Leita í fréttum mbl.is

Limir og sköp

Egill Helgason í haustlitumÓsjaldan sé ég fólk fjargviðrast yfir því að það séu fleiri limir en sköp sem koma fram í þættinum Silfur Egils (einhver bloggari skráir samviskusamlega kyn gestanna). Gerður Kristný er nýjasta dæmið um það í dálkinum Bakþankar í Fréttablaðinu í gær. Hún virðist telja að jafnrétti verði ekki á komið nema jafnmörg sköp og limir séu í hverjum þætti. Það er fráleitt að halda slíku fram. Ef Egill verður skikkaður til að hafa jafn mörg sköp og limi í gestahópnum er það ávísun á verri þátt, vegna þess að þátturinn snýst ekki um limi og sköp, eins og allir hljóta að gera sér grein fyrir. Þá fyrst væri hægt að tala um misrétti. Ástæðan fyrir því að ég nota orðin limur og sköp yfir karla og konur er til að varpa ljósi á hversu undarleg krafan um kynjahlutfallið er. Að gera það að aðalatriði er sambland af dónaskap, heimsku og frekju.

Mín tillaga til þeirra sem haldnir eru þessari firru er sú að þeir telji afturendana sem verma seturnar hjá Agli. Þá átta þeir sig vonandi á því að það er sami rassinn undir öllum gestum Silfurs Egils, þótt af mismunandi kyni séu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

mikil 'o-skoup...kvedja fra Pollandi

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.6.2007 kl. 13:09

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

a, ha...myndi Egill segja.

Benedikt Halldórsson, 14.6.2007 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 114025

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband