22.5.2023 | 18:56
Sannleikurinn afhjúpast fyrr en síðar
Durham-skýrslan afhjúpar víðtæka spillingu á æðstu stöðum í stjórnkerfi Bandaríkjanna. Obama og aðrir æðstu valdamenn vissu strax sumarið 2016 að ekkert var hæft í ásökunum um samkrull Trumps og Pútíns. Engu að síður létu þau þetta viðgangast (njósnuðu m.a. um framboð hans) með það fyrir augum að skaða og hindra sigur Trumps 2016 og eftir að frúin tapaði skaða sem mest forsetatíð hans og koma í veg fyrir endurkjör. Eitt er að stunda pólitískt leðjukast, annað er að beita stofnunum alríkisins fyrir sig í því skítkasti. Þetta er stóralvarlegur glæpur. Ástæðan fyrir því að enginn sætir ábyrgð eða er í fangelsi er sú að þetta sama fólk er við völd í þessum stofnunum. Það má hann eiga hann Trump að hann afhjúpaði þetta andstyggilega lið. Meðan þetta ástand varir geta Bandaríkin ekki sett sig á háan lýðræðishest gagnvart öðrum þjóðum.
20.5.2023 | 21:51
Fjölmiðlarnir
Í alræði eru allir fjölmiðlar á einni línu; línu stjórnvalda. Óþægileg sjónarmið eru þögguð niður, eða það er horft framhjá þeim.
16.5.2023 | 21:39
Hiti geymdur í ís
Í alræði eru allir sammála um eina skoðun. Ef hvikað er frá henni er því svarað með ofbeldi. Fjöldi bannfærðra skoðana er ágætur mælikvarði á hversu langt á alræðisbrautinni samfélag er komið.
Umhverfismál | Breytt 20.5.2023 kl. 21:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2023 | 16:32
Grín dagsins
Kostulegt hefur verið að fylgjast með pressunni í Bandaríkjunum horfa gersamlega framhjá stórkostlegri spillingu Biden-fjölskyldunnar. Í staðinn einbeita þeir sér að sílunum á hinum vængnum. Þessi skopmynd er frábær lýsing á ástandinu.
3.5.2023 | 15:54
Afglapinn Trudeau
Mesta furða er hve margir halda að aðgerðir stjórnvalda í veirufárinu hafi verið góðar og gildar. Í raun var verið að apa eftir einræðisklíkunni í Kína í stað þess að fara eftir skipulagi sem til var fyrir. Svo kom bólusetningin sem virkaði ekki en átti þó að sprauta í hvern og einn sama hvað tautaði eða raulaði, óháð aldri. Aukaverkanir af þessum óreyndu lyfjum hafa reynst vera skelfilegar, verri en veiran sjálf. Í fyrstu voru þær afgreiddar sem samsæriskenningar og ritskoðaðar og beittar þöggun eftir kokkabókum samfélagsmiðla. Sannleikurinn er núna kominn í ljós, óumdeilanlega. Besta staðfestingin á því er aumkunarverð tilraun forsætisráðherra Kanada til að endurskrifa söguna, ljúga til um gjörðir sínar og fyrirskipanir. Hann sagði nýlega eitthvað á þá leið að hann hafi aldrei fyrirskipað bólusetningar og vel skilið af hverju sumir væru tregir til. Þó eru til myndskeið af honum þar sem hann hefur í hótum við þegna landsins um skert ferðafrelsi og annað. Við verðum að láta þessi herfilegu mistök í viðbrögðum við faraldri okkur að kenningu verða. Draga þá sem vísvitandi réðust í aðgerðir sem vitað var að væru skaðlegar til ábyrgðar og losa okkur við stjórnmálamenn og embættismenn sem brugðust skyldum sínum.
13.4.2023 | 19:33
Grín dagsins - borðið pöddur
Kostulegt hefur verið að fylgjast með uppgangi WEF undanfarin ár. Þessi hópur er orðinn mjög valdamikill og vinnur staðfastlega að því að gera stjórnmálamenn í lýðræðisríkjum háða sér. Peningar spila þar stóra rullu. Það væri svo sem í lagi að WEF otaði sínum tota ef hugmyndir þeirra væru ekki svona galnar (þær má lesa á heimasíðu hópsins). Ein firran sem virðist hafa tekið sér bólfestu í kolli þeirra er að of margar manneskjur séu á jörðinni. Að það verði að fækka fólki eigi að vera lífvænlegt á jörðinni. Að pöpullinn verði að borða prótínríkar pöddur svo ekki verði hungursneyð. Þetta eru áratuga gamlar hugmyndir sem löngu er búið að kveða í kútinn. Þegar Paul Erlich spáði hungursneyð á níunda áratugnum ásamt fleiri snillingum gerði hann ekki ráð fyrir að mannkynið þróar með sér leiðir til að bæta árangur í því sem það fæst við. Nýsköpun með öðrum orðum. Framfarir í vísindum. Dómsdagsspámenn gera aldrei ráð fyrir breytingum eða því að brugðist er við aðsteðjandi vanda. Eins og til dæmis flóðgörðum þar sem sjávarborð hækkar. Það þarf einhver að láta þau hjá WEF vita af þessu.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 19:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2023 | 17:20
Grín dagsins - samsæriskenningar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 114424
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.