Leita í fréttum mbl.is

Kominn út úr brauðskápnum!

Hvítt brauð er herramannsmaturSigurgeir Orri (40) er kominn út úr brauðskápnum. „Það gerðist þannig,“ sagði Sigurgeir Orri í samtali við blaðið, „að ég hætti að kaupa 3, 4, 5, 6 og 7 korna brauð, heilsubrauð, speltbrauð, hverabrauð og hvað þetta dót nú heitir allt saman. Nú kaupi ég eingöngu hvítt brauð því mér þykir það best og hefur raunar alltaf þótt.“

Samviskubit frá æskuárunum 

„Þegar ég var barn var mér kennt að franskbrauð væri óhollt en heilhveitibrauð hollt og ég fékk samviskubit í hvert sinn sem ég borðaði franskbrauð. Svo komu brauð með korni og þau þóttu taka heilhveitibrauðinu fram í hollustu. Það sem sló þau svo út var speltbrauðið, það átti aldeilis að vera langhollast í heimi, enda bakað úr korni sem vaxið hefur villt í milljón ár. Samviskusamlega elti ég hollustubylgjuna eins og flón. En nú er ég sem sagt hættur því; er kominn aftur heim.“Skápurinn sem Sigurgeir Orri kom út úr

Þarmakítti

Það hefur verið sagt að hvítt brauð, brauð án korna, sé vont í garnirnar, sé svokallað þarmakítti. Ertu sammála því? „Nei, það er ég ekki. Að minnsta kosti sakna mínir þarmar ekki fjölkornabrauðsins. Ég tel að sú bábilja að kornabrauð sé gott í garnirnar sé eingöngu sölumennska. Fólki er seld þessi „speki“ á læknisfræðilegum forsendum. Ekki í fyrsta skipti, það get ég sagt þér. Ef þú telur að korn geri iðrunum gott mæli ég með að þú fáir þér til dæmis 1 bolla af birkifræi og skolir því niður með mysu.“ En nú þykir sumum gott að borða brauð með korni og sækist beinlínis eftir því. Til að mynda er rúnstykki með birkifræi góður matur. „Því er ég sammála. Mér þykir rúnstykki með birki mjög gott, enda er það hvítt brauð skreytt með korni. Ég er ekki að halda því fram að öll brauð önnur en hvít séu vond, þótt það standi svart á hvítu hér að framan. Það var til að mynda brauð sem fékkst í Matval (eða var það mjólkurbúðin?) á Þinghólsbrautinni sem mér þótti afar gott. Það var la la heilhveitibrauð, en skorpan var góð; hún var rétt brennd. Nú fæst þetta brauð ekki lengur. Einnig þótti mér normalbrauð nokkuð gott, sérstaklega ef á það var smurt þykkt lag af smjöri. Þegar ég borðaði það fannst mér eins og ég væri normal, félli í hópinn. Nú um stundir gerir kókið þetta fyrir mig. Þegar ég drekk kók finnst mér ég vera hamingjusamur og hluti af einhverju skemmtilegu, hlæ með fallega fólkinu.“

Uppskriftir

Ristað brauðÞú hlýtur að luma á uppskriftum ef ég þekki þig rétt? „Það er hárrétt hjá þér, og er til marks um hversu vel þú hefur unnið heimavinnu þína. Hér er uppskrift að léttum rétti: Tvær franskbrauðsneiðar um það bil 12 mm þykkar. Ekta smjör, Gotta-oststykki, brauðrist, smjörhnífur, ostahnífur. Brauðsneiðarnar settar í brauðristina og ristaðar þar til á þær kemur gullinn grillblær. Teknar úr brauðristinni og smurðar með þykku lagi af ekta smjöri. Tvær til þrjár sneiðar af osti, eftir smekk, settar á hvora sneið. Tillaga að meðlæti: Mysa með einni teskeið af mysingi.“

Slefað og skeint þakkar Sigurgeiri Orra fyrir spjallið og hvetur lesendur til að prófa uppskriftina. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband