22.8.2007 | 11:00
Bókaormar
Í daglegu tali er oft minnst á bóka-orma. Sem er í hæsta máta eðlilegt. Það sem hinsvegar er óeðlilegt er að aldrei er talað um annars konar kvikindi sem þó eru óaðskiljanlegur hluti allra hluta. Til að bæta úr þessu ójafnvægi á orðanotkun í þjóðfélaginu er hér listi yfir hin ýmsu dýr sem tengjast fólki sem aðhyllist hinar ýmsu tegundir mennta. Listinn er unninn upp úr Orðabók Blöndals frá 1878.
Bóka-ormur
DVD-snigill
VHS-blóðsugur
Myndasögu-margfætla
Bíómynda-bjalla
Fræðibóka-fiðrildi
Eðlisfræðibóka-eðla
Alfræðibóka-amaba
Ástarsögu-veggjatrítla
Kántrímynda-kólíbrífugl
Klámmynda-flatlús
Ljóðabóka-lirfa
Listasögubóka-lús
Teiknimynda-maur
Heimildarmynda-marfló
Sjálfshjálparbóka-leðurblaka
Landakorta-loðna
Tölvubóka-svarta ekkja
Tölvuleikja-padda
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.