Leita í fréttum mbl.is

Sjálfráða lús

Ég veit ekki um neina lús sem hefur verið svipt forræði og er heldur ekki með á hreinu hvenær lýs verða sjálfráða. Þær lifa víst aðeins í fjórar vikur þannig að gera má ráð fyrir, ef miðað er við okkur mannfólkið, að þær verði sjálfráða þriggja til fjögurra daga gamlar. Eftir það eru þær á eigin vegum, en ekki foreldranna. Það er því rangt sem kemur fram í fréttinni (sjá mynd) að lúsin sé á ábyrgð foreldranna. Ef lýs væru alltaf ósjálfráða stefndi fljótt í óefni vegna þess að á aðeins örfáum vikum verða engir foreldrar á lífi til að bera ábyrgðina. Heppilegast tel ég að lúsin flytji að heiman um vikugömul. Ef lús býr lengur en viku í foreldrahúsum er hætta á að hún verði lúser.

Ljóta lúsin litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

svo var einu sinni hljómsveit sem söng 'törn mí lús'

say no more!

Brjánn Guðjónsson, 14.1.2008 kl. 10:41

2 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

he he he

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 14.1.2008 kl. 17:18

3 Smámynd: Beturvitringur

Minn maður! Svona texta elska ég. Það fyrsta sem mig rámar í af þessu tagi er hin margrómaða fyrirsögn: "Skreið til Nígeríu".

Beturvitringur, 14.1.2008 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 114020

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband