29.1.2008 | 00:49
Lyfti báðum skónum frá jörðu!
Jaó Defen (34) lyfti báðum skónum frá jörðu um daginn. En leggur Jaó í vana sinn að lyfta báðum skónum? Nei, það geri ég ekki. En mér fannst viðeigandi á þessari stund að gera það. Vinkona Jaó, Mó Ching (29) var í heimsókn á sama tíma. Ég lyfti ekki báðum skónum frá jörðu þennan dag, sagði Mó, ekki vegna þess að ég gæti það ekki, heldur vegna þess að ég var ekki í skapi til þess. Einmitt það. Slefað og skeint þakkar vinkonunum fyrir spjallið og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.
Jaó (t.h.) lyftir báðum skónum og Mó lyftir öðrum skónum.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Ég hafði húmor fyrir þessu!
Sindri Guðjónsson, 29.1.2008 kl. 14:00
Slefað og skeint vill koma því á framfæri að það gleymdist að geta þess í fréttinni að Jaó Defen er hæsta kona Kína, 236 sm.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 31.1.2008 kl. 00:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.