22.6.2007 | 06:38
Yfir regnbogann
Þátturinn sem eftirfarandi bútur er úr heitir Britain's got talent og er sýndur á ITV sjónvarpsstöðinni sem allir Íslendingar hafa aðgang að svo fremi þeir séu með móttökudisk (kostar um 20 þús. - einu sinni). Um daginn setti ég frammistöðu Paul á bloggið. Mig langar að birta annan flutning úr þessum sama þætti með ungri stúlku sem söng lagið úr Galdrakarlinum í Oz, Over the rainbow. Ef þetta væri sjónvarpsstöð myndi ég kynna lagið svona: Hér er óskalag fyrir Jóhönnu.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Yndislegt. Ég fékk gæsahúð og það var MJÖG stutt í tár
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.6.2007 kl. 01:56
Það er lygilegt að sex ára gamalt barn geti sungið svona vel.
Berglind Steinsdóttir, 23.6.2007 kl. 11:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.