Færsluflokkur: Dægurmál
9.9.2009 | 04:44
Hvalir veiddir – aldrei fleiri ferðamenn
Sú röksemd að ferðamenn komi ekki til Íslands vegna hvalveiða er nú blessunarlega endurfædd í Kristi. Ágúst var metmánuður í ferðaþjónustu. Ferðamönnum er ekki sama um hvalveiðar. Eins og þeim er ekki sama um kjúklingaframleiðslu eða þorskveiðar, eða bara matvælaframleiðslu yfirleitt. Moby Dick on a stick gjörið svo vel.
Sú röksemd að álver og virkjanir fæli ferðamenn frá landinu er líka endurfædd í Kristi, frelsara vorum og leiðtoga.
Þetta er mikill léttir fyrir okkur umhverfisverndarsinnana. Nú getum við einbeitt okkur að öðrum málum. Eins og til dæmis endurheimt undirlendis Fossvogs, verndun Kópavogsháls, hlíða Esju fyrir átroðningi manna og hálendisins fyrir átroðningi göngufólks. Hugsið ykkur allan mosann sem treðst undir gönguskóna og er hundruð ára að jafna sig.
Ég græt af meðaumkvun.
Orð dagsins: Úkúlele
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.9.2009 | 08:42
Samviskulausir skíthælar
Þetta staðfestir að ráðamenn í Bretlandi eru lítið annað en samviskulausir skíthælar. Þetta eru litlir menn, og minnka með hverri óhæfunni sem þeir fremja. Með réttu ættu bandarísk stjórnvöld að setja Breta á lista yfir hryðjuverkasamtök og þeirra hyski. Það var jú mest bandarískt fólk sem fórst í hryðjuverkinu.
Ef ég væri í ríkisstjórn Íslands myndi ég senda út fordæmingu á gjörðum breskra yfirvalda, setja þá á lista yfir hryðjuverkasamtök og hvetja aðrar þjóðir til að gera það sama. Lítil von er þó til þess að litlu mennirnir í ríkisstjórn Íslands geri það, því þeir eru meðlimir í Verkamannaflokknum breska og greiða meira að segja félagsgjöldin.
Mestu furðu sætir hve lengi þessir menn hanga á völdunum í Bretlandi, þeir eru búnir að vera og það fyrir löngu.
Viðskiptahagsmunir höfðu áhrif | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.9.2009 | 08:47
Krafa um að ábyrgjast innistæður
Af hverju eru Bretar og Hollendingar svona ákafir um að íslenska ríkið ábyrgist innistæður í íslenskum banka í útlöndum? Getur verið að þeir séu að fara fram á að allir sitji við sama borð? Íslenska ríkið gekk í ábyrgðir fyrir innistæðueigendur íslenskra banka á Íslandi, en ekki í útlöndum. Það er raunverulega mjög ósanngjarnt.
Þetta rifjaðist upp fyrir mér þegar ég hugleiddi Icesave-málið. Kröfur útlendinganna eru í því ljósi sanngjarnar. Ríkið hjálpar fjármagnseigendum á Íslandi, en ekki í útlöndum. Við eigum að heita þátttakendur í evrópsku samstarfi þar sem allir sitja við sama borð.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2009 | 15:10
Mann hann geymir
Forsetinn staðfestir Icesave-lög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.9.2009 | 08:45
Fróðlegt verður
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.8.2009 | 20:17
Við erum lús
Í alþjóðlegu samhengi er Ísland lús. Lítil, vart sýnileg. Það er ekki slæmt. Það er í fínu lagi. En það er slæmt ef lúsin heldur að hún sé fíll. Þá fyrst er hætta á ferðum. Lús sem heldur að hún sé fíll hagar sér ekki eins og lús, heldur fíll. Það veldur henni stórkostlegri hættu. Ísland taldi sig til skamms tíma vera fíl og svo var bara stigið á það. Æjæ.
Suma hryllir kannski við og aðrir hlæja kannski að þeirri fullyrðingu að Ísland sé lús. En það er ekkert slæmt að vera lús! Ekkert slæmt. Lúsin notfærir sér smæð sína, sér til framdráttar. Það á Ísland að gera. Ísland á að finna styrkinn sem felst í að vera smár og nýta sér það. Ekki haga sér eins og fíll (eða fífl). Þá vakna bara aumingjar úti í Bretlandi upp úr dróma sínum og misbeita valdi sínu.
Það fyrsta sem mér dettur í hug sem gæti verið styrkur smæðarinnar er að notast við gjaldmiðil stærri þjóða í stað þess að notast við eigin gjaldmiðil.
