Leita í fréttum mbl.is

Myntkörfulánið mitt

Þegar til stóð að kaupa skrifstofuhúsnæði fyrir einu og hálfu ári fórum við yfir þá kosti sem í stöðunni voru. Annarsvegar taka innlent lán með himinháum vöxtum og verðtryggingu, hinsvegar taka myntkörfulán með lágum vöxtum en gengisáhættu. Það var sama hvernig var reiknað, það lá í augum uppi að myntkörfulánið borgaði sig. Jafnvel þótt gengið hrapaði niður úr öllu valdi var það samt skárri kostur en innlenda lánið. Með öðrum orðum: Krónan var verðlögð út af markaðnum. Hagstjórnin sem fólst í þessum háu vöxtum og verðtryggingu er sá fleygur sem nú stendur í hjarta krónunnar.

Hagstjórnin var heimóttarleg og gerði, að því er virðist, ekki ráð fyrir að Ísland væri hluti af fjórfrelsinu þar sem fjármagn flæðir óheft milli landa. Þetta er álíka heimskulegt og bannið við áfengisauglýsingum í íslenskum blöðum, en eins og kunnugt er eru erlend blöð með áfengisauglýsingum á hverju íslensku heimili.

Þeir sem stóðu fyrir þessari hagstjórn eru þeir sem bera meginábyrgð á stöðu þjóðarinnar í dag. Það er samt óþarfi að krefjast þess að þessi eða hinn segi af sér. Þeir eru þegar búnir að segja af sér með gerðum sínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband