Færsluflokkur: Dægurmál
25.8.2008 | 23:22
Tæfan frá Tævan
Ég var að lesa þessa afbragðs bók sem bókaútgáfan Ugla sendi nýlega frá sér. Ég hef alltaf verið svag fyrir harðnöglum sem svífast einskis við að fullnægja réttlætinu. Það er ánægjulegt til þess að vita að einhver heldur uppi merki fagurbókmenntanna í þessu landi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.8.2008 | 05:29
Lama Dalai Lama
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.8.2008 | 03:48
Gamlir bolir á útsölu
Við tiltekt í vöruskemmu Egozentric®© við Times Square í New York fannst nýlega talsvert magn af gömlum bolum sem gerðir voru fyrir traustan viðskiptavin, nefnilega gamla og góða DV þegar Jónas virðingarverði Kristjánsson réði þar ríkjum. Jónasi fannst mikilvægt að þjóðin vissi hvers konar vitleysa Hvalfjarðargöngin væru og lét gera þessa boli af því tilefni. Með bolunum fylgdi þessi auglýsingatexti: Hvaða fávita datt það annars í hug að hægt væri að grafa göng undir Hvalfjörðinn? Gerði hann sér enga grein fyrir því að ævintýrið væri dæmt til að mistakast? Sjórinn á eftir að leka inn í þau eins og vodka ofan í Jeltsín Rússaforseta og draugfylla þau, ef þakið verður ekki hrunið áður. Það mætti halda að við séum komin í hveitibúðina í París þar sem súrrealistarnir átu sitt hveiti! Heimurinn sannarlega versnandi fer, fólk verður sífellt vitlausara og kýs yfir sig sífellt heimskari stjórnmálamenn. Hvar er samtakamáttur þessarar aumingjaharðar, af hverju rís hún ekki upp og mótmælir?
Hvalfjarðargöngin. Martröð þjóðarbúsins á næstu árum. Jónas Kristjánsson 27. febrúar 1996. Sýndu andúð þína og framsýni í verki og mótmæltu þessari vitleysu sem Hvalfjarðargöngin sannarlega eru. Stærðir 1-100. Litur: Hvítur og rauður eins og DV. Sérstakt útsöluverð: 1 kr. meðan birgðir endast. Sendingarkostnaður ekki innifalinn.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.8.2008 | 17:34
Kartaflan og óbermið
Ímynd frambjóðenda í kosningum er mikilvæg. Egozentric®© er með fremstu ímyndarhönnunarstofum sólkerfisins. Það er því ekki að undra að báðir frambjóðendurnir í forsetakosningunum í Bandaríkjunum skyldu ráða Egozentric®© til að starfa fyrir sig. Eina sem skiptir Egozentric®© máli er frægð og frami og meira fé. Málstaður frambjóðendanna skiptir engu máli í þessu sambandi. En taka verður fram að andstæðingar hvors um sig réðu Egozentric®© til að níðast á hinum. Þannig er það í þessum heimi. Meðan hægt er að græða á því verður bara að hafa það.
Steikið MacCain franskar en kjósið þær ekki. Segðu það með bol, ekki vera skoðanalaus sófakartafla. Stærðir 1-100. Litur Rauður. Verð 9999 kr.
Óbermi. Segðu það með bol, vertu frjálslyndur í hugsun sem og hegðun. Stærðir 1-100. Litur Rauður. Verð 9999 kr.
Hin farsæla hönnunarstofa Egozentric Designs®© París, London, Róm, Mílanó, New York, Los Angeles, Tokyo, Peking hefur fengið aukna samkeppni og það frá litla Íslandi! Aðeins fífldjarfir menn leggja út í slíkt ævintýri. En að vissu leyti er Egozentric®© upp með sér að einhverjir sjái sig knúna til að apa eftir henni. Það er besta hrós í heimi. Þetta er líka hvatning til Aðalhönnuðarins að gera betur í dag en í gær.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.8.2008 | 04:34
Forseta munnskol
Ert þú einn af þeim sem hafa sagt eitthvað sem þú sérð eftir? Sagt eitthvað í hita leiksins sem stenst enga skoðun? Tekið upp málstað sem reyndist vera eitthvert mesta kjaftæði sem um getur? Logið upp í opið geðið á fólki hvort þú ert til dæmis trúaður eða ekki? Þóst hafa áhuga á einhverju máli sem þér er drullusama um bara til að ganga í augun á fólki? Ef svo er þarftu ekki að örvænta vegna þess að nú er komið á markað nýtt munnskol, Forseta munnskol sem skolar ekki bara burt drulluna úr munninum heldur líka samviskubitið vegna alls þess sem þú sagðir og gerðir en hefðir betur sleppt. Með nýskolaðan munninn upp úr Forseta munnskoli gengurðu keikur um velli með hökuna uppi og spakmæli á hraðbergi. Virðulegur og aðsópsmikill eins og réttborinn aðall á kostnað ríkisins í veröld þar sem allir eru jafnir hvort sem þeir hafa tvo fætur eða fjóra.
Forseta munnskol. Skolaðu burt óþægindin og vertu eins og nýsleginn túskildingur sama hversu mótsagnakenndur þú ert. Stærðir 1-100. Sérstakt tilboðsverð: 8999 kr. Allur ágóði af sölu bolarins fer í verðlaunasjóð sem mun renna óskiptur til þess sem fyrstur finnur hina margumtöluðu Moggalygi kaldastríðsáranna.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
17.8.2008 | 04:34
Forseta plasthnífapör
Hver kannast ekki við minnimáttarkenndina sem fylgir því að borða kótilettu með plasthnífapörum? En ekki lengur. Með nýju einnota hnífapörunum í Forsetaseríu Egozentric®© líður engum eins og Hvergerðingi. Aðeins virðulegir menn nota forseta einnota hnífapörin.
Forseta einnota hnífapör. Plasthnífurinn bítur miklu betur þegar þú veist að forsetinn notar samskonar vöru. Stærð 1-100. Litur: Þjóðlegur. Verð 9999 kr.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 04:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2008 | 06:52
Hvatvísi hönnuðurinn
Lesendur verða að virða það við eignanda þessa bloggs að hann leyfir hönnunarstofu sem kallar sig Egozentrig að nota þessa síðu til að auglýsa vörur sínar. Það er í fínu lagi svo lengi sem ekki er farið rangt með hluti eða þeir ekki fyllilega útskýrðir.
Aðalhönnuðurinn, eins og einn hönnuða stofunnar kallar sig, er enginn sérfræðingur í skattamálum en hann er hvatvís og segir stundum hluti sem eru hárréttir, en þó ekki kórréttir.
Varðandi skattinn sem kallaður er því ljóta og óviðeigandi nafni virðisaukaskattur verður að bæta því við athugasemdir aðalhönnuðarins um hann að hann er yfirfærsla á útlendu fyrirbæri sem fundið var upp í Frakklandi á sjötta áratug síðustu aldar. Í enskumælandi löndum er hann kallaður value added tax VAT og er frábrugðinn söluskatti á þann hátt að hann er lagður á vöru og þjónustu á öllum stigum, en bara neytandinn greiðir hann, heildsalar og milliliðir nota hann sem innskatt og útskatt. Ástæðan fyrir því að franski ríkisstarfsmaðurinn fann hann upp var sú að auðvelt er að svindla á söluskatti sem lagður er á vöru á síðasta stiginu, það er í smásölunni. Ef söluskatturinn fer yfir 10% verða undanskotin mjög mikil. Það er ekki hægt í raun og veru að hafa hærri söluskatt en 10% vegna þess. En ríkið vill miklu hærri söluskatt, það vill amk. 25% skatt. Þess vegna var VAT kerfið fundið upp. Það eru betri heimtur af þeim skatti vegna innskatts útskatts - kerfisins í honum. Aðalhönnuðurinn hafði rétt fyrir sér varðandi það að skatturinn er ekkert annað en söluskattur, bara í þróaðra formi. Hann hafði líka rétt fyrir sér að nafnið á skattinum er bastarður. Virðisaukinn í orðinu vísar til þeirrar hækkunar sem verður á vörunni frá upphafi til enda, frá framleiðanda til milliliðar til neytanda. Álagningarskattur væri réttara orð. VSK er aumingjaleg eftiröpun á enska orðskrípinu VAT og er þeim sem að komu til minnkunar. Þeir hefðu einfaldlega átt að breyta söluskattinum, gera hann að þessu franska fyrirbæri sem sannarlega er skilvirkari og gerir ríkissjóð gildari fyrir stjórnmálamenn að sólunda úr. Það sem aðalhönnuðurinn hafði rangt fyrir sér með var að söluskatturinn er ekki notaður allstaðar í útlöndum þótt hann sé vissulega notaður, td. í Bandaríkjunum, heldur VAT skatturinn.
Síðasti hlekkurinn í VAT keðjunni er sá að hægt er að fá hann endurgreiddan, td. á flugvöllum, sé maður á leið úr landi. Það er kallað Tax Free. Í Bretlandi, því vesala landi, er vissulega hægt að fá endurgreiddan skattinn, en það er svo illa kynnt að búrið á flugvellinum (Stanstead minnir mig) þar sem tekið er við bevísum er nánast ekki hægt að finna; málað í gráum felulitum í afviknu skoti, engin skilti. Ég lenti eitt sinn í því í Bretlandi þegar ég ætlaði að fá endurgreiddan skattinn að ég fann hvergi búrið og taldi að það hlyti að vera hinum megin við vegabréfs-eftirlitið. Ég hafði rangt fyrir mér og fékk ekki að fara til baka til að ganga frá málinu. Ég varð fox-illur og bölvaði ríkisstarfsmönnum í Bretlandi í sand og ösku og einsetti mér að versla aldrei nokkurn skapaðan hlut í því skítalandi. Sem ég hef staðið við. Milljónir manna hafa án efa lent í þessu sama. Margt smátt gerir eitt stórt og ég er viss um að með þessum feluleik eru Tjallarnir að tapa en ekki græða.
Eitt mega ríkisstarfsmenn eiga og það er að enginn stendur þeim á sporði við að finna út nýjar aðferðir við að innheimta og leggja á skatta. Nú vantar okkur bara stjórnmálamenn sem vilja lækka þá og minnka umsvif ríkisins, það er lang stærsta verkefnið sem fyrir komandi kynslóðum liggur.
Þetta var lexía dagsins um skatta.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.8.2008 | 17:38
Forseta kjötfars
Hver kannast ekki við að fá samviskubit við að borða kjötfars? En ekki lengur. Forsetakjötfarsið í Forsetaseríu Egozentric®© fær samviskubitið til að hverfa á augabragði. Þegar þú borðar sama kjötfarsið og forsetinn finnurðu hvernig vellíðanin streymir um líkamann. Kjötfarsið er ekki lengur óhollt fæði úr afgöngum bragðbætt með sykri, litarefnum og hveiti, heldur gæða-matur; forseta-matur.
Forseta kjötfars. Stærð 1-100. Kólestrólið hverfur eins og dögg fyrir sólu úr sálinni. Litur: Þjóðlegur. Verð 7999 kr.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.8.2008 | 04:14
Forseta notaðir bílar
Mörgum þykir erfitt að kaupa notaðan bíl. Erfitt er að gera sér grein fyrir hvort bíllinn sé því ástandi sem sölumaðurinn segir hann vera og sölumenn notaðra bíla hafa slæmt orð á sér. Reyndar heita þeir ekki lengur sölumenn heldur þjónustufulltrúar fyrrverandi áttra bíla. En þrátt fyrir að búin séu til ný orðskrípi breytir það engu um innihaldið. Hver man ekki eftir því þegar söluskatturinn var gerður að virðisaukaskatti. Söluskatturinn var, og er, svo hár að einhverjum ríkisstarfsmönnum sveið að nota rétta orðið yfir hann og bjuggu til nýtt: Virðisaukaskattur. Annað eins rangnefni hefur aldrei verið fundið upp og það er klúðurslegt í þokkabót. Enginn virðisauki á sér stað við álagningu skattsins, virði vöru eða þjónustu eykst ekki við skattlagningu, þótt verðið hækki. Klúðurslega orðið varð um leið skammstafað VSK og er í daglegu tali kallað vaskur. Þetta er afturför í orðsmíðum íslenskunnar. Hvað var að orðinu söluskattur? Það er notað um allan heim, sbr. sales-tax á ensku. Sá sem fann þetta orð upp er annað hvort vísvitandi að blekkja eða gerir sér enga grein fyrir efnahagsmálum. Báðar skýringarnar geyma svarið. Hvaða drullusokkur skyldi það nú hafa verið? Hvaða drullusokkur fann þetta orð upp? Gaman væri að komast að því. Orðið er ekki gamalt og vel er hugsanlegt að þessi aðili sé enn á launaskrá ríkisins.
Þetta var útúrdúr en þó hvorki langur né óþarfur. Þjónustufulltrúar fyrirfram áttra bíla komu að máli við Egozentric®© og báðu um hjálp við að selja alla þá notuðu bíla sem hrúgast hafa upp á bílasölunum í efnahagslægð þeirri sem nú gengur yfir. Aðalhönnuður Egozentric®© var ekki lengi að leggja til snilldar bragð: Forseta notaðir bílar. Með því að tengja forsetann við notaða bílinn er ekki nokkur spurning að virði hans eykst, virðisaukinn verður gífurlegur við það eitt að tengja hinn virðulega forseta vorn við bílinn. Hver myndi ekki kaupa notaðan bíl af forsetanum? Þótt aðalhönnuðurinn þekki engan, er ekki nokkur vafi að úti í þjóðfélagsdjúpinu eru margir sem myndu kikna í hnjánum við þá upphefð að fá að kaupa notaðan bíl af forsetanum. Þessvegna var forskeytið forseta- lagt til gegn ærnu fé.
Forseta notaðir bílar. Ath. bíllinn á bolnum er ekki endilega sá bíll sem er til sölu á bílasölunni. Vertu flottur en ekki ræfill, aktu um á forseta notuðum bíl. Stærð 1-100. Litur: Þjóðlegur. Verð 8999 kr.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 04:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.8.2008 | 16:36
Forseta uppþvottaburstinn
Hver kannast ekki við að líða eins og aumingja með skítahlutskipti við uppvaskið? En ekki lengur. Með nýjasta uppþvottaburstanum í Forsetaseríunni frá Egozentric®©, þarf engum að líða eins og aumingja við uppvaskið. Þegar þú vaskar upp með samskonar bursta og forsetinn notar ertu ekki aumingi, heldur hátt settur aðili í fínni ríkisgreiddri veislu þar sem allir eru jafnir, fjórfættir sem tvífættir. Egozentric®© er nú með auglýsingaboli á sérstöku náttúruvænu kynningarverði handa þér til að ganga í og líða betur.
Forseta uppþvottaburstinn. Vertu flottur á því og notaðu sama bursta og forsetinn. Stærð 1-100. Litur: Þjóðlegur. Unninn úr handtýndri bómull af náttúruvænu þrælaökrunum í Súdan. 0,01% af sendingarkostnaði hvers selds bolar rennur óskipt í sjóð til minningar um Sjáseskú, hinn mikla leiðtoga Rúmena sem nú er fallinn frá. Verð 8999 kr.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 114494
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.