Færsluflokkur: Spaugilegt
20.5.2023 | 21:51
Fjölmiðlarnir
Í alræði eru allir fjölmiðlar á einni línu; línu stjórnvalda. Óþægileg sjónarmið eru þögguð niður, eða það er horft framhjá þeim.
15.5.2023 | 16:32
Grín dagsins
Kostulegt hefur verið að fylgjast með pressunni í Bandaríkjunum horfa gersamlega framhjá stórkostlegri spillingu Biden-fjölskyldunnar. Í staðinn einbeita þeir sér að sílunum á hinum vængnum. Þessi skopmynd er frábær lýsing á ástandinu.
13.4.2023 | 19:33
Grín dagsins - borðið pöddur
Kostulegt hefur verið að fylgjast með uppgangi WEF undanfarin ár. Þessi hópur er orðinn mjög valdamikill og vinnur staðfastlega að því að gera stjórnmálamenn í lýðræðisríkjum háða sér. Peningar spila þar stóra rullu. Það væri svo sem í lagi að WEF otaði sínum tota ef hugmyndir þeirra væru ekki svona galnar (þær má lesa á heimasíðu hópsins). Ein firran sem virðist hafa tekið sér bólfestu í kolli þeirra er að of margar manneskjur séu á jörðinni. Að það verði að fækka fólki eigi að vera lífvænlegt á jörðinni. Að pöpullinn verði að borða prótínríkar pöddur svo ekki verði hungursneyð. Þetta eru áratuga gamlar hugmyndir sem löngu er búið að kveða í kútinn. Þegar Paul Erlich spáði hungursneyð á níunda áratugnum ásamt fleiri snillingum gerði hann ekki ráð fyrir að mannkynið þróar með sér leiðir til að bæta árangur í því sem það fæst við. Nýsköpun með öðrum orðum. Framfarir í vísindum. Dómsdagsspámenn gera aldrei ráð fyrir breytingum eða því að brugðist er við aðsteðjandi vanda. Eins og til dæmis flóðgörðum þar sem sjávarborð hækkar. Það þarf einhver að láta þau hjá WEF vita af þessu.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 19:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2023 | 17:20
Grín dagsins - samsæriskenningar
9.4.2023 | 20:16
Grín dagsins - ísöld og steiköld
Fyrst var ísöld í aðsigi, þá steiköld. Ætli niðurstaðan verði ekki sú að ísöldin og steiköldin semji um jafntefli?
Spaugilegt | Breytt 10.4.2023 kl. 17:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2023 | 16:47
Grín dagsins - ríkismiðill stimplaður ríkismiðill
Stjórn fyrirtækisins NPR eða National Public Radio í Bandaríkjunum er ekki sátt við Twitter eftir að aðgangurinn þess var merktur ríkismiðill líkt og gert er við ríkismiðla Rússlands og Kína. Eins og flestum er kunnugt fylgir NPR Demókrataflokknum að málum í einu og öllu og sleppir helst fréttum sem koma flokknum illa. Nú veit ég ekki einu sinni hvort RÚV sé á Twitter. Ef svo er, ætti fyrirtækið tvímælalaust að fá sama stimpil og NPR er nú komið með.
Spaugilegt | Breytt 8.4.2023 kl. 00:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.4.2023 | 15:43
Grín dagsins
Kostulegt hefur verið að fylgjast með tilraunum ákveðinna aðila að horfa framhjá aukaverkunum af völdum bólusetningar gegn Kóvit-veirunni. Það er ekki affarasælt að vera í afneitun.
Spaugilegt | Breytt 8.4.2023 kl. 00:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2023 | 16:37
Grín dagsins
Juanita Broaddrick sakaði Bill Clinton um nauðgun. Paula Jones og Kathleen Willey sökuðu Bill Clinton um kynferðislegt áreiti. Hillary Clinton var sektuð fyrir að nota fé úr kosningasjóðum sínum til að fjármagna skáldaða skýrslu Christopher Steele um Rússatengsl Donald Trumps. Hillary Clinton braut augljóslega gegn lögum um varnir gegn njósnum með því að geyma ríkisleyndarmál á fartölvu sinni. Þrátt fyrir allt þetta hafa engar ákærur verið birtar. Þegar þegnar lands eru ekki jafnir fyrir lögum er hætta á ferðum.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Ekkert í gögnunum sem segir að þetta sé að hætta
- Umferðarslys á Kjalarnesi
- Vilja færa LHÍ undir þak Tækniskólans
- Hvað segir Bjarni?
- Virða ekki verndaráætlun
- 14 ára skákkona í Ólympíuliði Íslands
- Skortir inngrip til að ná niður verðbólgu
- Hvetur fólk til að kveikja á kertum fyrir Bryndísi
- ESA höfðar mál gegn Íslandi
- Myndir: Tómleg Laugardalslaug
- Óleiðréttur launamunur eykst á milli ára
- Þórunn fagnaði 105 ára afmæli
- Leggja rafstreng út í Gróttuvita
- Gul viðvörun enn í gildi
- Verjum viðkvæmu hópana
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.