14.11.2007 | 11:20
Hreyfði fingurinn frá vinstri til hægri
Sigurgeir Orri (40) hreyfði vísifingur vinstri handar frá vinstri til hægri í gær. Í samtalið við blaðið, skömmu áður en það fór í prentun, sagði hann að þótt hann gerði það margsinnis á dag, var þetta sérstaklega eftirminnilegt. Fingurinn færðist nefnilega til hægri á stólbríkinni og benti þá á sjónvarpið sem ég var að horfa á. Slefað og skeint tekur undir með Sigurgeiri Orra, þetta er afar sérstakt. En hvað var að gerast í sjónvarpinu? Það vilja allir lesendur vita. Ekkert, það var slökkt á því. Ég var að horfa á það vegna þess að ég sat þannig í stólnum. Einmitt það.
Slefað og skeint þakkar Sigurgeiri Orra kærlega fyrir spjallið.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Slefað og skeint þakkar fyrir steiktustu bloggfærslu ársins og bendir fólki að horfa á sjónvarpið með kveikt á því, það er svo mikið betra.
Guðmundur Bergkvist, 15.11.2007 kl. 09:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.