14.1.2008 | 09:58
Sjálfráða lús
Ég veit ekki um neina lús sem hefur verið svipt forræði og er heldur ekki með á hreinu hvenær lýs verða sjálfráða. Þær lifa víst aðeins í fjórar vikur þannig að gera má ráð fyrir, ef miðað er við okkur mannfólkið, að þær verði sjálfráða þriggja til fjögurra daga gamlar. Eftir það eru þær á eigin vegum, en ekki foreldranna. Það er því rangt sem kemur fram í fréttinni (sjá mynd) að lúsin sé á ábyrgð foreldranna. Ef lýs væru alltaf ósjálfráða stefndi fljótt í óefni vegna þess að á aðeins örfáum vikum verða engir foreldrar á lífi til að bera ábyrgðina. Heppilegast tel ég að lúsin flytji að heiman um vikugömul. Ef lús býr lengur en viku í foreldrahúsum er hætta á að hún verði lúser.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
svo var einu sinni hljómsveit sem söng 'törn mí lús'
say no more!
Brjánn Guðjónsson, 14.1.2008 kl. 10:41
he he he
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 14.1.2008 kl. 17:18
Minn maður! Svona texta elska ég. Það fyrsta sem mig rámar í af þessu tagi er hin margrómaða fyrirsögn: "Skreið til Nígeríu".
Beturvitringur, 14.1.2008 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.