Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, október 2010

Kófsveitt

Fréttir eru í eđli sínu meira vondar en góđar. Góđar fréttir eru einhvern veginn léttvćgari, finnst mörgum, en fréttir af óförum eđa hörmungum. Ég er mikill ađdáandi góđra frétta og les ţćr iđulega á undan hinum vondu. Hjarta mitt tók gleđikipp í síđustu viku ţegar ég sá baksíđu Moggans. Ţar var mjög góđ frétt. Frétt um ađ fólk kćmi kófsveitt úr leikfimi. En hvađ ţađ var nú ánćgjulegt. Kófsveitt fólk sem kemur úr leikfimi getur ađeins ţýtt duglegt, samviskusamt og heilbrigt fólk sem tekur virkilega á ţví í líkamsrćktinni og hlífir sér hvergi, svíkst ekki undan međ ţví ađ lyfta léttari lóđum og taka fćrri ćfingar. En gleđi mín dvínađi nokkuđ ţegar ég sá undirfyrirsögnina. Engar sturtur í einhverjum skólanum. Ţađ er virkilega slćm frétt og meira í takt viđ eđli frétta. Ţrátt fyrir ţađ huggađi ég mig viđ ţá stađreynd ađ hvađ sem sturtumálum ţessa skóla líđur, taka krakkarnir á ţví í leikfiminni. Ţví ber ađ fagna vegna ţess ađ síđast ţegar ég vissi fór ćska landsins stćkkandi á ţverveginn. Ćsku landsins er ţá viđbjargandi. Stórkostlegt!

Kófsveittir krakkar

Fáar fyrirsagnir og fréttir hafa í sér eins miklar dramatískar sviptingar eins og ţessi. Fyrst er mađur virkilega glađur fyrir hönd ţeirra sem stunda leikfimi, svo kemur í ljós ađ ţau komast ekki í sturtu, ţá er mađur sorgmćddur. Svo gleđst mađur aftur yfir ţeirri óvćntu gleđifrétt ađ ţau taki hraustlega á ţví í leikfiminni en mćta ekki međ vottorđ eđa neita hreinlega ađ hreyfa sig fyrr en sturturnar eru komnar í lag.


Framtíđarsýn reynist rétt, sprengir upp verđ á gömlum bol!

Viđ tiltekt í vöruskemmu Egozentric®© París, London, Washington, Hannover, kom í ljós bolur sem taliđ var ađ vćri uppseldur fyrir löngu. Bolurinn var gerđur fyrir viđskiptavin sem hafđi ákaflega fallega framtíđarsýn og vildi tryggja ađ fleiri nytu hennar međ honum. Framtíđarsýnin var ekki bara falleg, heldur líka sönn og rétt. Svona djúpvitrir spakvitringar eru vandfundnir; viđskiptavinir sem SKILJA ađ nokkur lykilatriđi ţarf ađ leysa svo smjör drjúpi af hverju strái á Íslandi og hafa bćđi kjark og ţor til ađ segja ţađ upphátt.

Góđćri ef Davíđ verđur rekinn

Ađeins fundust nokkur rauđ eintök af stćrđinni 50. Vegna óbeins kostnađar viđ gerđ bolarins, ţrćldóms barna, kvenna og gamalmenna á Madagaskar, viđbjóđslegra efna sem runnu út í umhverfiđ viđ vinnslu tausins  og gróđurhúsagassins sem varđ til ţegar saumakonurnar fretuđu eftir rúgbrauđiđ sem ţćr fengu í hádeginu, verđur ađ stilla verđinu í sannkallađ óhóf, eđa ađeins 55.600 krónur stykkiđ óplastađ. Plastađur kostar bolurinn litlar 78.232 krónur. Tilbođ! Ef ţú kaupir tvo fćrđu ţá á 245.000 krónur. 0,0001% af pökkunarkostnađi rennur óskiptur í gjaldeyrisforđa Seđlabanka Íslands.


Hvar eru mínar afskriftir?

Egozentric Designs®©, París, London, New York, Róm er stolt af ţví ađ kynna nýjasta bolinn sinn. Hann er ađ ţessu sinni ekki hannađur fyrir viđskiptavin, heldur stofuna sjálfa, enda fór stofan, eins og svo margir ađrir, fremur geyst á árunum fyrir hrun og tók lán sem nutu gengistryggingar. En svo virđist sem stofan hafi ekki veriđ nógu stórtćk. Ađalhönnuđurinn hefđi mátt segja sér ţađ sjálfur, mađurinn sem á mannamótum ţuldi jafnan spekina „skuldirđu lítiđ á bankinn ţig, skuldirđu mikiđ átt ţú bankann,“ til ađ sýnast gáfulegur.

Bolurinn er ţýđing á hönnun sem stofan hefur gert fyrir erlenda viđskiptavini (Where is my bailout).

 Hvar eru mínar afskriftir?

Vertu harđur á ţínu og sýndu stjórnvöldum og bankavöldum enga miskunn. Stćrđ 1-100. Litur: Rauđur. Bolurinn er sem fyrr úr óviđjafnanlegri bómull, ţrćlatíndri međ berum, blóđugum höndum á Madagaskar. Verđ ađeins 19900 krónur. 0,05% af sendingarkostnađi rennur óskipt til afskriftasjóđs Íslandsbanka.


mbl.is 54,7 milljarđar afskrifađir
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Hér er allt látið ósagt, kyrrt látið liggja og ekkert gefið í skyn.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 108157

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband