Færsluflokkur: Dægurmál
12.10.2008 | 07:39
Hvað verður um miðbæinn?
Hættan á að miðbær Reykjavíkur veslist endanlega upp er nú ekki bara raunveruleg heldur yfirvofandi. Tónlistarhúsið, þessi minnisvarði um afglöp íslenskra stjórnmálamanna í meðferð almannafjár, verður ekki klárað í bráð. Áform um nýjar höfuðstöðvar Landsbankans verða aldrei að veruleika og gjaldþrot bankans þýðir að byggingar sem honum tilheyrðu munu standa tómar. Bygging listaháskóla við Laugaveg verður ekki reist. Seðlabankinn í núverandi mynd heyrir sögunni til. Borgin mun ekki veita fé í uppbyggingu gamalla húsa úr brunarústum eða endurreisn gamalla húsa við Laugaveginn. Þörf fyrir stöðumæla er horfin, það má leggja það apparat niður í heild sinni, enda eru þeir trúlega helsti þátturinn í því að fólk forðast miðbæinn og sækir í verslanamiðstöðvar þar sem stæði eru ókeypis og það ekki að ástæðulausu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.10.2008 | 01:19
Ísland eins og við þekktum það er farið
Það er sama hvernig á það er litið, Ísland eins og við þekktum það er farið veg allrar veraldar. Mikil hætta er á að við taki þjóðfélag ríkisafskipta og sóunar. Það er kaldhæðnislegt í því ljósi að það voru einmitt ríkisafskipti sem felldu landið. Ríkisstjórnendur sem ollu ekki starfi sínu og ríkisafskipti af íbúðalánasjóðum. Það er lýsandi fyrir ástandið að fyrst nú eru ráðherrar þjóðarinnar að gera sér grein fyrir umsvifum íslensku bankanna í Bretlandi. Höfðu ekki hugmynd um umsvifin sem þó voru á ábyrgð ríkisins. Hvurslags endemis bjánagangur er þetta? Hvers vegna var ríkið ekki búið að skikka þessi fyrirtæki til þess að færa starfsemi sína til útlanda? Þeir gerðu sér enga grein fyrir þeirri hættu sem felst í því að ábyrgjast fyrirtæki sem velta margfaldri þjóðarframleiðslu landsins. Loksins þegar þeir ranka við sér, er það of seint. Ekki bætir úr skák að það eru algerlega vanhæfir kommúnistar við völd í Bretlandi sem gera hvert axarskaftið á fætur öðru og nú stefnir það land hraðbyri í gjaldþrot líka.
Ef það er eitthvað sem læra má af þessu er það það að affarasælast er að hafa samfélag þar sem stjórnmálamenn hafa minnst völd, helst engin. Nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn í núverandi mynd er liðin tíð og foringjar hans búnir að vera, er spurning um að stofna stjórnmálaflokk sem raunverulega stendur fyrir frjálshyggju. Frjálshyggju sem með innbyggðri hörku sinni kemur í veg fyrir áföll sem þetta. Það er óásættanlegt að hér taki við þjóðfélag verðmætasóunar, mannauðssóunar og hreinnar flónsku sem einkennir þá sem aðhyllast sósíalísk viðhorf.
10.10.2008 | 11:27
Við töpuðum
Hverju sem um er að kenna, lygum breskra kommúnista sem stjórna af fullkomnu getuleysi þar í landi, eða bjálfaskap íslenskra ráðamanna, er ljóst að við töpuðum og það illa.
Heitar kartöflur hrannast nú upp.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.10.2008 | 16:33
Útlitið afar dökkt í Bretlandi
Þrátt fyrir 50 milljarða punda meðgjöf og lækkun stýrivaxta heldur FTSE vísitalan áfram að lækka. Ætli þeir kasti öðrum 50 milljarða björgunarhring í sjóinn eða fari endanlega á hausinn?
Ég ráðlegg öllum breskum sparifjáreigendum að taka út sín pund og hlusta ekki á tal stjórnmálamanna. Aðgerðir þeirra eru ekki að skila neinum árangri enda gamlir kommúnistar sem hafa ekki hundsvit á fjármálum og geta einungis stjórnað í góðæri.
Ég hvet alla sem hafa jafn miklar áhyggjur og ég af Bretlandi að skrifa á enskar síður þau skilaboð að allir skuli taka sparifé sitt út áður en það verður of seint. Ég ætla ekki að bera ábyrgð á því að hafa ekki gert allt sem í mínu valdi stendur.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2008 | 13:26
Líttu þér nær stjórnmálamaður
Brown: Refsingar fyrir óhóf og ábyrgðarleysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2008 | 11:54
Bretar ábyrgjast féð eða hvað?
Lundúnaborg tapar nær 9 milljörðum á þroti Kaupþings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.10.2008 | 11:04
Bretland og Rússland
Eins og flestir vita andar köldu milli Bretlands og Rússlands. Litvinenko málið er þar ofarlega á blaði, en talið er að Rússar beri ábyrgð á morðinu sem framið var í London með geislavirku efni sem rekja má til Rússlands. Rússar neita allri samvinnu og hafa gert þann mann sem talið er að hafi framið ódæðið að þingmanni og þingmenn njóta friðhelgi.
Mín kenning er sú að Íslensk stjórnvöld hafi snúið sér til Rússa þegar sýnt var að Bretar vildu ekki styðja við bakið á þeim. Það hefur að öllum líkindum valdið mikilli reiði í Bretlandi sem birtist í öfgafullum aðgerðum gegn Kaupþingi sem þó var ekki á ábyrgð íslenska ríkisins og stóð vel miðað við aðrar stofnanir í moldviðrinu sem nú geisar.
Það að Íslendingar skuli hafa snúið sér til Rússa er ekki ákvörðun sem tekin var með léttúð. Það er mikil reiði á bak við þá ákvörðun, ekki nokkur vafi.
Það að vilja ganga með hraði í Evrópusambandið eftir þessar aðgerðir Bretanna er algerlega fráleit hugdetta. Eðlilegra væri að slíta stjórnmálasambandi við þá.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.10.2008 | 09:30
Evrópusambandsaðild aldrei eins fjarri og nú
Hví skyldu Íslendingar vilja ganga í samband ríkja sem hafa sýnt okkur fingurinn undanfarna daga? Bretar eru í þessu auma miðstýrða tollabandalagi, Íslendingar skulu aldrei, aldrei gefa eftir fullveldi sitt til þessarra heiðursmanna.
Vilji Íslendingar binda trúss sitt við önnur ríki á það að vera á jafningjagrundvelli, ekki með valdaafsali.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.10.2008 | 09:19
Gangi ykkur vel
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2008 | 13:42
Húsnæðislán ríkisins er meinið
Ekki fer á milli mála að stjórnmálamenn, vestan hafs og austan, sem beittu fyrir sig íbúðalánasjóðum í misskilinni viðleitni til að bæta hag almennings eru aðalsökudólgurinn í kreppunni. Sjá verður til þess að enginn geti horft framhjá þeirri staðreynd að moldviðrinu loknu.
Hvernig má tryggja það?
Með því að fara í mótælagöngur, hlekkja sig við íbúðalánasjóð, standa fyrir landssöfnun til að kosta auglýsingar í fjölmiðlum og hvað meira? Benda á fjölmiðla sem þó fjalla um málið.
Hér er umfjöllun NPR í Bandaríkjunum um kappræður forsetaframbjóðendanna. Íbúðalánasjóðir ríkisins ber á góma. Obama er sá demókrati sem fengið hefur næst mest framlög frá þessum sjóðum.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.