21.1.2022 | 19:37
Vinstri vængur friðardúfunnar
Rasmussen-fyrirtækið innti bandaríska kjósendur álits á bólusetningum nýlega. Niðurstöðurnar voru sláandi svo vægt sé til orða tekið. Gríðarlegur munur reyndist vera á kjósendum flokkanna.
58% Demókrata vildu sekta þá sem afþakka bóluefni (19% Repúblikana, 25% óháðra).
59% Demókrata vildu að þeir sem afþakka bóluefni verði látnir sæta stofufangelsi (21% Repúblikana, 29% óháðra).
48% Demókrata vildu að þeir sem afþakka bóluefni verði fangelsaðir eða sektaðir ef þeir efast um ágæti bóluefna á samfélagsmiðlum, í vefmiðlum, í sjónvarpi eða útvarpi (14% Repúblikana, 18% óháðra).
45% Demókrata vildu að þeir sem afþakka bóluefni verði settir í fangabúðir tímabundið (22% Repúblikana, 36% óháðra).
Vinstrimenn telja sig handhafa umburðarlyndis, manngæsku og friðarástar. Þessi skoðanakönnun tekur af allan vafa um að svo er EKKI.
Ekki veit ég hvort sambærileg skoðanakönnun hefur verið gerð á Íslandi, en það kæmi mér ekki á óvart ef niðurstöður hennar rímdu við þá bandarísku.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.1.2022 kl. 17:22 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Fólk
- Bragi Páll með Bjarna Ben á bossanum
- Myndband: Bjarkey dansaði með norskri samfélagsmiðlastjörnu
- Lizzo ákvað að taka heilsuna föstum tökum
- Dave Grohl tilkynnir dóttur utan hjónabands
- Ný raunveruleikasería skekur Bandaríkin
- Beyoncé ekki tilnefnd til kántríverðlaunanna
- Ég fer aldrei niður í bæ, nema það sé dagur
- Nýja kærastan sögð yngri en börnin
- Andrés þarf að greiða fyrir viðhald og öryggisgæslu
- Frestar tónleikum vegna heilsu sinnar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Sæll Sigurgeir Orri.
Þetta eru merkilegar fréttir, eins og þú segir hafa Demókratar talað fjálglega um umburðarlyndi, manngæsku og friðarást og ég veit ekki hvað og hvað. En þegar á reynir eru þeir sjálfir víðsfjarri því að sína það í verki.
Tómas Ibsen Halldórsson, 21.1.2022 kl. 23:20
Alveg rétt, og við sjáum að í hvert sinn sem forseti landsins er Repúblikani er hann talinn ólæs og óskrifandi kjáni í fjölmiðlum í Evrópu. Vinstrimenn telja sig snjallari og betur með á nótunum um málefni líðandi stundar. Það virðist á misskilningi byggt.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 2.2.2022 kl. 16:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.