Leita í fréttum mbl.is

Þrettándabrenna

Jólin voru kvödd að þessu sinni á Valhúsahæð þar sem kveikt var í áramótabrennunni. Já áramótabrennunni vegna þess að ekki reyndist unnt að kveikja í henni á gamlárskvöld vegna veðurs. Valgeir Guðjónsson álfur og álfadrottning léku og sungu. Ég kann ennþá textann við Stóð ég úti í tunglsljósi næstum því utanbókar, enda mikil íslenskusnilld þar á ferð þótt þýðing sé. Hér er úrval mynda sem ég tók í hlýjunni frá álfabrennunni.

Börnin skemmtu sér vel

Gústa systir horfir á eldinnMargrét Hugrún og Edda Ágústa syngja samanBálið var tilkomumikið!Virkilega kátt á hjallaStemningin var engu lík


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Beturvitringur

hí hí hí mikill myndasmiður hér á ferð  Væru örugglega miki listaverk er á sýningu færu.

Annars man ég hvað ég fann alltaf til með huldum verum þegar auglýst var í byrjun árs að á þrettándanum yrði "Álfabrenna" uusssjj, fannst þetta viðbjóðslega ómannúðlegt gagnvart þessum verum þótt ósýnilegar væru.

Beturvitringur, 16.1.2008 kl. 21:32

2 identicon

Þessar myndaseríur eru brilliant.

Stundum sér maður heilu albúmin með einmitt svona myndum.

Una Sighvatsdóttir (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 22:08

3 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Hvað meinarðu? Þetta er úrval af þeim myndum sem ég tók. Ég ætti kannski að sýna þér þær sem hlutu ekki náð fyrir mínum listrænu augum. Þeir hjá Hans Petersen sem framkölluðu filmuna og stækkuðu myndirnar í rammana sögðu að ég ætti framtíðina fyrir mér.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 18.1.2008 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband