Leita í fréttum mbl.is

Sökudólgurinn

Hverjir eru það sem bjóða sig fram til að stjórna efnahagslífinu? Stjórnmálamenn.

Hverjir eru það sem setja leikreglurnar á markaðnum? Stjórnmálamenn.

Hverjir eru það sem settu ríkisábyrgð á innistæður í bönkum? Stjórnmálamenn.

Hverjir eru það sem nú eru að reyna að bjarga því sem bjargað verður? Stjórnmálamenn.

Hverjir eru það sem setja á stofn eftirlitsstofnanir á borð við Fjármálaeftirlitið? Stjórnmálamenn.

Hverjir hafa með hagstjórn landsins að gera? Stjórnmálamenn.

Hverjir sömdu fyrir Íslands hönd um EES? Stjórnmálamenn.

Hverjir ákveða stýrivexti? Stjórnmálamenn.

Hverjir hafa umsjón með seðlaprentun? Stjórnmálamenn.

Hverjir funduðu með breskum stjórnvöldum um Icesave? Stjórnmálamenn.

Hverjir hækkuðu lánshlutfall Íbúðalánabanka ríkisins upp í 90%? Stjórnmálamenn.

Hverjir lánuðu í nafni Íbúðalánabanka ríkisins öðrum bönkum 100 milljarða í samkeppni við Kaupþing á húsnæðislánamarkaði með tilheyrandi verðbólu? Stjórnmálamenn.

Hverjir reka Seðlabankann? Stjórnmálamenn.

Hverjum er hrun fjármálamarkaðsins að kenna? Nú auðvitað Kaupþingi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við veljum jú stjórnmálamennina ég og þú, og munum gera áfram. Vonandi getum við valið fólk eftir verðleikum seinna meir. Það eru ekki allir eins klárir og við tveir þegar kemur að vali á flokkum, eða fólki sem við treystum fyrir okkar málum. Ég er ekki i vafa um það að við tveir höfum kosið rétta flokkinn hingaðtil, báðir tveir. Þótt við höfum ekki alltaf verið sammála í pólítík, verðum við að vona ráðandi kraftar þverri fljótt.

Vilberg Olafsson (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 21:15

2 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Ráðandi kraftar sem nú eru uppi hafa fólginn í sér sjálfseyðingarkraft í formi óraunsærra hugmynda um fyrirkomulag mála sem mun ýta þeim aftur út á jaðarinn þar sem þeir eiga heima.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 16.4.2009 kl. 05:21

3 identicon

... eins og stendur í auglýsingaritinu "Pósturinn" á Vesturlandi...

Tilvitnun byrjar: 

"Og enn sefur þjóðin"

Vaknaðu kjósandi, vaknaðu!

Hvers virði er kosningarétturinn þegar þingmaðurinn sem þú kýst, getur skipt um flokk eftir kosningar og stolið þingsætinu með sér.

Verður þú misnotaður á kjördag?

spyr Svavar Garðarsson, Búðardal íslenskur ríkisborgari með ónýtan kosningarétt.

Tilvitnun lýkur.

Góðborgari Akraness (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 13:53

4 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Það er ákveðin tilhneiging hjá mótmælaflokkum að þingmenn þeirra skipti um hest í miðri á. Þetta er vandamál. Þú kýst flokk en ekki mann en þegar upp er staðið er það maðurinn en ekki flokkurinn sem á atkvæðið þitt. Eðlilegra væri að ef þingmaður ákveðins flokks vill fara í annan flokk eigi gamli flokkurinn þingsætið og varamaður viðkomandi þingmanns taki við.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 24.4.2009 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband