Leita í fréttum mbl.is

Seinþreyttur til farsældar

Svabbi og Orri í Dulargervi sem Chelsea aðdáendur

Svavar Guðmundsson og Sigurgeir Orri í dulargervum sem Chelsea aðdáendur á Brúnni í leynilegri ferð til Bretlands á vegum ríkistjórnarinnar.

Svavar Guðmundsson vinur minn virðist hafa hrokkið undir óheillastjörnu þetta árið. Ég ætla ekki að rekja ófarir hans fyrir utan þær sem hann lenti í í gær. Hann lagði bifreið sinni við Garðastrætið, beint fyrir framan stöðumælatæki sem prentar út, gegn gjaldi, miða til að setja í framrúðuna. Setur pening í tækið en ekkert gerist. Þá kemur aðvífandi stöðumælavörður sem reynir að laga en án árangurs. Kemst að þeirri niðurstöðu að tækið sé bilað. Fer. Svavar staldrar við hjá mér í um 20 mínútur og þegar hann ætlar að fara er komin sekt á bílinn.

Þetta er dæmigert fyrir Svavar þessi misserin. Ég vona að nýja árið verði honum farsælla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 6.12.2008 kl. 00:38

2 Smámynd: Svavar Guðmundsson

Sæll vinur.  Já stundum er sagt að ýmislegt andstreymi hrúgist upp allt á svipuðum tíma, þannig að gott er að árið er að verða búið.  Andstreymið er lífsins besti skóli.  Ég er ekki í nokkrum vafa um annað en að árið 2009 verði mér afar hagfellt í öllum skilningi og á öllum vígstöðvum.  Það er gott að enda árið með uppskurði á eyra í lok þessarar viku, hugsanlega er þar komin skýringin á "farsæld" minni á árinu 2008, hvað ég heyri orðið illa.

kv. Svabbi

Svavar Guðmundsson, 8.12.2008 kl. 11:30

3 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Já það er vel hugsanlegt að þú hafir misst eyrað fyrir hlutunum.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 8.12.2008 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband