Leita í fréttum mbl.is

Kófsveitt

Fréttir eru í eðli sínu meira vondar en góðar. Góðar fréttir eru einhvern veginn léttvægari, finnst mörgum, en fréttir af óförum eða hörmungum. Ég er mikill aðdáandi góðra frétta og les þær iðulega á undan hinum vondu. Hjarta mitt tók gleðikipp í síðustu viku þegar ég sá baksíðu Moggans. Þar var mjög góð frétt. Frétt um að fólk kæmi kófsveitt úr leikfimi. En hvað það var nú ánægjulegt. Kófsveitt fólk sem kemur úr leikfimi getur aðeins þýtt duglegt, samviskusamt og heilbrigt fólk sem tekur virkilega á því í líkamsræktinni og hlífir sér hvergi, svíkst ekki undan með því að lyfta léttari lóðum og taka færri æfingar. En gleði mín dvínaði nokkuð þegar ég sá undirfyrirsögnina. Engar sturtur í einhverjum skólanum. Það er virkilega slæm frétt og meira í takt við eðli frétta. Þrátt fyrir það huggaði ég mig við þá staðreynd að hvað sem sturtumálum þessa skóla líður, taka krakkarnir á því í leikfiminni. Því ber að fagna vegna þess að síðast þegar ég vissi fór æska landsins stækkandi á þverveginn. Æsku landsins er þá viðbjargandi. Stórkostlegt!

Kófsveittir krakkar

Fáar fyrirsagnir og fréttir hafa í sér eins miklar dramatískar sviptingar eins og þessi. Fyrst er maður virkilega glaður fyrir hönd þeirra sem stunda leikfimi, svo kemur í ljós að þau komast ekki í sturtu, þá er maður sorgmæddur. Svo gleðst maður aftur yfir þeirri óvæntu gleðifrétt að þau taki hraustlega á því í leikfiminni en mæta ekki með vottorð eða neita hreinlega að hreyfa sig fyrr en sturturnar eru komnar í lag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 114027

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband