Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
2.2.2022 | 16:51
Varasamur misskilningur
Og það sem er ef til vill er hlægilegast af þessu öllu saman er að 41% kjósenda Demókrataflokksins í Bandaríkjunum töldu fyrir ekki svo löngu (samkvæmt skoðanakönnun Gallup) að 50% líkur væru á því að þeir sem fengju Covid-pestina þyrftu að leggjast inn á spítala. Önnur 28% töldu að líkurnar væru á bilinu 20% til 49%. Tekið saman voru um 70% kjósenda Demókrataflokksins gjörsamlega úti að aka í þessum efnum. Raunverulegar líkur voru á bilinu 1% til 5%. Þetta er kostulegt vegna þess að vinstrimenn telja sig yfirleitt vera hina upplýstu. Þeir mótmæla kröftuglega efasemdum hægrimanna um sóttvarnaraðgerðir, bóluefni, virkni grímna, frelsiskröfum og svo framvegis (og gera stólpagrín í sínum bergmálshellum). Eitthvað er greinilega bogið við þá fréttamiðla sem miðla staðreyndum um kínversku pestina til vinstrimanna. Það sem hins vegar er fjarri því að vera hlægilegt við þennan útbreidda hópmisskilning er að þegar svona stór hjörð er úttroðnari af misskilningi heldur en kalkúnn á þakkargjörð er jarðvegur fyrir ofbeldi frjór.
1.2.2022 | 17:07
Úti að aka á Sundabraut
Bílar spúa brotabroti af gróðurhúsalofttegundum á Íslandi (uppþurrkaðar, eða framræstar, mýrar eiga mestan þátt). Í framtíðinni verður flotinn rafmagnsknúinn að mestu. Hvernig er hægt að draga þá ályktun að Sundabraut muni auka útblástur? Það er ekki hægt. Þetta er það sem gerist þegar flón eru við stjórn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.2.2022 kl. 16:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2022 | 19:37
Vinstri vængur friðardúfunnar
Rasmussen-fyrirtækið innti bandaríska kjósendur álits á bólusetningum nýlega. Niðurstöðurnar voru sláandi svo vægt sé til orða tekið. Gríðarlegur munur reyndist vera á kjósendum flokkanna.
58% Demókrata vildu sekta þá sem afþakka bóluefni (19% Repúblikana, 25% óháðra).
59% Demókrata vildu að þeir sem afþakka bóluefni verði látnir sæta stofufangelsi (21% Repúblikana, 29% óháðra).
48% Demókrata vildu að þeir sem afþakka bóluefni verði fangelsaðir eða sektaðir ef þeir efast um ágæti bóluefna á samfélagsmiðlum, í vefmiðlum, í sjónvarpi eða útvarpi (14% Repúblikana, 18% óháðra).
45% Demókrata vildu að þeir sem afþakka bóluefni verði settir í fangabúðir tímabundið (22% Repúblikana, 36% óháðra).
Vinstrimenn telja sig handhafa umburðarlyndis, manngæsku og friðarástar. Þessi skoðanakönnun tekur af allan vafa um að svo er EKKI.
Ekki veit ég hvort sambærileg skoðanakönnun hefur verið gerð á Íslandi, en það kæmi mér ekki á óvart ef niðurstöður hennar rímdu við þá bandarísku.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.1.2022 kl. 17:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.1.2022 | 00:03
Málfrelsið
Ekki gleyma að málfrelsi grundvallast á þeim rétti þínum að hafa rangt fyrir þér, eins og til dæmis að mRNA bóluefni komi í veg fyrir smit, að yfirleitt sé hægt að kalla mRNA efnin bóluefni, að veiran hafi stokkið fullsköpuð frá dýri upp í nefið á einhverjum grandalausum Kínverja og að rétt sé að skipta þjóðinni í tvo hópa, þá hreinu og þá skítugu. Ég stend 100% með öllum þeim sem hafa rangt fyrir sér um allt milli himins og jarðar. Því án þeirra erum við ekki samfélag heldur skítapleis. Amen.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.12.2021 | 00:46
Veirulaust Ísland 2021
Nú erum við komin á lokametrana í markmiðinu okkar um veirulaust Ísland 2021! Þetta hefur gengið svo ljómandi vel! Þetta raunhæfa og ódýra markmið sem stefnt hefur verið að allt frá í vor er gjörsamlega að takast! Það er skemmtileg tilviljun að bolalínan heitir einmitt Raunhæf markmið. Fyrir aðeins 99 þúsund og 500 krónur geturðu eignast þennan bol óáritaðan af Tóta og Kára. Einn af hverjum hundrað þúsund heppnum kaupendum fá bol með markmiðinu Fíkniefnalaust Ísland 2000 á bakinu! Algjör kostakaup sem styðja Ísland og íslenska embættismenn og almúgamenn í að setja sér raunhæf markmið! GLEÐILEGT VEIRULAUST ÍSLAND 2021!
15.12.2021 | 17:46
Öllum nema akandi vegfarendum
Þeir sem þurftu að sinna erindum í miðbænum lögðu gjarnan farartækjum sínum við Tollhúsið, annað hvort þar sem torgið á myndinni er núna eða á bílastæðinu austan við það. Þessi bílastæði er nú horfin rétt eins og Pósturinn og bráðum Vínbúðin.
Skyldi vera orsakasamhengi þarna á milli? Ekki ef eitthvað er að marka stefnu borgarstjórnar. En blasir það ekki við öllum? Blasir ekki við öllum að andúð Dags og meðreiðarsveina hans á helsta almenningssamgöngutæki landsmana stórskaðar mannlíf og viðskipti í miðbænum?
Hvers virði eru mannlaus torg? Það er líklega táknrænt að ein manneskja er á vappi á ljósmyndinni.
Það er bara ein fær leið til að snúa af þessari heimskulegu braut og hún er að kjósa EKKI flokkana sem nú tryggja Degi og klíku hans meirihlutavald í Reykjavík.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2021 | 17:58
Kryptonæt ranghugmyndanna 2
Eins og við var að búast er Vínbúðin á leiðinni út á Granda þar sem aðgengi er gott og næg bílastæði. Hún flytur úr miðbænum þar sem aðgengi er torveldað og bílastæðum fækkað. Þetta er raunveruleikinn sem gerir ranghugmyndum borgarstjórnar svo erfitt fyrir. Mesta furða er að þau skuli ekki átta sig á þessum bláköldu, ísköldu, staðreyndum um lífið á Íslandi. Eina leiðin til að koma þeim í skilning um á hve miklum villigötum þau eru er að kjósa EKKI neinn þeirra flokka sem halda Degi og klíku hans við völd í ráhúsinu.
Vitaskuld er skynsamlegasti leikurinn í stöðunni að gera sölu á áfengi frjálsa. Það myndi gera kaupmanninum á horninu auðveldara með að halda rekstrinum á floti. En eins og við er að búast dettur engum í ráðhúsinu í hug að það gæti mögulega verið lausn.
27.10.2021 | 16:46
Kryptonæt ranghugmyndanna
Ranghugmyndir hljóma iðulega mjög vel, annars væru þær trúlega ekki ranghugmyndir.
Ósjaldan eru ranghugmyndir fögur framtíðarsýn. Í gamla daga snerist ein þeirra um sæluríki verkalýðsins. Ranghugmyndir samtímans eru af öðrum toga en samt af sama ættboga. Ranghugmyndir sannfæra kjósendur oft og tíðum um að kjósa þá sem hvað mest lifa sig inn í þær.
En eins og kryptonæt var veikleiki Súpermanns þá standast ranghugmyndir ekki kryptonætið sem raunveruleikinn er.
Ein ranghugmynd sem hefur verið vinsæl meðal stjórnmálamanna undanfarin ár er að affarasælast sé að fækka sem mest, jafnvel útrýma alveg, bílastæðum í miðborginni; gera vegfarendum á fólksbílum sem erfiðast að komast leiðar sinnar í og við miðborgina allt vitaskuld með velferð akandi vegfararenda í huga.
Þeir sjá fyrir sér hamingjusama vegfarendur á tveimur jafnfljótum í göngugötum lausa við ónæðið sem mengandi og ómengandi fólksbílar valda. Þessi hugmynd hljómar einstaklega vel og lítur ekki síður vel út á teikningum og tölvugerðum góðviðrismyndum frá arkitektastofum.
En þá kemur bölvaður leiðinda raunveruleikinn og skemmir allt.
Fyrst flutti pósturinn burt eftir 100 ár og nú er ríkiseinokunarverslunin með áfengi á förum úr miðbænum. Ástæðan er sú sama í báðum tilvikum. Ekki næg bílastæði og erfið aðkoma.
Það skiptir máli hverjir stjórna. Ef þér er annt um miðbæinn, þá skaltu ekki kjósa flokkana sem nú stjórna borginni í næstu kosningum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2021 | 16:20
Flón til forystu
Ekki aðeins er stefna borgarstjórnar í húsnæðismálum glæpsamlega vitlaus fyrir borgina sjálfa heldur er hún stórhættuleg fyrir landið allt. Þessi flón eru að setja landið á hliðina í efnahagsmálum vegna andúðar á ... Jú, fólksbílum og úthverfum! Varla finnst betra dæmi um það hvaða flokka á EKKI kjósa til forystu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2021 | 16:56
Allt að gerast í Reykjavík
Enginn vafi leikur á að stefna borgarstjórnar í húsnæðismálum er glæpsamlega vitlaus.
Vitlaus: Í hlægilegri andúð á bílum og úthverfum neitar borgarstjórn að skipuleggja einbýlishúsahverfi. Einbýli er eftirsóttasta búsetuformið hjá þeim sem greiða mest útsvar. Ef ekkert er framboðið í Reykjavík fara þeir einfaldlega annað.
Glæpsamleg: Borgin hefur ekki efni á að missa skatttekjur. Hún er nú þegar rekin með stórkostlegu tapi. Stjórnendur borgarinnar átta sig ekki á að þeir geta ekki komið í veg fyrir vilja markaðarins.
Með stefnu sinni um að byggja blokkir á hverjum einasta græna bletti í þéttbýlinu minna þeir á mann sem reynir að flytja sand í bastkörfu.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.