Loftleiðir með Alfreð Elíasson í fararbroddi áttaði sig á styrk smæðarinnar. Alfreð gerði sér grein fyrir að fyrirtæki hans var smátt og frá fátæku landi, án ríkisábyrgðar, ólíkt evrópsku ríkisflugfélögunum vel flestum. Í umhverfinu sem þá var í alþjóðaflugi nýttu Loftleiðir sér smæð sína sér til framdráttar og buðu lægri fargjöld á þeirri forsendu að þeir væru með eldri og hæggengari flugvélar.
Þeir sem telja sig vera þotu (þotulið) verða hálffúlir þegar þeim er bent á að þeir eru bara skrúfuvél, þótt það sé raunveruleikinn. Þeir sem á hinn bóginn viðurkenna það fyrir sjálfum sér að þeir séu bara skrúfuvél (lús), en ekki þota (fíll) eru miklu betur í stakk búnir að standa sig í samkeppninni. Þá er amk. ein grundvallarspurning frá (hver er ég?). Ef sú spurning er á hreinu og svarið líka er ekki vaðið í villu. Þá má einbeita sér að því að komast af í samkeppni þjóðanna, nýta smæð sína og snúa í styrk.
Hvaða fleiri að því er virðist veikleika, getur Ísland snúið upp í styrk?
Talandi um lúsina. Hún nýtir sér smæðina til að komast inn undir hjá sér stærri og voldugri dýrum, ekki síst flatlúsin, og sækir sér þaðan mat og húsaskjól.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.8.2009 | 07:42
Á eigin ábyrgð
Glæsileg niðurstaða þetta hjá argentínska réttinum. En sorglegt að það þurfi sérstakan dóm til að benda á það sem augljóst er: Að fullorðið fólk sé frjálst til að taka ákvarðanir um eigið líf án afskipta ríkisins. Þið sem teljið ykkur sjálf þess umkomin að segja mér hvað sé mér fyrir bestu, leggið við eyrun. Ykkur kemur það nefnilega ekki við. Ef þið viljið bæta heiminn, byrjið þá á sjálfum ykkur. Þið vitið full vel hvað bjátar á í ykkar lífi. Nú er bara að herða upp hugann, horfast í augu við vandann og hætta að umbreyta afneituninni í afskiptasemi og frekju gagnvart öðrum. Allra síst nota afsökunina um velferð barna sé í húfi. Ef það er tilfellið, lesið þá aftur fréttina. Um er að ræða fullorðið fólk.
Hæstiréttur Argentínu úrskurðar í maríjúanamáli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.8.2009 | 07:28
Nú ráðum við
Þótt það kosti þjóðina geysilegar upphæðir og aðrar fórnir sem ekki verða metnar til fjár, eru þeir sem nú stjórna þess sinnis að fyrst þeir séu nú komnir með völdin þá einfaldlega ráði þeir. Þeir vilja ekki sóa of miklum tíma í að hlusta á athugasemdir, til dæmis um Icesave. Við ráðum nú, þegi þú.
Þetta er að vísu ekki einskorðað við þá sem nú stjórna, heldur alla sem stjórna. Nema í þetta skiptið er valdakeflið eins og heit kartafla. Þrátt fyrir það leita þeir ekki ótilneyddir leiða til að ná breiðari samstöðu og minnka bilið milli þings og þjóðar, eða stjórnarandstöðu og stjórnar. Eru eins og fífl sem dansar á barmi hengiflugsins ómeðvitaður um hættuna.
Það er ekki lýðræðisástin sem rekur þetta fólk til að ná samningum við stjórnarandstæðinga, heldur nauður. Að öðrum kosti kæmu þeir málinu ekki í gegnum þingið. Gott er að hafa þetta í huga þegar fulltrúar fólksins, lýðræðissinnarnir og hvað þær heita nú allar fjaðrirnar sem þeir skreyta sig með, bjóða sig næst fram til kjörs.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 07:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.8.2009 | 08:06
Völd til sölu
Steingrímur J. Sigfússon hefur ákveðið að kaupa völdin og greiða fyrir þau með upphæðinni sem endurgreiðslu Icesave nemur. Þetta blasti við af ummælum hans í gærkvöldi er hann var spurður um efasemdir Lee C. Buchheit lagasérfræðings. Engu virðist skipta hvaða efasemdir og athugasemdir koma fram, þær eru allar of seint fram komnar. Svo virðist sem Alþingi eigi bara að rétta upp hönd, það sé búið að semja. Alþingi er í huga Steingríms eins og hver önnur afgreiðslustofnun, svona eins og Þjóðskrá sem prentar út vottorð og stimplar þau og áritar.
Þetta er ömurlegur veruleiki stjórnmálanna. Völdin fyrst, svo þjóðarheill. Í jafn mikilvægu máli er með hreinum ólíkindum hvernig þessi maður hagar sér.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.7.2009 | 17:57
Ef Ísland gengur í ESB
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.