Leita í fréttum mbl.is

Hvað verður um miðbæinn?

Hættan á að miðbær Reykjavíkur veslist endanlega upp er nú ekki bara raunveruleg heldur yfirvofandi. Tónlistarhúsið, þessi minnisvarði um afglöp íslenskra stjórnmálamanna í meðferð almannafjár, verður ekki klárað í bráð. Áform um nýjar höfuðstöðvar Landsbankans verða aldrei að veruleika og gjaldþrot bankans þýðir að byggingar sem honum tilheyrðu munu standa tómar. Bygging listaháskóla við Laugaveg verður ekki reist. Seðlabankinn í núverandi mynd heyrir sögunni til. Borgin mun ekki veita fé í uppbyggingu gamalla húsa úr brunarústum eða endurreisn gamalla húsa við Laugaveginn. Þörf fyrir stöðumæla er horfin, það má leggja það apparat niður í heild sinni, enda eru þeir trúlega helsti þátturinn í því að fólk forðast miðbæinn og sækir í verslanamiðstöðvar þar sem stæði eru ókeypis og það ekki að ástæðulausu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þessi pistill ætti að gleðja Torfusamtökin.

Þú hefur rétt að mæla. Hér mun allt fara í stopp og hálfköruð hús og auðar lóðir munu einkenna miðbæinn. Ég bý í miðbænum og var nokkuð sátt við hann eins og hann var. Hef og hafði enga minnimáttakennd út af ósamræminu. Var líka sátt við að eitt og eitt hús væri látið víkja og fyllt væri í skörð með nýbyggingum.

Þessi spá á líka við um flugvöllinn. Nú munu burt-með-flugvöllinn raddirnar hljóðna og er það vel. Lifandi atvinnurekstur (þótt eflaust muni hann líka hökta) er hraustleikamerki. Vonandi fara menn að átta sig á því núna.

Ragnhildur Kolka, 12.10.2008 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 114001

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband