Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Dægurmál

Er tunglið virkilega úr osti?

Sigurgeir Orri (40) hefur stundum gert grín að óraunhæfum og fjarstæðukenndum hlutum sem að hans mati eru álíka vitlausir og að halda að Tunglið sé úr osti. Til dæmis sagði hann um stefnu Vinstri grænna í efnahagsmálum að það væri jafn mikið vit í þeim eins og að Tunglið væri úr osti.

Einnig hefur Sigurgeir Orri gert grín að ýmsum hlutum með því að nota Tunglið-er-úr-osti fullyrðinguna í samhengi við annað. Til að útskýra frekar tók Sigurgeir Orri dæmi: „Ég sagði til dæmis um daginn: Manchester United vinnur deildina, Chelsea verður bikarmeistari, Tunglið er úr osti og Eiður verður ekki á bekknum hjá Barcelona í vetur.“

En nú er hætta á að Sigurgeir Orri verði að endurskoða málnotkun sína, því í ljós hefur komið að Tunglið er í raun og veru úr osti. Það sést skýrt á ljósmyndavef Google, Google Moon, ef farið er eins nálægt tunglinu og kostur er, „súmmað í botn“ eins og unglingarnir segja.

„Ég veit ekki hvað ég á að segja,“ sagði Sigurgeir Orri hvumsa, „nú neyðist ég til að nota aðra fáránlega fullyrðingu, eins og til dæmis þá að Mars sé fljúgandi Royal búðingur með jarðarberjabragði, og vona að vísindin fari nú ekki að staðfesta það líka.“


Endalok

Margir hafa spurt sig: Hvenær koma endalokin? En ekki fengið svar. Svartsýnir menn hafa um aldir alda beðið eftir endalokunum og frekar átt von á þeim um tímamót í því dagatali sem þeir nota (t.d. aldamótin 2000). En spár þeirra um endalokin hafa ávallt verið rangar. Ekki einu sinni Nostradamus gat spáð fyrir um komu endalokanna.

Það er mér því mikill heiður að tilkynna að óvissan er á enda. Endalokin eru nær en talið var í fyrstu. Þau eru í Kópavoginum í verslun sem heitir Ískraft. Ekki nóg með að endalokin séu í Kópavogi, heldur eru þau líka á Akureyri og Egilsstöðum.

Endalokið nálgast Endalokin nálgast, ég pantaði 5 stykki í gær og á von á þeim á mánudag eða þriðjudag í næstu viku.

Kæru landsmenn, búið ykkur undir ENDALOKIN!


Fékk flugu í buxnaskálmina

Veiðimaðurinn Sigurgeir Orri (40) varð fyrir þeirri sérkennilegu lífsreynslu í Veiðivötnum að fá flugu í buxnaskálmina en ekki höfuðið. Sigurgeir Orri veit ekki hvar flugan flæktist í skálmina, en hann fann hana er hann var að borða morgunverð mörgum dögum seinna. „Ég var eitthvað að flækjast með fótinn aftur fyrir hinn og þá festist sokkurinn í einhverju. Ég spyrnti við og þá rifnaði bútur úr skálminni og öngullinn af flugunni,“ sagði Sigurgeir Orri. „Ég veit ekki nákvæmlega hvaða fluga þetta er, en það kæmi mér ekki á óvart að þetta væri svört gnat númer 14, amk. er hún lík henni.“ Sigurgeir Orri þurfti að nota skæri til að losa krókinn úr skálminni og situr nú uppi með skemmdar buxur. Hann vill minna veiðimenn á að kasta ekki frá sér flugum á víðavangi þar sem þær gætu flækst í buxnaskálmum saklausra veiðimanna. 

Veiðivötn eru fallegur staður


Lækkaðu þá útsvarið

Er ekki tilvalið að nota tækifærið og lækka útsvar bæjarbúa? Það er í hámarki ef ég man rétt. Skömm að því. Það ætti að vera kappsmál öllum Sjálfstæðismönnum að lækka skatta, það fer heim og saman við hugmyndafræði flokksins um aukið frelsi, ábyrgð einstaklingsins og minni opinber afskipti.

mbl.is Mynddiski með upplýsingum um ársreikning Kópavogsbæjar dreift í hús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tæknifulltrúi

Tækni er nútímamanninum mikilvæg. Tækni er eitthvað merkilegt og mikilvægt, flókið og heillandi. Sá sem stundar tækni er skör hærra en sá sem stundar ekki tækni. Þessvegna höfum við ræstitækni sem og málmtækni. Málmtæknirinn stundar málmsmíði, ræstitæknirinn skúrar.

Tungumálið tekur stöðugum breytingum í þessa veru og er það vel. Með nýjum viðskeytum fá jöskuð störf nýjan ljóma. Í ensku kveður nokkuð að þessu. Notaðir bílar, used cars, eru nú kallaðir fyrirfram áttir, pre owned. Það hljómar einhvern veginn betur. Sölumaður er nú sales associate, eða sales representative. Used car salesman er skammaryrði um óheiðarlegt fólk. Á íslensku er sölumaður notaðra bíla ekki enn skammaryrði. Í sölugeiranum á Íslandi er fulltrúi notað í stað tæknis. Sölufulltrúi, þjónustufulltrúi.

