Leita í fréttum mbl.is

Úr öskunni í eldinn

Heyrst hafa sjónarmið um að með Evrópusambandsaðild losni Íslendingar við hina meintu spillingu sem hér þrífst. Innganga í sambandið mun síður en svo leiða okkur af braut spillingar, heldur miklu fremur á beinni og breiðari veg til enn meiri spillingar.

Þetta skrifaði Vefþjóðviljinn 2006:

„Tólfta árið í röð hefur Endurskoðunarréttur Evrópusambandsins neitað að undirrita reikninga sambandsins fyrir síðasta fjárlagaár. Athugasemdir Endurskoðunarréttarins snúa að aðildarríkjunum og framkvæmdastjórn sambandsins og snýr gagnrýnin bæði að óreiðu og skipulagsleysi bókhalds Evrópusambandsins. Hluti óreiðunnar er síður alvarlegur og er vegna ófullkominna fylgiskjala en stór hluti óreiðunnar á rætur að rekja til þess að víða er svindlað með miðla Evrópusambandsins eins og alkunna er.“

Það má ef ég man rétt bæta amk. einu ári við þessa tölu.

Sem frjáls og óháður fjölmiðill í eigu öreiga tel ég skyldu mína að halda þessu til haga.

Auglýsing!

Auglýst er eftir skoðun Evrópusambandsins á þeirri hugmynd að Íslendingar taki einhliða upp evru. Evrópusambandssinnar hafa margoft sagt að sambandinu lítist afar illa á einhliða upptöku evru á Íslandi, en hvergi hefur það sést opinberlega að því er best er vitað.

Fundarlaun í boði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Vefþjóðviljinn fylgist greinilega betur með ESB en allir Evrópusinnarnir samanlagt. Síðan 2006 hafa tvö ár bæst við af óundirrituðum reikningum sambandsins.

Ragnhildur Kolka, 4.12.2008 kl. 10:57

2 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Sigurgeir, má ég birta þessa auglýsingu á blogginu mínu? (skal geta hver höfundurinn er)

Sindri Guðjónsson, 4.12.2008 kl. 17:46

3 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Meira en sjálfsagt! Við ættum að efna til söfnunar fyrir heilsíðuauglýsingu í blöðunum.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 4.12.2008 kl. 18:23

4 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Ég gleymdi að geta þess hver fundarlaunin eru: Það er gönguferð yfir Sprengisand fyrir einn. Nýjasta nýtt í ferðaþjónustunni: Eyðimerkurgöngur.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 4.12.2008 kl. 18:24

5 Smámynd: Beturvitringur

SOS... og þá aðra leiðina?

og einn dag í röð 

Beturvitringur, 5.12.2008 kl. 03:19

6 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Báðar leiðir, fram og til baka. Rútan bíður á meðan.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 5.12.2008 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband