Leita í fréttum mbl.is

Forseta bolur

Hver kannast ekki við að finnast lítið til þjóðernis síns koma (td. þegar landsliðið í handbolta lendir neðarlega á mótum)? En ekki lengur. Í nýja Forsetabolnum frá Egozentric™®© líður engum eins og aumingja frá köldu landi og fámennu. Klæddu þig í bolinn, sem er gulllitaður, og þú finnur hvernig þjóðernisstoltið flæðir um þig. Þér líður eins og sannkölluðum forseta í áhyggjulausri veislu fyrirmenna þar sem gullið lafir af hverjum áhyggjulausum manni og málverk eru römmuð inn í áhyggjulausa gyllta ramma, allt á kostnað ríkisins. Þú gleymir kreppunni á svipstundu og þarft ekkert að skera niður ferðakostnað eða veisluhöld og flýgur á stoltu skýi þjóðernissins og veifar til aumingjanna þarna niðri. Í bolnum öðlastu sérstaka hæfileika til að skynja hvenær líkur eru á að þjóðernismúgæsing grípi um sig og getur mætt á svæðið og baðað þig í gleðinni.

Forseta bolur

Forsetabolur. Fljóttu á bylgju þjóðernisástarinnar og gleymdu áhyggjum um stund, vertu eins og forseti alþýðunnar og veifaðu til múgsins. Stærð: 1-100. Efni: Gull (14 karöt). Verð 67000 kr.

Ath leiðrétting: Það átti að standa 0,14 karöt, ekki 14 karöt. Munurinn en sama og enginn, en rétt skal vera rétt. Bolurinn sem auglýsir forsetabolinn er að sjálfsögðu á gamla góða verðinu 8999 krónur fyrir utan sendingarkostnað og tollmeðferðargjald. Takk fyrir það herra Svanur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Bergkvist

Hvað með Forseta-fálkaorður eða Forseta-eyðslukló? Já eða Forsetafrúar-skemmtikraftur...

Guðmundur Bergkvist, 3.9.2008 kl. 10:07

2 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæll

Ég myndi nú ekki borga minna fyrir þennan bol en hinn.  8999 kr takk.

Svanur Sigurbjörnsson, 3.9.2008 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband