5.12.2008 | 11:31
Seinþreyttur til farsældar
Svavar Guðmundsson og Sigurgeir Orri í dulargervum sem Chelsea aðdáendur á Brúnni í leynilegri ferð til Bretlands á vegum ríkistjórnarinnar.
Svavar Guðmundsson vinur minn virðist hafa hrokkið undir óheillastjörnu þetta árið. Ég ætla ekki að rekja ófarir hans fyrir utan þær sem hann lenti í í gær. Hann lagði bifreið sinni við Garðastrætið, beint fyrir framan stöðumælatæki sem prentar út, gegn gjaldi, miða til að setja í framrúðuna. Setur pening í tækið en ekkert gerist. Þá kemur aðvífandi stöðumælavörður sem reynir að laga en án árangurs. Kemst að þeirri niðurstöðu að tækið sé bilað. Fer. Svavar staldrar við hjá mér í um 20 mínútur og þegar hann ætlar að fara er komin sekt á bílinn.
Þetta er dæmigert fyrir Svavar þessi misserin. Ég vona að nýja árið verði honum farsælla.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Hólmdís Hjartardóttir, 6.12.2008 kl. 00:38
Sæll vinur. Já stundum er sagt að ýmislegt andstreymi hrúgist upp allt á svipuðum tíma, þannig að gott er að árið er að verða búið. Andstreymið er lífsins besti skóli. Ég er ekki í nokkrum vafa um annað en að árið 2009 verði mér afar hagfellt í öllum skilningi og á öllum vígstöðvum. Það er gott að enda árið með uppskurði á eyra í lok þessarar viku, hugsanlega er þar komin skýringin á "farsæld" minni á árinu 2008, hvað ég heyri orðið illa.
kv. Svabbi
Svavar Guðmundsson, 8.12.2008 kl. 11:30
Já það er vel hugsanlegt að þú hafir misst eyrað fyrir hlutunum.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 8.12.2008 kl. 11:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.