Leita í fréttum mbl.is

Netstríð

Ég var að lesa það í Hagfræðingnum að árásin sem gerð var á Eistnesk vefsvæði, einkum opinber, vegna þess að eistnesk yfirvöld fjarlægðu styttu af rússnesskum hermanni úr miðborginni, hefði aðeins verið hægt að gera með samstilltu átaki ríkisvalds og stórra símafyrirtækja. Það er a.m.k. mat Linnar Viik sem er eistneskur tölvusérfræðingur.

Hvaðan ætli árásin hafi verið gerð? Mér dettur ekki í hug að segja Rússland. Það væri ósanngjarnt, alveg eins og það er ósanngjarnt að segja Rússland í tengslum við pólóníum-morðið á Litvinenko. Þótt ég hafi séð í sjónvarpinu um daginn menn kýlda í andlitið (þar á meðal söngvarann í Right said Fred) fyrir það eitt að fara í kröfugöngu í Moskvu til styrktar samkynhneigðum, er ég viss um að lýðræðið í því ágæta landi standi styrkum fótum. Þótt blaðamenn týni tölunni hraðar en flugur á framrúðu, einkum þeir sem gagnrýna stjórnvöld, ætla ég samt ekki að hallmæla Rússlandi. Forseti landsins er heiðarleikinn í gegn. Það er pottþétt. Nú vill hann vernda Rússa gegn ágangi heimsvaldasinna í Evrópu og Bandaríkjunum og snúa einni milljón eldflauga um nokkrar gráður svo þær bendi á vesturlönd. Ég segi gott hjá honum. Ekki veitir af að lækka rostann í illmenninu Bush og hans kónum. Rússland hefur verið á góðum vegi undanfarin ár til aukins lýðræðis og frelsis. Það ber að þakka.

Netárásin á Eistland er ný tegund hernaðar og sem slík nokkuð áhugaverð. Keppast fræðingar nú við að rannsaka hvernig að henni var staðið. Þeir sem vilja lesa sig til um það verða að útvega sér Hagfræðinginn frá 26. maí. 

Meðan ég skrifa þessa færslu er ég að dunda mér við að skanna inn gamlar slides fjölskyldumyndir frá því ég var barn og frá því ég var rok og rigning. Lesendum til fróðleiks langar mig að birta mynd af sjálfum mér frá því ég var kornabarn. Það gefur tækifæri á að bera saman mig og son minn sem er á svipuðum aldri, eilítið yngri, en ég er á myndinni. Góða skemmtun.

Orri á yngri árum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Mér finnst allt í lagi að þjóðir heimsins reyni aðeins að lækka rostann í Bush og hans liði.

Annars.......... Þið eruð mjög líkir feðgarnir

Margrét St Hafsteinsdóttir, 7.6.2007 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 114051

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband