12.7.2007 | 09:38
Panama besta kaffiland í heimi
Undanfarin misseri hef ég átt þess kost að drekka panamískt kaffi. Það er vegna þess að Svavar vinur minn er farinn að flytja það inn.
Um daginn fór Svavar á Langasand í Kaliforníu á ráðstefnu um kaffi. Þar var smakkað kaffi frá öllum hornum heimsins og því gefin einkunn og raðað í sæti. Skemmst er frá að segja að kaffið hans Svavars lenti í 1. og 7. sæti yfir besta kaffi í heiminum. Panamakaffið bætti um betur í flokki náttúruræktaðs kaffis og lenti í 1. og 2. sæti. Frétt um málið birtist á Freistingu.is.
Það er ekki erfitt að mæla með Panamakaffinu. Um daginn keypti ég pakka með baunum frá Merrild, þeirra flaggskipi, Café Noir. Er ég bar saman baunirnar kom í ljós að hinar margauglýstu en óverðlaunuðu Café Noir baunir voru eins og sag í samanburði við bústnar og olíuglansandi apakaffisbaunirnar, brotnar smáar og þurrar.
Í skírn Ragnars Orra sonar míns í byrjun júní var hellt upp á Panamakaffi. Skírnargestir vissu ekki hvaðan kaffið kom, en óvenju margir höfðu á orði hve kaffið væri gott. Þetta eru góð meðmæli og algerlega óvilhöll.
Ég gleymdi að segja það að Panamakaffið fæst í Melabúðinni og öðrum Þínum verslunum (hvar annars staðar?)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Ég ætla prófa þetta kaffi. Gallinn við gæðakaffi á kaffihúsunum er að þau fara illa í mig (magann) , er semsagt að leita að hinu fullkomna kaffi.
Benedikt Halldórsson, 12.7.2007 kl. 23:32
Sæll Orri og takk fyrir þessa umfjöllun, Það sem mér finnst athyglisvert í þessu fyrir utan það að fólk á rétt á að vita hvaðan besta kaffið kemur í heiminum er að þrátt fyrir margítrekaða tilraunir hefur mér ekki enn tekist að fá þessa frétt birta hérlendis í fréttamiðlum, en hún hefur verið birt víða erlendis. Kann ekki skýringuna!
Benda má á að Panama-kaffið fæst í öllum betri verslunum, s.s Hagkaup, Samkaup-Úrval, Nóatúni, 10-11, Þín-um verslunum o.fl.
Svavar Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 09:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.