Leita í fréttum mbl.is

Myndlistarsýning

Heiðrún og Orri við opnun sýningarinnarÍ dag var opnun myndlistarsýningar okkar Heiðrúnar í Uppsölum í Aðalstræti 16. Við fórum árið 2004 um Ísland og máluðum fossa. Árangurinn af þeirri ferð er sú sýning sem nú er hafin. Margt góðra vina og ættingja kom til að samfagna okkur. Það er sérstakt ánægjuefni að af 11 málverkum sem á sýningunni eru, eru 4 seld. Eitt málverk er þegar farið til Danmerkur, en það voru danskir listunnendur sem keyptu Helgufoss, málverk Heiðrúnar.  

Að vísu má segja að erfitt sé að halda málverkaopnun um mitt sumar um helgi þegar veðurguðirnir asnast til að hafa eins gott veður og yfirleitt verður á Íslandi. Margir voru utanbæjar, en þeir sem komu fengu prik í kladdann. Við erum ákaflega sæl með sýninguna og vonum að þeir sem leggja leið sína á Uppsali, þar sem Tómas Guðmundsson og Þórbergur Þórðarson ásamt fleiri minni spámönnum drukku kaffi á fyrri hluta 20. aldar, njóti myndanna og góðra veitinga. Mig minnir samt að kaffihúsið sem áður hét Uppsalir hafi verið á annarri hæði hússins. Þess vegna hafi það heitir Uppsalir. En hverju skiptir ein hæð milli vina? Engu. 

Við tókum myndir í dag og hér er síða með þeim. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Til hamingju!! Flottar myndir, ég ætla að kíkja. Kveðjur

Margrét St Hafsteinsdóttir, 25.6.2007 kl. 15:52

2 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Takk fyrir Margrét. Nú eru 5 myndir af 11 seldar, þar af tvær til útlanda.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 29.6.2007 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Hér er allt látið ósagt, kyrrt látið liggja og ekkert gefið í skyn.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband