22.5.2023 | 18:56
Sannleikurinn afhjúpast fyrr en síðar
Durham-skýrslan afhjúpar víðtæka spillingu á æðstu stöðum í stjórnkerfi Bandaríkjanna. Obama og aðrir æðstu valdamenn vissu strax sumarið 2016 að ekkert var hæft í ásökunum um samkrull Trumps og Pútíns. Engu að síður létu þau þetta viðgangast (njósnuðu m.a. um framboð hans) með það fyrir augum að skaða og hindra sigur Trumps 2016 og eftir að frúin tapaði skaða sem mest forsetatíð hans og koma í veg fyrir endurkjör. Eitt er að stunda pólitískt leðjukast, annað er að beita stofnunum alríkisins fyrir sig í því skítkasti. Þetta er stóralvarlegur glæpur. Ástæðan fyrir því að enginn sætir ábyrgð eða er í fangelsi er sú að þetta sama fólk er við völd í þessum stofnunum. Það má hann eiga hann Trump að hann afhjúpaði þetta andstyggilega lið. Meðan þetta ástand varir geta Bandaríkin ekki sett sig á háan lýðræðishest gagnvart öðrum þjóðum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Góður punktur Sigurgeir.
Björn. (IP-tala skráð) 28.5.2023 kl. 10:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.