Færsluflokkur: Dægurmál
14.11.2009 | 18:19
Stjórnmála-Aznar og fjölskyldu-Aznar
Mér er sönn ánægja af að tilkynna að ég er að rita ævisögu Jose Maria Aznar og mun hún koma fyrst út á Íslandi af öllum löndum heims og verður 3980 blaðsíður í stóru broti.
Titill bókarinnar verður að öllum líkindum: Stjórnmála-Aznar og fjölskyldu-Aznar. Með því legg ég áherslu á tvær helstu hliðar þessa stórbrotna manns.
Hef verið að velta fyrir mér fleiri titlum eins og Þetta er Aznar Guðjón, en ég hef átt í vandræðum með að tengja Aznar og Guðjón Þórðarson saman þar sem þeir þekkjast ekki og hafa aldrei hizt.
Um tíma bræddi ég með mér að kalla bókina Aznarskapur eða Aznarskaft en fannst þeir titlar ekki nógu grípandi.
Titlar sem komu til greina á tímabili voru: Þetta er Aznar asnar. Halló Aznar. Aznar í náttúru Spánar og Aznar og aðrir stjórnmálamenn.
Vill Aznar sem forseta ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.11.2009 | 22:38
Tengt Icesave?
Tafir á afhendingu bóluefnis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.11.2009 | 20:16
Misheppnuð ferð á McDonalds
Eins og rithöfundurinn í kvikmyndinni Misery hafði fyrir vana að kveikja á kerti og fá sér rauðvínsglas þegar hann hafði lokið við skáldsögu, er það komið í vana hjá mér að fara á hamborgarastað eftir vinnustofuna á þriðjudögum. Ég missi af kvöldverðinum þann dag og veiti mér því þann munað síðar um kvöldið. En vaninn minn fór í vaskinn á þriðjudaginn var. Ástrósu langaði að fara í bíó og ég skutlaði henni í bíóið á leiðinni í vinnustofuna. Á heimleiðinni sótti ég hana í bíóið og hugðist svo fara á hamborgarastaðinn. Þetta auka umstang tók um hálftíma. Það var nóg. Þegar við komum á McDonalds var búið að loka, var greinilega lokað klukkan tíu (klukkan var nokkrar mínútur gengin í ellefu). Ég vissi um annan stað í nágrenninu og bjóst kannski við að hann væri opinn (sumir eru opnir allan sólarhringinn), en hann var lokaður líka. Nær dauða en lífi úr hungri ruddist ég inn í pizzubúllu og keypti mér eina pepperóní sneið sem ég tróð í mig í einum bita.
Um svipað leyti og ég á í þessum vandræðum les ég svo að það eigi að loka McDonalds á Íslandi (hvílík tilviljun!) og breyta staðnum í Brúnó, eða hvað þetta á að heita. Þótt ég fái mér BigMac einu sinni í viku er ég enginn sérstakur aðdáandi staðarins, þetta eru jú bara hamborgarar og það eru takmörk fyrir því hve nánum tilfinningaböndum hægt er að tengjast þeim. Samt þykir mér lokunin á Íslandi frekar dapurleg - séu forsendurnar sem sagðar eru, réttar. Það er hálf hallærislegt að það sé varla hægt að reka erlenda hamborgarakeðju á Íslandi. Þegar krónan var hvað sterkust var McDonalds hamborgarinn sá dýrasti í heimi samkvæmt hinni frægu vísitölu (og þar með krónan of hátt verðlögð). Þegar gengið hrynur og fer nær því sem eðlilegt er miðað við vísitöluna er ekki lengur grundvöllur fyrir rekstrinum. Hm...
Fréttin um lokun McDonalds á Íslandi hefur vakið talsverða athygli úti í hinum stóra heimi því það þykir mörgum skringilegt að þetta sé að gerast. Héldu eflaust að þetta væri bara sjálfsagður hlutur. Þetta er jú bara hamborgarastaður. Þægilegur valkostur fyrir þá sem vilja ekki hafa of mikið fyrir matnum, vita að hverju þeir ganga og ekki borga of mikið (ég er þar á meðal).
Ég tel að þessi lokun sé ekki síst vegna krónunnar okkar sem svo margir elska. Krónan viðheldur sjálfsblekkingu, ýmist um fátækt eða ríkidæmi og kostar miklar fjárhæðir í skriffinsku og umstangi á nánast öllum sviðum efnahagslífsins. Hún ruglar fólk í ríminu um raunveruleg verðmæti vöru og þjónustu og er fórnarlamb óheiðarlegra manna með nokkur fjárráð, enda minnsti gjaldmiðill í heimi. Hún gefur ráðamönnum peningamála á Íslandi þá tálsýn að þeir séu mikilvægir menn í hagstjórnarleik þegar það blasir við að hagkerfið sveiflast sem lauf eftir alþjóðlegum efnahagsvindum og þeir eru raunverulega heimóttarleg viðundur sem ekkert geta né kunna í þessum efnum. Ég veit það núna og þeir líka, en það kostaði eitt stykki hrun.
Þótt það kosti fórnir, held ég að atvinnuleysi sé skömminni skárra en þessi krónu-blekkingarleikur. Menn fara þá að hugsa upp nýjar leiðir í verðmætasköpun í stað þess að hökta eins og aumingjar á launum í gjaldmiðli sem er ekki pappírsins virði. Í sögu landsins hefur þessi skipan mála aðeins verið við lýði í stuttan tíma. Þetta er tilraun sem mistókst. Því fyrr sem við horfumst í augu við þá staðreynd, því betra.
Fyrst ég er farinn að tala um McDonalds verð ég að víkja að þeirri þórðargleði sem virðist hafa gagntekið suma yfir því að staðurinn er að hætta á Íslandi. Er hægt að vera öllu plebbalegri? Lítilla sanda, stranda, sæva og snæva? Hvaða máli skiptir það þótt amerísk keðja selji mat á íslandi? Af ofsafengnum viðbrögðum fólks, nánast óðri gleði yfir endalokum keðjunnar, má greina ákveðna sýki. Og það er ánægjulegt að þetta skyldi koma upp, því þá kemur þetta fólk út tréverkinu og afhjúpar sig. Sýkin er því svæsnari sem lengri munur er á milli ímyndarinnar af Íslandi og raunveruleikans. McDonalds er eins og fleinn í holdi ímyndarinnar um hreint og ómengað ísland. Minnisvarði um óæskileg amerísk áhrif. Á þessu svekkir einhver sig haldandi á PepsiMax dós og Tommaborgaranum í Levi's gallabuxunum sínum, horfandi á Elvis á Youtube milli þess sem hann uppfærir Facebook statusinn.
Drauma-Ísland er hin nýja trú. Mótsagnarkennd og órökrétt, en samt furðu útbreidd. Og ákafastir virðast þeir vera sem telja sig trúlausa.
Jæja, ég ætla ekki að æsa mig yfir þessu frekar og hugga mig við að enn um sinn get ég etið minn hamborgara á McDonalds á þriðjudagskvöldum hér í Kaliforníunni.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2009 | 15:31
Ísland fordæmir kjúklingaslátrun
Allt Ísland, þar á meðal Grímsey, fordæmir kjúklingaslátrun í öllum löndum heimsins nema á Íslandi. Ísland er afar vonsvikið yfir þessari grimmúðlegu meðferð sem kjúklingarnir fá. Ísland telur sig vera í fullum rétti til að skipta sér af matvælaframleiðslu annarra landa og hvernig þær nýta auðlindir sínar. Kjúklingar eru Íslendingum hjartnæmir, á landinu er sérstakt landnámshænukyn sem dýrkað er og dáð fyrir tign, gáfur og fegurð.
Hvað stjórnmálamenn aðhafast er algjörlega á skjön við það sem almenningur í viðkomandi löndum gerir. Það sýndi sig í sumar þegar hvalveiðar voru auknar að ferðamenn streymdu til Íslands sem aldrei fyrr, metár! Þessi þrýstingur frá 26 löndum eru bara stjórnmálamenn að skipta sér af því sem þeim kemur ekki við. Ég endurtek: Stjórnmálamenn að skipta sér af því sem þeim kemur ekki við.
