Leita í fréttum mbl.is

Ísland í fjarlægð

Hvergi er Ísland elskað heitar en í útlöndum, var einu sinni sagt. Þetta eru orð að sönnu. Þegar Íslendingurinn dvelst í útlöndum sér hann landið og þjóðina í öðru ljósi, áttar sig á að þjóðin er fámenn og landið frekar lítið. Fer að þykja vænt um tungumálið og menninguna, er minntur á að það eru örfáir sem tala íslensku, örfáir! Ekki það að Íslendingar viti þetta ekki. Þeir eiga það bara til að gleyma sér í amstri dagsins, eða hita leiksins, og ráðast hver að öðrum í stað þess að standa saman í baráttunni.

Íslendingar eru sem sagt mjög uppteknir við að draga hvern annan niður í stað þess að standa saman og búa í haginn. En það að standa saman þýðir ekki að Íslendingar eigi að vera eins og þrjú olíufyrirtæki sem hafa samráð um að okra á viðskiptavinum sínum, eða vera svo blindaðir af ást (og valdagræðgi) á krónunni að sjá ekki að hún hentar ekki lengur sem gjaldmiðill. Hver er annars skýringin á því hvers vegna hún hefur fallið svona í verði gagnvart öðrum miðlum frá því hún var sett á fót? Hver hefur borið virðisrýrnunina? Það er niðurlægjandi að tala um þetta. Það er ekki gott fyrir sjálfstraustið að vera frá landi þar sem núll hafa verið tekin aftan af gjaldmiðlinum. Við ættum etv. að stofna bandalag þjóða sem hafa núllað sig. Simbabve og mörg önnur lönd í Afríku, Argentína, Perú, Brasilía...

Það er Íslendingum nauðsyn að fella niður heimóttarlega tollamúra, forðast tollabandalag Evrópu, hætta að nota krónuna og skapa skilyrði fyrir landnámi erlendra fyrirtækja. Búa þarf svo um hnúta að fyrirhafnarlaust verði að eiga viðskipti við ALLAR þjóðir heims; þær geti selt Íslendingum sínar vörur og þjónustu og Íslendingar þeim sínar vörur og þjónustu. Með dalinn eða evruna sem gjaldmiðil eykst gagnsæi og ólíkt því sem verið hefur hingað til, er vel hugsanlegt að erlend fyrirtæki vilji opna útibú á Íslandi. Hvað sem sjálfsblekkingu um litla sem enga spilingu á Íslandi líður, hafa erlend fyrirtæki ekki treyst sér til að starfa í krónu-umhverfinu. Það skýtur mjög skökku við vegna þess að fyrirfram hefði maður haldið að til „ríkasta lands í heimi“ myndu flykkjast fyrirtæki í von um hlutdeild í velsældinni.

Ég tel einnig að Íslendingar verði að gera upp við sig hvað felst í hugtakinu frelsi. Það er útbreiddur misskilningur að það hafi verið frelsi að kenna að kreppan skall á. Er það frelsi að geta lifað um efni fram og senda öðrum reikninginn? Það er ábyrgðarleysi. Frelsi og ábyrgðarleysi eru ekki eitt og hið sama. Sumir virðast halda það. Með auknu frelsi, þar sem hverjum og einum er skömmtuð meiri ábyrgð, eykst varfærni. Þótt margir vilji ekki viðurkenna það, er ríkisrekstur án undantekninga óhagkvæmari en einkarekstur. Þar er miklu meiri sóun og ábyrgðarleysi. Ríkisstofnanir komast upp með hallarekstur ár eftir ár á meðan einkafyrirtæki fara í þrot ef þau eru ekki réttu megin við núllið. Þessu þarf að breyta, annað hvort með því að minnka umsvif ríkisins eða auka ábyrgð stjórnmálamanna og stjórnenda stofnana. Senda þá í fangelsi ef stofnunin er ekki innan fjárlaga. Ég tel að minnka verði umsvif ríkisins eins og frekast er kostur.

Eins og ástandið í þjóðfélaginu er núna er lítil von til þess að teknar verði ákvarðanir sem koma landi og þjóð vel í framtíðinni. Þeir sem eru að setjast við stjórnvölinn hafa sýnt það með gjörðum sínum undanfarin ár að þeir hafa lítinn skilning á efnahagsmálum. Það sýnir etv. best að helsta markmið formanns Samfylkingarinnar er að koma hennar flokkskonu í forsætisráðuneytið en ekki konu úr öðrum flokkum. Ef þetta er aðalmarkmiðið er ekki von á góðu. 

Þótt ég sé svartsýnn nú fyrir hönd Íslands, er ég það þó ekki til framtíðar. Kreppan mun kenna nýjum kynslóðum hvað ber að gera og þær munu ekki láta aukaatriði stjórna gerðum sínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Minnimáttarkennd Íslendinga gerir að verkum að upphefðin verður að koma að utan. Engin trúir eigin dómgreind. Snúi glæsimennin til baka fá þeir almenningsálitið í bakið. Þetta kallast jafnaðarmennska. Engir eru betri í þessum leik en jafnaðarmenn nema ef vera kynni framsóknarmenn (Bingi brosmildi).

Sigurgeir, er svo nauðsynlegt að kasta krónunni strax? Eigum við ekki að nota hana til að koma okkur upp úr öldudalnum og sjá svo til. Gunnar Rögnvalds hefur fyllt mig af stolti yfir þessari fágætu en "fishy" krónu.

Ragnhildur Kolka, 31.1.2009 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband