Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Umhverfismál

Hiti geymdur í ís

Í alrćđi eru allir sammála um eina skođun. Ef hvikađ er frá henni er ţví svarađ međ ofbeldi. Fjöldi bannfćrđra skođana er ágćtur mćlikvarđi á hversu langt á alrćđisbrautinni samfélag er komiđ.


Gosiđ í Geldingadölum

Ég veit ekki međ ţig, en ţessi rás á Túpunni sýnir mjög skemmtilegar myndir frá gosinu. Ţćr eru teknar međ fjarstýrđu flygildi og sýna einstaklega vel hvađ gosiđ er magnađ fyrirbćri.

GígurinnGeldingur


Vindmyllur framtíđarinnar

Vindmyllur framtíđarinnar

Fyrirheitin eru fögur, ekki vantar ţađ. Ţetta er frétt úr hinu virta stórblađi Guardian frá ţví fyrir 13 árum.


Ísbjörnum útrýmt

FyrirsćtaÍsbirnir hafa veriđ áberandi í umrćđum um loftslagsmál á undanförnum árum. Í heimildarmynd Al Gore frá 2006, Óţćgilegur sannleikur, sést hvar einmana ísbjörn hrekst um hafiđ á ísjaka. Hans beiđ fátt annađ en dauđinn ađ ţví er virtist vegna ţess ađ sumarís á norđurskautinu átti ađ vera horfinn ekki seinna en 2015. Umhverfisverndarsinnar fengu ţví framgengt 2008 ađ Bandaríkjastjórn fćrđi ísbirni í flokk dýra í útrýmingarhćttu. Alţjóđleg samtök um náttúruvernd hafa ţó ađeins flokkađ ísbirni sem dýr í hćttu – ekki útrýmingarhćttu – frá 1982. 

Ýmsir hafa bent á ţversögnina sem felst í ađ telja ísbirni ekki ţola ísleysi á sumrum. Ísbirnir hafa hingađ til lifađ hitabreytingar af. Fyrir 130 til 115 ţúsund árum var mun hlýrra á jörđinni en nú. Mörg sumur var íslaust á sjónum ţar nyrđra. 

Ţegar rannsóknir á ísbjarnastofninum hófust á sjöunda áratugnum leiddu ţćr í ljós ađ stofninn var á bilinu 5 til 19 ţúsund dýr og ađ helsta hćttan sem ađ honum stafađi voru ótakmarkađar skotveiđar. Veiđar voru takmarkađar og um 1980 hafđi stofninn náđ sér vel á strik, kominn í hátt í 23 ţúsund dýr.

Ţrátt fyrir ţessar góđu fréttir af ísbjarnastofninum hafa ísbirnir veriđ áberandi í greinum, fréttum og sjónvarpsţáttum sem fjalla um áhrif loftslagsbreytinga af mannavöldum á dýrastofna (og líf á jörđinni yfirleitt). Ísbirnir hafa hingađ til veriđ einskonar fyrirsćtur í válegum tíđindum um loftslagsbreytingar.

En ekki lengur.

Sú vandrćđalega stađreynd rann smám saman upp fyrir umhverfisverndarsinnum ađ ţeir gátu tćplega notađ fyrirsćtur sem eru ekki í neinni hćttu í hrakspám sínum. Breska blađiđ Guardian sem telur sig vera í fararbroddi ţeirra sem láta sig loftslagsbreytingar af mannavöldum varđa ákvađ 2019 ađ segja upp fyrirsćtusamningum viđ ísbirni. Ísbirnir prýđa ekki lengur efni í blađinu sem fjallar um breytingar á loftslagi jarđar. Sömuleiđis er stofnun á vegum Bandaríkjastjórnar (Atctic Report Card) hćtt ađ gera ísbirni ađ sérstöku umrćđuefni í skýrslum sínum. Og Al Gore í framhaldsmynd sinni Óţćgilegt framhald frá 2017 lćtur ísbirni alveg sigla sinn sjó.

Ţađ er svo gott sem búiđ ađ útrýma ísbjörnum úr umrćđunni um loftslagsbreytingar af mannavöldum.


Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband