Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Umhverfismál

Hiti geymdur í ís

Í alræði eru allir sammála um eina skoðun. Ef hvikað er frá henni er því svarað með ofbeldi. Fjöldi bannfærðra skoðana er ágætur mælikvarði á hversu langt á alræðisbrautinni samfélag er komið.


Gosið í Geldingadölum

Ég veit ekki með þig, en þessi rás á Túpunni sýnir mjög skemmtilegar myndir frá gosinu. Þær eru teknar með fjarstýrðu flygildi og sýna einstaklega vel hvað gosið er magnað fyrirbæri.

GígurinnGeldingur


Vindmyllur framtíðarinnar

Vindmyllur framtíðarinnar

Fyrirheitin eru fögur, ekki vantar það. Þetta er frétt úr hinu virta stórblaði Guardian frá því fyrir 13 árum.


Ísbjörnum útrýmt

FyrirsætaÍsbirnir hafa verið áberandi í umræðum um loftslagsmál á undanförnum árum. Í heimildarmynd Al Gore frá 2006, Óþægilegur sannleikur, sést hvar einmana ísbjörn hrekst um hafið á ísjaka. Hans beið fátt annað en dauðinn að því er virtist vegna þess að sumarís á norðurskautinu átti að vera horfinn ekki seinna en 2015. Umhverfisverndarsinnar fengu því framgengt 2008 að Bandaríkjastjórn færði ísbirni í flokk dýra í útrýmingarhættu. Alþjóðleg samtök um náttúruvernd hafa þó aðeins flokkað ísbirni sem dýr í hættu – ekki útrýmingarhættu – frá 1982. 

Ýmsir hafa bent á þversögnina sem felst í að telja ísbirni ekki þola ísleysi á sumrum. Ísbirnir hafa hingað til lifað hitabreytingar af. Fyrir 130 til 115 þúsund árum var mun hlýrra á jörðinni en nú. Mörg sumur var íslaust á sjónum þar nyrðra. 

Þegar rannsóknir á ísbjarnastofninum hófust á sjöunda áratugnum leiddu þær í ljós að stofninn var á bilinu 5 til 19 þúsund dýr og að helsta hættan sem að honum stafaði voru ótakmarkaðar skotveiðar. Veiðar voru takmarkaðar og um 1980 hafði stofninn náð sér vel á strik, kominn í hátt í 23 þúsund dýr.

Þrátt fyrir þessar góðu fréttir af ísbjarnastofninum hafa ísbirnir verið áberandi í greinum, fréttum og sjónvarpsþáttum sem fjalla um áhrif loftslagsbreytinga af mannavöldum á dýrastofna (og líf á jörðinni yfirleitt). Ísbirnir hafa hingað til verið einskonar fyrirsætur í válegum tíðindum um loftslagsbreytingar.

En ekki lengur.

Sú vandræðalega staðreynd rann smám saman upp fyrir umhverfisverndarsinnum að þeir gátu tæplega notað fyrirsætur sem eru ekki í neinni hættu í hrakspám sínum. Breska blaðið Guardian sem telur sig vera í fararbroddi þeirra sem láta sig loftslagsbreytingar af mannavöldum varða ákvað 2019 að segja upp fyrirsætusamningum við ísbirni. Ísbirnir prýða ekki lengur efni í blaðinu sem fjallar um breytingar á loftslagi jarðar. Sömuleiðis er stofnun á vegum Bandaríkjastjórnar (Atctic Report Card) hætt að gera ísbirni að sérstöku umræðuefni í skýrslum sínum. Og Al Gore í framhaldsmynd sinni Óþægilegt framhald frá 2017 lætur ísbirni alveg sigla sinn sjó.

Það er svo gott sem búið að útrýma ísbjörnum úr umræðunni um loftslagsbreytingar af mannavöldum.


Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 114010

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband