Leita í fréttum mbl.is

Tæknifulltrúi

Tækni er nútímamanninum mikilvæg. Tækni er eitthvað merkilegt og mikilvægt, flókið og heillandi. Sá sem stundar tækni er skör hærra en sá sem stundar ekki tækni. Þessvegna höfum við ræstitækni sem og málmtækni. Málmtæknirinn stundar málmsmíði, ræstitæknirinn skúrar.

Tungumálið tekur stöðugum breytingum í þessa veru og er það vel. Með nýjum viðskeytum fá jöskuð störf nýjan ljóma. Í ensku kveður nokkuð að þessu. Notaðir bílar, used cars, eru nú kallaðir fyrirfram áttir, pre owned. Það hljómar einhvern veginn betur. Sölumaður er nú sales associate, eða sales representative. Used car salesman er skammaryrði um óheiðarlegt fólk. Á íslensku er sölumaður notaðra bíla ekki enn skammaryrði. Í sölugeiranum á Íslandi er fulltrúi notað í stað tæknis. Sölufulltrúi, þjónustufulltrúi.

Svo vikið sé aftur að tækninni er alveg ljóst að fjölga má í tækni-geiranum. Mörgum þreyttum og klisjukenndum störfum veitti ekki af endurskilgreiningu. Málari er til dæmis einkar lúðalegt starfsheiti. Málningartæknir er strax miklu skárra og gefur málaranum aukna virðingu og upphefð. Leiðsögumaður er flokkast einnig undir þreytt starfsheiti. Nær væri að kalla þá leiðsögutækna, það lyftir þeim á enn hærra plan.

Hér fara nokkur starfsheiti sem mætti lappa upp á: Smiður: Smíðatæknir. Tannlæknir: Tanntæknir. Garðyrkjumaður: Garðyrkjutæknir. Hundatemjari: Hundatæknir. Leikskólakennari: Leikskólatæknir. Þerna: Þernutæknir. Tæknimaður: Tæknir. Saumakona: Saumatæknir. Ljósmyndari: Ljósmyndatæknir. Flugmaður: Flugtæknir. Heilaskurðlæknir: Heilaskurðtæknir. Sveitamaður: Sveitatæknir. Bóndi: Landbúnaðartæknir. Mjaltakona: Mjaltatæknir. Tónlistarmaður: Tónlistartæknir.

Sölumaður: Sölufulltrúi. Sölumaður: Þjónustufulltrúi. Þræll: Þjónustufulltrúi. Eldabuska: Matreiðslufulltrúi. Bókstafstrúarmaður: Fulltrúi. Kaþólskur prestur: Fulltrúi. Meðlimur í kaþólskum söfnuði: Auðtrúi. Meðlimir í öðrum söfnuðum: Auðtrúar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 113999

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband