7.9.2008 | 00:26
Drekkur guð kók?
Þegar guð verður þyrstur hvað drekkur hann þá? Drekkur hann etv. kók? Spyr sá er ekki veit. Hver veit? Kannski drekkur hann kók, kannski drekkur hann kaffi. Í bolnum ertu sem gangandi spurningarmerki um almættið, um tilveruna og sköpun heimsins og hvað guð drekkur. Er jörðin flöt? var Jesús smiður? Af hverju er ekki minnst á Bandaríkin í Biblíunni? Allar þessar spurningar holdgervast í þér. Hugsa sér!
Drekkur guð kók? Stærð 1-100. Litur: Svart með hvítum kraga. Spurðu ei hvað guð getur gert fyrir þig, spurðu hvort guð drekki kók. Tengdu þig við gamla pólitík, vertu trúaður og láttu tragedíuna um Jesú veita þér kaþarsis. Verð aðeins 9999 kr. 0,1% af sendingarkosnaðinum rennur óskiptur í söfnunarbaukinn í sjoppunni Gerplu.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Dulspakir tjá mér hann drekki bara Spur-Cola
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 00:54
Auðvita, þegar hann fer á McDonalds.
Ragnhildur Kolka, 7.9.2008 kl. 10:07
Guð borðar Daglegt brauð..
Guðmundur Bergkvist, 7.9.2008 kl. 11:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.