Færsluflokkur: Dægurmál
8.10.2008 | 07:17
Veislunni lokið í Bretlandi
Bankar þjóðnýttir að hluta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 07:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.10.2008 | 21:59
Getur það verið?
Getur verið að viðskiptavinir Glitnis hafi fjárfest í sjóðum, Peningamarkaðssjóði 9 til dæmis, sem voru notaðir til kaupa á hlutabréfum í fyrirtækjum eigenda bankans þvert á yfirlýsta stefnu um örugga ávöxtun? Ef svo er, er glæpsamlegt athæfi á ferðinni?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.10.2008 | 10:51
Skilaboð til breskra fjölmiðla
Hér er yfirlýsing frá Sigurgeiri Orra Sigurgeirssyni til breskra fjölmiðla: Lítið ykkur nær þegar þið hafið uppi stóryrði um Ísland. Ég veit að ykkur líður betur rétt á meðan, en gleymið ekki að fylgjast með eigin bönkum. Hlutabréf þeirra falla hraðar en pundið um þessar mundir.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.10.2008 | 10:00
Lifir Evrópusambandið af?
Spennandi verður að fylgjast með því hvort Evrópusambandið lifi af þessar hremmingar. Samstaðan er algjörlega horfin og hvert ríki bjargar sér sem best það getur. Ætli smærri ríkin beri skarðan hlut frá borði? Ef svo fer, er úti um sambandið.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2008 | 00:26
Umhverfismat í endurmat
Tillaga Óla Björns Kárasonar (í Kastljósinu) um að fella lög um umhverfismat úr gildi er afar góð. Nú þegar þjóðinni vantar mest af öllu gjaldeyri, er rétti leikurinn að drífa stóriðjuframkvæmdir af stað.
Það er fordæmi fyrir því að lög eru einfaldlega lögð til hliðar þegar mikið liggur við: Samkeppnislögin. Enginn spyr eða andæfir, ekki einu sinni róttæklingar, þegar risastórir bankar eru sameinaðir í nágrannalöndunum.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2008 | 10:18
Ósofnir, örvinglaðir útrásarvíkingar
Við erum nú einu sinni víkingar" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.10.2008 | 06:35
Rót vandans
Bill Clinton (forseti frá 1992-2000) var stjórnmálamaður með metnað, hann vildi að hlutfall fátækra og minnihlutahópa sem eignuðust þak yfir höfuðið hækkaði í valdatíð hans. En það gekk ekki nógu vel, hlutfallið hækkaði ekki nógu hratt. Þá höfðu Bill og hans menn samband við vini sína og flokksbræður hjá íbúðalánasjóðunum Fanny og Freddy. Okkur er vandi á höndum, sagði Bill, við þurfum að hækka hlutfallið svo við getum sýnt fram á góðan árangur við að bæta hag þeirra lægst launuðu. Fanny og Freddy hugsuðu málið og komu með lausn: Við lækkum bara þröskuldinn fyrir ábyrgðum. Frábært! sagði Bill og klappaði flokksbræðrum sínum á bakið. Svo fóru Fanny og Freddy að lána hverjum sem vildi hvað sem hann vildi gegn ótryggum veðum jafnvel þótt tekjur viðkomandi væru litlar sem engar og stopular að auki. Þetta aukna fé í umferð jók umsvif og velmegun. Húsnæðisverð tók að hækka með aukinni eftirspurn. Húrra sögðu margir og tóku ný lán út á verðmeiri hús sín. Verðsprengja varð á fasteignamarkaðnum.
Þegar hópurinn sem gat ekki greitt af lánunum tók að stækka, tók að hrikta í stoðum ríkisíbúðalánasjóðanna Freddy og Fanny uns þeir lýstu sig gjaldþrota í sumar. Það leiddi af sér keðjuverkun sem enn sér ekki fyrir endann á. Nú eru stjórnendur sjóðanna í rannsókn hjá lögregluyfirvöldum. En skaðinn er skeður og verður ekki bættur þótt þeir fari í fangelsi.
2004 fóru nokkrir þingmenn Repúblikana á bandaríska þinginu fram á að gerð yrði rannsókn á útlánastarfsemi Fanny og Freddy. Einn þessara þingmanna var John McCain. En Demókratar vildu ekki sjá neina rannsókn á sjóðunum þeirra og komu í veg fyrir að þingið samþykkti aðgerðir í þá veru. Einn þeirra þingmanna sem greiddi atkvæði gegn tillögunni var Barack Obama. Óhætt er að fullyrða að hefði óráðsía Fanny og Freddy verið stöðvuð fyrir fjórum árum, værum við ekki í þeirri stöðu sem við erum í í dag.
Þessa sögu sagði mér maður að nafni Henri Lepage í fyrirlestri í Þjóðminjasafninu á fimmtudag.
Ekki er ólíklegt að þetta mál komist í hámæli fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum. Fari svo er hætt við að það fjari hratt undan framboði demókratans.
Dægurmál | Breytt 5.10.2008 kl. 10:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.10.2008 | 20:07
Sökudólgurinn fundinn
Hver kannast ekki við að hafa tapað stórfé á fallandi hlutabréfum, frábærum viðskiptaháttum, glæsilegum fjárfestingum og framsýnum ákvörðunum en ekki haft neinn til að kenna um? En ekki lengur. Egozentric®© hefur í samvinnu við góðan viðskiptavin fundið sökudólginn. Hann er enginn annar en Davíð Oddsson seðlabankastjóri. Eftir að góði viðskiptavinurinn benti aðalhönnuðinum á staðreynd málsins varð það allt svo skýrt og klárt. Auðvitað! Davíð Oddsson er maðurinn í Seðlabankanum sem vill ekki gefa peninga ríkisins til útrásarvíkinganna sem sigrað hafa heiminn en þurfa nú á lítilsháttar stuðningi að halda við að kaupa bensín á Bentleyinn.
En fátt er með svo öllu illt að ekki megi á því græða. Því hefur Egozentric®© sett á markað bol þar sem þessi sanna fullyrðing er sett fram á afgerandi hátt.
Fjármálakreppa heimsins er Davíð Oddssyni að kenna. Litur: Svartur. Stærð 1-100. Ekki láta útrásarvíkingana, kaffihúsaspekingana og stöku lögfræðinga einoka Davíðspúkann, taktu þér sjálfur Davíðspúka í sálina og kenndu um allt sem miður hefur farið í þínu lífi, lífi þjóðarinnar, lífi vina þinna og fjármálalífi heimsins í heild sinni. Verð 8999 krónur. Ath. fæst aðeins í TopShop.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
30.9.2008 | 15:34
Lét viftuna blása inn
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.