Það er engin ástæða fyrir litlu kjúklingahjörtun í stjórnsýslu Íslands að slá hraðar yfir þessu. Réttast er að senda þeim kurteislegt bréf þar sem fram koma áhyggjur af aðbúnaði kjúklinga í sláturhúsum.
Sameinast um að fordæma hvalveiðar Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.10.2009 | 08:17
Ný leið: Kolaútflutningur
Bíll brann til kaldra kola | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2009 | 08:08
Keisarans hallir skína
Veit Steingrímur ekki að það er hægt að taka upp síma og hringja einfaldlega í vinina í Noregi og fá svarið strax? Nei, þetta er allt á huldu, þoku, mistri, vafa, óvissu, biðstöðu, misskilningur, rangtúlkun, óskhyggja. Eins og ég hafði mikla trú á þeim til að byrja með. Hélt án gríns að þarna væru komin Súperwoman og Súperman til að bjarga okkur úr kreppunni. Svo kemur á daginn að þau geta þetta ekki. Of mikið Kryptonite ef til vill? Stýrivextirnir lækka ekkert (ólíkt öðrum þjóðum), skattarnir eru hækkaðir (ólíkt öðrum þjóðum) og skorið er niður en hvergi meira en hjá Kvikmyndamiðstöð. En Kvikmyndamiðstöð er hugsanlega leiðin fyrir þjóðina til að skilja hvað fór úrskeiðis! Heimildarmyndir sem varpa ljósi á málið gerðar með styrk frá ríkinu. Ljósi varpað á Icesave samingnasnilldina með styrk frá ríkinu.
Ég vil ekki vera neikvæður asni sem gagnrýnir Steingrím fyrir svik við kjósendur sína og Jóhönnu fyrir að sitja aðgerðarlaus heima í örvæntingu yfir lélegri enskukunnáttu.
Hér er tillaga að lausn:
1. Hringja til Kína og biðja þá um lán. Þeir eiga engra hagsmuna að gæta hjá IMF eða Evrópusambandinu.
2. Hringja til Japan og biðja um lán.
3. Hringja til Ástralíu og biðja um lán.
Þótt ekki væru nema 2% vextir á þeim lánum, væri það betra en fjárfestar eru að fá fyrir sinn snúð nú um stundir. Leyfa þeim að taka veð í auðlindunum. Það ætti að liðka fyrir.
Bólar ekkert á norsku láni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.10.2009 | 15:50
Kjarki barið í brjóst þjóðarinnar
Verður hlegið að þessu að ári? Að sóknarskeið sé raunhæfur möguleiki 2010? Miðað við það sem undan er gengið, verklausu ríkisstjórnina sem nú situr og forsetinn átti þátt í að setja á vetur, verður að telja ólíklegt að það gerist.
Það er engu að síður skemmtilegt að horfa á leikþættina sem forsetinn setur á svið. Nú er þemað: Hughreysta þjóðina. Ekki veitir af. Sama hversu súrrealískt það er.
En leikþátturinn er fluttur fyrir daufum eyrum. Ástæðan er sú að leikarinn virkar ekki sannfærandi af einhverjum ástæðum. Hann minnir á vongóðan þátttakanda í Stjörnuleit sem trúir því einlægt að hann sé næsta poppstjarna himingeimsins, en er því miður einn um það.
Hugsanlegt er að almenningur telji að hann hafi spilað rassinn úr buxunum og hafi því takmarkaðan áhuga á að hlusta á hvað hann hefur að segja.Sóknarskeið á næsta ári raunhæfur möguleiki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.9.2009 | 19:27
Fljótandi?
Það þarf að upplýsa greiningardeild Deutche Bank að krónan er ekki fljótandi frekar en Bismark. Eða til hvers halda menn eiginlega að gjaldeyrishöftin hafi verið sett?
Ísland betur statt en Írland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.9.2009 | 05:39
Vilja vana kynferðisafbrotamenn
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 05:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.9.2009 | 17:35
Viskíflaska að veði
Þorsteinn stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.