk (kostar um 20 þús. - einu sinni). Um daginn setti ég frammistöðu Paul á bloggið. Mig langar að birta annan flutning úr þessum sama þætti með ungri stúlku sem söng lagið úr Galdrakarlinum í Oz, Over the rainbow. Ef þetta væri sjónvarpsstöð myndi ég kynna lagið svona: Hér er óskalag fyrir Jóhönnu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.6.2007 | 09:41
David Attenborough í mótsögn við sjálfan sig
Í Ríkissjónvarpinu í síðustu viku var Sir David Attenborough með þátt um hlýnun jarðar. Þar lýsti hann áhrifum 4 gráðu sveiflu á New York. 2 gráður niður miðað við hitastigið í dag og New York er á ís. 2 gráður upp og New York er á floti.
Víkur þá sögunni að kóralrifi í hafinu einhvers staðar eigi allfjarri Ástralíu. Þar kom David við á ferð sinni um heiminn fyrir 20 árum og hreifst mjög af litadýrð og lífi. Svo kom hann þar nýlega og þá blasti við sorgleg sjón: Kóralrifið hafði orðið fyrir kóralbleikingu, orðið hvítt. David sagði eitthvað á þessa leið: Samspil lífríkisins í kóralrifinu sem staðið hefur yfir í hundruð þúsunda ára er nú orðið hlýnun jarðar af mannavöldum að bráð. Það sem einu sinni sást úr geimnum er að sökkva.
Hvar voru kóralrifin þegar hitastigið var 2 gráðum hærra en það er í dag Sir Attenborough? Og það liðu engin hundruð þúsunda ára síðan það gerðist síðast. Getur verið að fræðingurinn sé orðinn blindaður af geðbiluninni um hlýnun jarðar af mannavöldum? Að minnsta kosti er alvarleg mótsögn í þætti hans.
Ég sem hafði svo mikið álit á David. Vera kann að hann sé orðinn ellimóður og sé undir miklum þrýstingi hagsmunahópa að básúna boðskapinn.
19.6.2007 | 07:33
Gardiner eða grín?
Annað hvort er Steingrímur stórkostlegur grínisti eða Chance Gardiner. Sumir hallast að gríninu, eins og blaðamaður Observer, aðrir að Gardiner. Sjálfur er ég í vafa. Þarf að kynna mér málið betur, en ég veit að verk Steingríms snýst um heimsókn til huldumanns á Suðurlandi sem selur (huldu)kindur. Huldumaðurinn var að mér skilst ekki heima þegar Steingrím bar að garði. Lóa kemur líka við sögu.
Næst þegar ég rekst á Hönnu ætla ég að segja við hana: Gardiner eða grín?
Steingrímur er sannur grínisti" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.