Svo vikið sé aftur að tækninni er alveg ljóst að fjölga má í tækni-geiranum. Mörgum þreyttum og klisjukenndum störfum veitti ekki af endurskilgreiningu. Málari er til dæmis einkar lúðalegt starfsheiti. Málningartæknir er strax miklu skárra og gefur málaranum aukna virðingu og upphefð. Leiðsögumaður er flokkast einnig undir þreytt starfsheiti. Nær væri að kalla þá leiðsögutækna, það lyftir þeim á enn hærra plan.

Hér fara nokkur starfsheiti sem mætti lappa upp á: Smiður: Smíðatæknir. Tannlæknir: Tanntæknir. Garðyrkjumaður: Garðyrkjutæknir. Hundatemjari: Hundatæknir. Leikskólakennari: Leikskólatæknir. Þerna: Þernutæknir. Tæknimaður: Tæknir. Saumakona: Saumatæknir. Ljósmyndari: Ljósmyndatæknir. Flugmaður: Flugtæknir. Heilaskurðlæknir: Heilaskurðtæknir. Sveitamaður: Sveitatæknir. Bóndi: Landbúnaðartæknir. Mjaltakona: Mjaltatæknir. Tónlistarmaður: Tónlistartæknir.

Sölumaður: Sölufulltrúi. Sölumaður: Þjónustufulltrúi. Þræll: Þjónustufulltrúi. Eldabuska: Matreiðslufulltrúi. Bókstafstrúarmaður: Fulltrúi. Kaþólskur prestur: Fulltrúi. Meðlimur í kaþólskum söfnuði: Auðtrúi. Meðlimir í öðrum söfnuðum: Auðtrúar.


Bókaormar

Í daglegu tali er oft minnst á bóka-orma. Sem er í hæsta máta eðlilegt. Það sem hinsvegar er óeðlilegt er að aldrei er talað um annars konar kvikindi sem þó eru óaðskiljanlegur hluti allra hluta. Til að bæta úr þessu ójafnvægi á orðanotkun í þjóðfélaginu er hér listi yfir hin ýmsu dýr sem tengjast fólki sem aðhyllist hinar ýmsu tegundir mennta. Listinn er unninn upp úr Orðabók Blöndals frá 1878.

Bóka-ormur

DVD-snigill

VHS-blóðsugur

Myndasögu-margfætla

Bíómynda-bjalla

Fræðibóka-fiðrildi

Eðlisfræðibóka-eðla

Alfræðibóka-amaba

Ástarsögu-veggjatrítla

Kántrímynda-kólíbrífugl

Klámmynda-flatlús

Ljóðabóka-lirfa 

Listasögubóka-lús

Teiknimynda-maur 

Heimildarmynda-marfló 

Sjálfshjálparbóka-leðurblaka

Landakorta-loðna

Tölvubóka-svarta ekkja

Tölvuleikja-padda 


Loka börunum líka

Það er hægt að kaupa bjór í stykkjatali á börunum og kaffihúsunum í kringum ríkisbúðina og drekka td. á Austurvelli. Lokun vínbúðarinnar myndi ekki leysa neinn vanda, rónarnir héldu til í miðbænum löngu áður en ríkið opnaði þar áfengisverslun.

Það er ekki raunhæft að loka áfengisversluninni í miðbænum fyrr en búið verður að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum, þá má búðin fara norður og niður. Boð og bönn eru ekki affarasæl. Kerfi þar sem hverjum og einum er treyst fyrir sjálfum sér eru heppilegust. Ríkið á ekki að standa í verslunarrekstri, það er ömurleg tímaskekkja.


mbl.is Vill vínbúðina burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var á leið á Elvis tónleika daginn eftir að hann dó (2)

Halla Sigurgeirsdóttir var eftirvæntingarfullur unglingur 16. ágúst 1977 því hún var á leið á tónleika. Tónleika með engum öðrum en Ella Prestsins, Elvis Presley, í Portland í Bandaríkjunum þann 17. ágúst. Róbert frændi hennar ætlaði með og búið var að kaupa miða. En þá tekur kóngurinn upp á þeim óskunda að yfirgefa bygginguna fyrir fullt og allt. Þau fengu miðana endurgreidda en voru samt súr að missa svona naumlega af honum. Síðan þetta gerðist hefur Halla aldrei verið notuð sem lukkudýr, hvorki í fjölskyldunni né annarsstaðar.

Á myndinni er Halla Sigurgeirsdóttir rúmum tveimur árum áður en hún missti af Presley-tónleikunum. Með henni á myndinni eru bræður hennar, Sigurgeir Orri og Jónas Björn.

Halla Sigurgeirsdóttir og bræður hennar tveir


mbl.is Þrjátíu ár frá andláti Elvis Presley
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var á leið á Elvis tónleika daginn eftir að hann dó

Halla Sigurgeirsdóttir var eftirvæntingarfullur unglingur 16. ágúst 1977 því hún var á leið á tónleika. Tónleika með engum öðrum en Ella Prestsins, Elvis Presley, í Portland í Bandaríkjunum þann 17. ágúst. Róbert frændi hennar ætlaði með og búið var að kaupa miða. En þá tekur kóngurinn upp á þeim óskunda að yfirgefa bygginguna fyrir fullt og allt. Þau fengu miðana endurgreidda en voru samt súr að missa svona naumlega af honum. Síðan þetta gerðist hefur Halla aldrei verið notuð sem lukkudýr, hvorki í fjölskyldunni né annarsstaðar.

Á myndinni er Halla Sigurgeirsdóttir rúmum tveimur árum áður en hún missti af Presley-tónleikunum. Með henni á myndinni eru bræður hennar, Sigurgeir Orri og Jónas Björn.


mbl.is Elvis lifir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband