Leita í fréttum mbl.is

Hvatvísi hönnuðurinn

Lesendur verða að virða það við eignanda þessa bloggs að hann leyfir hönnunarstofu sem kallar sig Egozentrig að nota þessa síðu til að auglýsa vörur sínar. Það er í fínu lagi svo lengi sem ekki er farið rangt með hluti eða þeir ekki fyllilega útskýrðir.

Aðalhönnuðurinn, eins og einn hönnuða stofunnar kallar sig, er enginn sérfræðingur í skattamálum en hann er hvatvís og segir stundum hluti sem eru hárréttir, en þó ekki kórréttir.

Varðandi skattinn sem kallaður er því ljóta og óviðeigandi nafni virðisaukaskattur verður að bæta því við athugasemdir aðalhönnuðarins um hann að hann er yfirfærsla á útlendu fyrirbæri sem fundið var upp í Frakklandi á sjötta áratug síðustu aldar. Í enskumælandi löndum er hann kallaður „value added tax“ VAT og er frábrugðinn söluskatti á þann hátt að hann er lagður á vöru og þjónustu á öllum stigum, en bara neytandinn greiðir hann, heildsalar og milliliðir nota hann sem innskatt og útskatt. Ástæðan fyrir því að franski ríkisstarfsmaðurinn fann hann upp var sú að auðvelt er að svindla á söluskatti sem lagður er á vöru á síðasta stiginu, það er í smásölunni. Ef söluskatturinn fer yfir 10% verða undanskotin mjög mikil. Það er ekki hægt í raun og veru að hafa hærri söluskatt en 10% vegna þess. En ríkið vill miklu hærri söluskatt, það vill amk. 25% skatt. Þess vegna var VAT kerfið fundið upp. Það eru betri heimtur af þeim skatti vegna innskatts útskatts - kerfisins í honum. Aðalhönnuðurinn hafði rétt fyrir sér varðandi það að skatturinn er ekkert annað en söluskattur, bara í þróaðra formi. Hann hafði líka rétt fyrir sér að nafnið á skattinum er bastarður. Virðisaukinn í orðinu vísar til þeirrar hækkunar sem verður á vörunni frá upphafi til enda, frá framleiðanda til milliliðar til neytanda.  Álagningarskattur væri réttara orð. VSK er aumingjaleg eftiröpun á enska orðskrípinu VAT og er þeim sem að komu til minnkunar. Þeir hefðu einfaldlega átt að breyta söluskattinum, gera hann að þessu franska fyrirbæri sem sannarlega er skilvirkari og gerir ríkissjóð gildari fyrir stjórnmálamenn að sólunda úr. Það sem aðalhönnuðurinn hafði rangt fyrir sér með var að söluskatturinn er ekki notaður allstaðar í útlöndum þótt hann sé vissulega notaður, td. í Bandaríkjunum, heldur VAT skatturinn.

Síðasti hlekkurinn í VAT keðjunni er sá að hægt er að fá hann endurgreiddan, td. á flugvöllum, sé maður á leið úr landi. Það er kallað „Tax Free“. Í Bretlandi, því vesala landi, er vissulega hægt að fá endurgreiddan skattinn, en það er svo illa kynnt að búrið á flugvellinum (Stanstead minnir mig) þar sem tekið er við bevísum er nánast ekki hægt að finna; málað í gráum felulitum í afviknu skoti, engin skilti. Ég lenti eitt sinn í því í Bretlandi þegar ég ætlaði að fá endurgreiddan skattinn að ég fann hvergi búrið og taldi að það hlyti að vera hinum megin við vegabréfs-eftirlitið. Ég hafði rangt fyrir mér og fékk ekki að fara til baka til að ganga frá málinu. Ég varð fox-illur og bölvaði ríkisstarfsmönnum í Bretlandi í sand og ösku og einsetti mér að versla aldrei nokkurn skapaðan hlut í því skítalandi. Sem ég hef staðið við. Milljónir manna hafa án efa lent í þessu sama. Margt smátt gerir eitt stórt og ég er viss um að með þessum feluleik eru Tjallarnir að tapa en ekki græða.

Eitt mega ríkisstarfsmenn eiga og það er að enginn stendur þeim á sporði við að finna út nýjar aðferðir við að innheimta og leggja á skatta. Nú vantar okkur bara stjórnmálamenn sem vilja lækka þá og minnka umsvif ríkisins, það er lang stærsta verkefnið sem fyrir komandi kynslóðum liggur.

Þetta var lexía dagsins um skatta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er gott að þú ert á heimleið, ég sé að dvölin ytra er að breyta þér.  Þegar þú ert farin að tala í bundnu máli um skattamál líst mér á þig.  Þetta er vel sagt að undanskildu því að ég er hrifinn af sk.stöfuninni VSK

kv. Svabbi

Svavar Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 10:23

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég er hrifinn af skammstöfuninni sem er almennt notuð um þjóðernissósíalista - "nasisti". Mér er samt illa við bæði þjóðefnissósíalisma og virðisaukaskatt, og raunar skatta yfirhöfuð.

Á móti kemur að ég er mjög hrifinn af þessum boðskap og beini honum hér með á söluskatt, VSK, nasisma og aðrar afætur á frjálsu samfélagi.

Geir Ágústsson, 13.8.2008 kl. 14:15

3 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Hvernig líst þér á þína menn að vera komnir aftur í borgarstjórn með Íhaldinu?

Sigurður Sigurðsson, 15.8.2008 kl. 18:18

4 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Sem framsóknarmaður er ég mjög ánægður. Verst er að Marsibil vill ekki í eina sæng með Óskari, eins lagleg og hún er.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 17.8.2008 kl. 04:40

5 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Takk fyrr þessa hlekki Geir, það er áhugavert t.d. að vit að það er enginn seðlabanki í Panama. Svavar, vissirðu það?

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 17.8.2008 kl. 04:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 114003

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband