Leita í fréttum mbl.is

Píkutorfan minnkar æ

Sú merka frétt að launamunur kynjanna sé hverfandi lítill og minnkandi fór heldur lágt í þjóðfélaginu. Félagar í Femínistafélag Íslands hafa til dæmis ekkert tjáð sig, ef eitthvað er að marka póstlista þeirra. Um þetta er fjallað í áhugaverðri grein á Vindmyllunni. 

Vinsælasta umræðuefnið á þessum jafnréttispóstlista nú um stundir er klofrakstur, sem er skemmtileg tilviljun því ég er mikill áhugamaður um rakstur og hár.

Rakstur; einum kennt og öðrum bent 

Best er að raka í sömu stefnu og hárin liggja og helst ekki án þartilgerðrar sápu eða olíu. Nota verður beittan rakhníf ef ekki á illa að fara. Gott er að maka á sig rakakremi á eftir vegna þess að sápan á það til að þurrka húðina.

Takið eftir hve vel þessar passa brúnirnar

Klofrakstur 

Alrakstur í klofi er stundum nauðsynlegur þeim sem stunda atvinnu við sýningarstörf eða listdans (sjá mynd til hliðar. Því miður er ekki siðlegt að sýna mynd af alrakstri hér, en áhugasamir geta eflaust fundið góð dæmi á netinu.)

Vax 

Margir hafa tekið upp þann sið að nota vax til að fjarlægja hár (sjá mynd). Það er að mörgu leyti góð aðferð því ekki aðeins fer hárið sem sést á yfirborðinu, heldur líka það sem nær niður í húðina. Brasilískt vax er hugtak sem notað er yfir algera fjarlægingu hárs úr klofi. (Gaman væri ef einhver lesenda myndi hafa samband við þáttinn og tjá sig um reynslu sína af slíkri meðferð.)Vöxun er mikið stunduð í Brasilíu

Bringurakstur 

Konur eru svo lánsamar að þurfa ekki að raka á sér bringuna þar sem þeim vex ekki hár á því svæði. Margir karlmenn eru hinsvegar þannig skapaðir að það vaxa hár út úr bringunni á þeim. Margir hafa orðið fyrir aðkasti vegna hárbrúska sem standa upp úr skyrtum og bolum og jafnvel rúllukragabolum. Þeir hafa því gripið til þess ráðs að raka sig. Um slíkan rakstur gilda sömu reglur og annan rakstur, best er að raka í sömu stefnu og hárin liggja og nota olíu eða sápu.

Kantskurður

Vel heppnaður kantskurður Sumir femínistar kjósa að raka hluta hárs úr klofi og er það kallað kantskurður. Hugtakið kantskurður er ættað úr garðyrkju, þegar gras er skorið í beina línu við blómabeð. Á myndinni hér til hliðar má sjá femínista með einkar vel heppnaðan kantskurð.

Krikahár

Ósjaldan hefur verið gert grín að konum frá austurhluta Evrópu fyrir að raka ekki krikahárin. Sinn er siður í hverju landi og mjög mikilvægt er að leyfa þeim að njóta sín, því fátt er eins ömurlegt og einsleit hjörð. Fjölbreytni er lykilatriði í fjölmenningar samfélögum nútímans. Karlmenn fá algerlega að vera í friði með sína brúska undir höndum og þurfa ekki að sitja undir háðsglósum frá vestrænum femínistum.

Axlarhár

Axlarhár getur verið hvimleitt vandamál og eins og bringuhár eru þau nánast eingöngu bundin við karlmenn. Mikilvægt er að gera greinarmun á axlarhári og axlarsíðu hári. Axlarhár eru iðulega krulluð og missver. Best er að raka þau með Gillette plús 5 rakhníf og nota Nivea raksápu.

Nefhár

Nefhár má fjarlægja með sérstöku tækiYfirleitt er hár sem vex út úr nefi ekki rakað heldur plokkað með plokkara eða tæki með krónu sem snýst í hringi. Nefhár þykja mikil prýði í Búrúndí, en því miður er nefhár ekki talið til prýði á vesturlöndum. Hár uppi á nefi er hins vegar mjög vinsælt á Íslandi, einkum meðal eldri kynslóðarinnar.

Hár út úr vörtum 

Vörtur hafa margar þann skemmtilega eiginleika að út úr þeim vex hár, oft þykkt og kröftugt hár í öðrum lit en annað hár á viðkomandi einstaklingi. Við rakstur á vörtuhári þarf að gæta þess að skaða ekki vörtuna. 

Hár á almannafæri (örlítill útúrdúr)

Nú þegar sumarið stendur sem hæst ber meira á beru fólki útivið. Karlmenn fara úr að ofan og sést þá vel hvort þeir eru loðnir um líkamann eða ekki. Konur hins njóta ekki sömu réttinda og karlmenn hvað það varðar, því sumstaðar er þeim bannað að fara úr að ofan. Þetta sjálfsagða réttindamál kvenna, sem ég er viss um að Femínistafélagið styður eins og ég, á sér marga fylgismenn í útlöndum. Það eru jafnvel til samtök um þetta baráttumál. Nýlega vann kona skaðabótamál vegna handtöku fyrir að vera ber að ofan í New York. Það er löglegt að vera ber kona að ofan í þeirri borg, en lögreglan sem framdi handtökuna vissi ekki af því.Vera ber

Lokaorð

Vonandi eru lesendur einhverju nær um rakstur. Í lokin langar mig að hamra á þeim meginþáttum sem einkenna góðan rakstur: Beittur hnífur, góð raksápa og vandað rakakrem. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir afar fróðlega og skemmtilega grein. Myndirnar eru líka fínar

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.7.2007 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband