Færsluflokkur: Dægurmál
2.8.2008 | 15:26
1 blað í einu bjargar heiminum
Stoltir Íslendingar nær og fjær með stjórn á eigin málum, sjálfstæðir, skeindir og fullir þjóðernisástar, fagna í dag embættistöku forsetans. Af því tilefni hefur Egozentric®© hannað bol, í samvinnu við góðan vin, sem hefur að geyma mikilvæg skilaboð til þjóðarinnar frá vel skeinda umhverfisverndarsinnanum og mannvininum, Forseta Íslands. Munið að ef takast á að bjarga heiminum verða allir að leggjast á eitt og nota bara eitt blað. Eitt blað í dag og heiminum er borgið, mörg blöð í dag og heimurinn ferst. Góðir Íslendingar, skilaboðin gætu ekki verið skýrari eða umhverfisvænni. Forseta- forskeytið á eftir að mala Egozentric®© gull.
Forseta klósettpappír. 1 blað í einu bjargar heiminum. Hjálpið forsetanum að bjarga heiminum og skeinið ykkur með forseta klósettpappír. Þriggja laga, fyrrverandi klósettpappír endurunninn sem klósettpappír. Stærð 1-100. Verð 4000 kr.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.8.2008 | 15:52
Kónga- forskeytið
Egozentric®© París, London, Róm, New York, útbjó fyrir nokkrum árum nýtt forskeyti fyrir ýmsar vörur sem hefur þann eiginleika að lyfta þeim á hærra plan. Það er forskeytið kónga-. Ekki þarf að orðlengja það en kónga- sló eftirminnilega í gegn.
Furðu sætir hve samkeppnisaðilarnir eru ófrumlegir í forskeytum. Eina forskeytið sem þeim dettur í hug að selja viðskiptavinum sínum er gull þetta og gull hitt. Sérstaklega frumlegir þykjast þeir vera þegar þeir leggja til silfur þetta og silfur hitt. Þeir eru algjörir snillingar þegar þeir leggja til platínum þetta og platínum hitt. Fátt er ófrumlegra og meira stolið frá útlöndum. En meðan viðskiptavinirnir borga fyrir afrit sem frumrit væru, er engin ástæða til að svitna. Gull- forskeytið hefur fyrir löngu tapað ímynd sinni. Þegar kunningja aðalhönnuðarins var boðið um daginn að fá gull-debetkort, afþakkaði hann pent. Gullkort á heima í veski gullbryddaðrar kerlingar sem býr í húsi með gullstyttum, gullrömmum og gullsófasettum. Ekki í veski fallega fólksins.
Kónga kjötfars og kónga eplaskrælari eru til dæmis miklu meira heillandi vörur en eplaskrælari og kjötfars. Nú er að hefjast auglýsingaherferð viðskiptavinar Egozentric® á hinum ýmsu vörum. Viðskiptavinir Egozentric®© fá heiðurinn af því að kaupa auglýsingarnar og ganga með þær framan á sér eins lengi og þeir vilja, en þó ekki minna en þrjú ár.
Kónga klósettpappír. Nógu mjúkur og rakadrægur fyrir rassgatið á kónginum. Ætti að vera nógu mjúkur fyrir rassgatið á þér. Þriggja laga, óendurunninn pappír. Stærð 1-100. Verð 4000 kr.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.7.2008 | 06:53
Faldi markaðurinn og bældi markaðurinn
Það skemmtilega við markaðinn er að hann er allstaðar, en er að hluta til falinn og að hluta til bældur.
Faldi hlutinn er til dæmis ólöglegi fíkniefnamarkaðurinn (vond fíkniefni) og ólöglegi nýrnamarkaðurinn. Faldi hlutinn stendur fyrir allt sem plebbarnir geta ekki horfst í augu við að er markaðsvara og reyna að hindra fulltíða fólk í, sem þó ætti samkvæmt öllum náttúrulögmálum að ráða hvað það gerir við eigið líf og líkama, að nálgast. Þar sem er eftirspurn, þar er framboð. Þetta er jafn órjúfanlegt lögmál og þyngdarlögmálið. Ég á nýra, þig vantar nýra. Hvað ertu tilbúinn að borga? Kemur ríkinu það við? Á ég líkama minn eða ríkið?
Bældi hlutinn er til dæmis ríkisstyrkir til landbúnaðar og ríkissala hverskonar. Markaðurinn er bældur til að bjarga bændum! Þeir sem tapa hvað mestu á þessu eru vesalings bændurnir. Þeir hjakka, leiðir og þungir og hræddir við breytingar, í sama farinu í stað þess að finna sér starf sem veitir þeim gleði og tilgang. Frjáls markaður myndi gera það fyrir þá. Ríkið hefur einkarétt á sölu víns (góð fíkniefni) og okrar á því undir þeim formerkjum að verið sé að vernda fulltíða fólk sem ætti samkvæmt öllum sólarmerkjum að ráða sér sjálft.
Heilagur Jeremías!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.7.2008 | 22:36
Litir stjórnmálaflokka
Stjórnmálaflokkar eru eins og fólk með marg-klofinn persónuleika; þeir þurfa að sýna á sér margar hliðar til að höfða til kjósenda. Þessar hliðar eiga oft og tíðum enga samleið. En það gerir ekkert til, aðalatriðið er að sigra í kosningunum.
Egozentric®© París, Mílanó, London, Róm, hefur tekið að sér fyrir góðan viðskiptavin að hanna lúxusfatnað sem, ásamt því að vera glæsileg hönnun, sýnir tvær megin hliðar stjórnmálaflokkanna sem haldið er uppi af ríkinu á Íslandi. Verðið er sem fyrr einstaklega hagstætt.
Frjálslyndi flokkurinn. Blár að utan en svartur að innan. Hægrisinnaður (blár) þjóðernisrembingur sem elur á útlendingahræðslu (svartur). Stærð 1-100. Verð 9000 kr.
Vinstri grænir. Grænn að utan en rauður að innan. Þykist vernda náttúruna (grænn) en er bara gamall kommúnistaflokkur með allar röngu lausnirnar (rauður). Stærð 1-100. Verð 9000 kr.
Framsóknarflokkurinn. Grænn að utan og grænn að innan. Afturhaldssinnaður sérhagsmunaflokkur (grænn) sem stendur vörð um óhollt og rándýrt styrkjakerfi í landbúnaði (grænn). Stærð 1-100. Verð 9000 kr.
Sjálfstæðisflokkurinn. Blár að utan en grænn að innan. Hægri sinnaður framfaraflokkur sem leggur áherslu á einstaklingsframtak og frelsi (blár) sem þrátt fyrir það stendur vörð um óhollt og rándýrt styrkjakerfi í landbúnaði sem og ríkiseinokun á vínsölu (grænn). Stærð 1-100. Verð 9000 kr.
Samfylkingin. Ljósblá að utan en rauð að innan. Gefur sig út fyrir að vera frjálslyndur framfaraflokkur með lausnir og svör við öllu (ljósblár) en er í raun gamall forsjárhyggjuflokkur með eigin völd fyrst og fremst á stefnuskránni (rauður). Stærð 1-100. Verð 9000 kr.
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík. Bleikur að utan en blár að innan. Tímabundinn bolur fyrir síðustu kosningar. Mjúku fjölskyldumálin á oddinum (bleikur) en gamli góði Sjálfstæðisflokkurinn inn við beinið (blár). Stærð 1-100. Verð 29000 kr. (takmarkað upplag).
Dægurmál | Breytt 25.7.2008 kl. 15:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.7.2008 | 23:20
Kaupum Kaupum ekkert bolinn
Egozentric®© París, London, Mílanó, New York, sér alltaf möguleika á að græða þegar aðrir sjá enga möguleika. Fátt er meira fullnægjandi en að selja harðsnúnum andkapítalistum vöru á deginum þeirra, Kaupum ekkert deginum.
Kaupum ekkert! Aðeins seldur á Kaupum ekkert deginum. Stærð 1-100. Verð 8000.
Ekki vera fífl, ekki vera auli, ekki vera félagsskítur. Mótmæltu fyrir framan stjórnarráðið í rétta bolnum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.7.2008 | 00:02
Bolurinn bleiki
Egozentric®© París, London, Róm, New York, gerir hvað það getur til að breyta heiminum til hins betra. Hið hryllilega misrétti sem viðgengst gegn hundum, svínum og konum er ekki til fyrirmyndar, en á því má græða.
Feministafélag Íslands, sem Vefþjóðviljinn útnefndi Staðalfélag ársins 2006, er í fylkingarbrjóstum þeirra kvenna sem berjast gegn staðalímyndum. Um þetta sagði Vefþjóðviljinn: Talsmaður Femínistafélags Íslands sagði að félag sitt hefði frá upphafi ákveðið að það hefði ekki aðeins merki, heldur lit. Bleikan lit nánar tiltekið, því bleikur væri litur stelpna en blár litur stráka. Megintilgangur félagsins er að berjast gegn staðalímyndum.
Og hér er hann bolurinn bleiki gegn staðalímyndum. Takið þátt í baráttunni og hjálpið Egozentric®© að bjarga heiminum.
Staðalímynd ei meir Frontur. Stærðir 1-100. Eingöngu fyrir konur. Litur. BLEIKUR eingöngu. Verð 5000 kr. Kaupendur verða að geta sannað kynferði sitt á staðnum. Ökuskírteini ekki tekin gild.
Staðalímynd ei meir Bak.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.7.2008 | 05:55
Furðu líkar áhyggjur
Verðbólga, bankar í erfiðleikum, lágt gengi gjaldmiðilsins, dýrt bensín, niðursveifla í hagkerfinu, uppsagnir, atvinnuleysi, lækkandi fasteignaverð.
Þessar áhyggjur gætu verið klipptar út úr Morgunblaðinu. En eru það ekki. Heyrði þetta í útvarpinu hér í Kaliforníu syðri.
Ekki nóg með það heldur er kornið orðið svo dýrt að það borgar sig ekki lengur að framleiða etanól-eldsneyti úr því. Etanólævintýrið hefur kostað margan manninn mikið fé vegna þess að aukin eftirspurn eftir korni hefur hækkað verð matvæla sem búin eru til úr korni, til dæmis Kornflexi. Kelloggs hefur gripið til þess ráðs að minnka pakkana án þess að lækka verðið. Neytendur ekki hressir.
Þetta er ekkert, ég skal segja þér annað. Einn stærsti íbúðalánasjóður USA er farinn á hausinn vegna þess að hann lánaði, meðal annarra, 85 ára gömlum manni í hjólastól með ekkert lánstraust fyrir heilli íbúð.
Góðir Íslendingar, ekki örvænta. Þið eruð í sömu súpunni og allir aðrir.
Munið bara, og ég hef þetta eftir góðum vini mínum, að bankarnir eru ekki vinir ykkar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.7.2008 | 16:14
Fyrir aðdáendur
Egozentric Designs®© París, London, Róm, Tókíó, New York, Mílanó, Reykjavík, hefur eignast marga aðdáendur úti í hinum stóra heimi vegna eigingjarna starfa fyrir sjálfa sig. Egozentric Designs®© vill ekki vera eftirbátur margra tískuhúsa td. Dolce og Gabbana (sem eru víst hættir saman) sem framleiða í miklu magni fatnað sem eru ekkert annað en auglýsingar fyrir þau sjálf. Hvað er snjallara en að gera viðskiptavinina að gangandi auglýsingum og láta þá borga fyrir það? Fátt. Egozentric Designs®© tekur ofan fyrir slíkum snillingum og apar blygðunarlaust eftir þeim. Hér er hann, kæru aðdáendur, bolur handa ykkur fyrir sanngjarnt verð.
Egozentric®© Rauður. Stærðir 1-100. Verð 10,000. Sérhannað fyrir aðdáendur. Áritaður bolur: 100,000.
Egozentric®© Grænn. Stærðir 1-100. Verð 10,000. Sérhannað fyrir aðdáendur. Áritaður bolur: 100,000.
Mikilvægt er fyrir aðdáendur að vita að með því að kaupa vörur með merki eru þeir að staðsetja sig í heiminum, sýna að þeir eru menn með mönnum, konur með konum, menn með konum og konur með mönnum; sýna að þeir eru flottir, með á nótunum, þekkja fræga fólkið, eru heimsborgarar. Vellíðanin sem fylgir því að vera flottur er mikils virði. Þessvegna er verðið svona sanngjarnt.
Egozentric®© Svört taska. Verð 10,000. Sérhannað fyrir aðdáendur. Árituð: 100,000.
Egozentric®© Gul taska. Verð 10,000. Sérhannað fyrir aðdáendur. Árituð: 100,000.
Dægurmál | Breytt 20.7.2008 kl. 14:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.7.2008 | 19:01
Dýrkeypt mistök
Egozentric Designs®© París, London, Mílanó, New York, Tokyo gerði þau mistök í viðskiptum nýlega þau fyrstu í sögu stofunnar að treysta heimildum. Þau voru svo sannfærandi rökin og allur vísindaheimurinn, sá yfirlesni amk., söng í einum kór að þetta væri staðreyndin. Þess vegna lét Egozentric Designs®© framleiða 1 milljón þonga, og 1 milljón bróka með skilaboðum sem sannarlega áttu að falla í kramið hjá þeim sem trúa því að heimurinn sé að hlýna vegna sóðaskapar manna og vilja berjast gegn því. Salan var dræm og þegar farið var að kanna hvers vegna, kom í ljós að hitastigið er ekki að hækka í heiminum heldur lækka. Hver fer upp á Hellisheiði að mótmæla hlýnun í þonginu einu fata ef það er raunverulega að kólna? Aldeilis kaldhæðnislegt að verða úti við mótmæli gegn hlýnun og Egozentric Designs®© vill ekki bera ábyrgð á því. En kuldi er An inconvenient truth og blaðrið um hlýnun af mannavöldum er í raun eitt allsherjar Assault on reason. Egozentric Designs®© komst að þessu of seint, en þó ekki of seint. Mótleikurinn er stórkostlegur, undir nýju undirmerki 67° norður verður sett á markað lína sem byggir á grunni boðskaparins um hlýnun af skítugum mannavöldum. Ástæðan fyrir því er einföld. Margir trúa boðskapnum enn, þótt ótrúlegt megi virðast, og því enn möguleiki á ofsagróða. En ofan á grunninum er reist ný höll, peningamylluhöll, fatalína sem snilldarlega praktísk, einföld, klassísk, þjóðleg og vænleg til afraksturs. Eins og áður eru skilaboð fólgin í hönnuninni sem sumir kynnu að telja mótsagnarkennd, en svo djúpt í árinni vill aðalhönnuðurinn ekki taka. Aðalatriðið er að trúa málstaðnum sama hvað helvítis staðreyndirnar segja.
Berjumst gegn alheimshlýnun. Stærð 1-100. Verð 35.000.
Fight global warming. Stærð 1-100. Verð 35.000.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.7.2008 | 05:05
Berjumst gegn hlýnun heimsins
Vegna hinnar gífurlegu hættu sem steðjar að mannkyni vegna hækkandi hita vegna sóðaskapar manna setti Egozentic Designs®© Tokyo, Canberra, Mílanó, Peking, nýlega á markað undirfatnað sem segir allt sem segja þarf og það á tveimur tungumálum. Verðið er sem fyrr einstaklega hagstætt, enda er það aðalhönnuðinum mikið hjartans mál að græða sem mest á alheimshlýnuninni. Vegna þess hve hlýtt er orðið, samkvæmt því sem Al Gore segir og byggir á öruggum gögnum, neyðast menn til að vera í þonginu eða brókinni einni fata við mótmælin. Hitinn hefur gert það að verkum að fataframleiðendur eru nú í vandræðum með birgðirnar. Það er ekki einu sinni hægt lengur að mótmæla í nærbolnum! Egozentric veit hvaða leik skal leika í þeirri stöðu: Gera fötin efnisminni. Ekkert efnisminna en snilld.
Fight global warming Women. Stærð 1-100. Verð 10.000 kr. Vinur: Vinir jarðar.
Berjumst gegn hlýnun Kvenna. Stærð 1-100. Verð 10.000 kr. Vinur: Vinir jarðar.
Fight global warming Men. Stærð 1-100. Verð 10.000 kr. Vinur: Vinir jarðar.
Berjumst gegn hlýnun Karla. Stærð 1-100. Verð 10.000 kr. Vinur: Vinir jarðar.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 05:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 114494
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.