16.6.2007 | 12:30
Heim og saman
Þetta kemur heim og saman við þá tilfinningu sem ég hef lengi haft. Flestum er hjartanlega sama um hvort Íslendingar veiði hvali eða ekki og koma hingað án þess svo mikið sem velta því fyrir sér. Þeir sem hafa haft hvað mestar áhyggjur af hvalveiðum og áhrifum þeirra á ferðaþjónustuna hafa látið fámennan þrýstihóp iðjuleysingja og öfgamanna hræða sig. Þeir kallast á góðri íslensku: Gungur.
Hvalveiðar hafa minni áhrif á ferðamannaiðnaðinn en talið var | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 114426
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Orri, ég hef líka þessa tilfinningu. Ég hef spurt útlendinga hér og þeir yppta öxlum og kannast ekki við neikvæða umræðu að heiman, hafa þá ekki tekið eftir henni ef hún er. Hins vegar finnst mér þessi tiltekna frétt Moggans slá mjög úr og í og þess vegna kemur fréttin sjálf ekki heim og saman við tilfinningu mína. Hins vegar finnst mér ekki andstæðingar hvalveiða gungur, þar erum við ekki sammála.
Ég hef líka talað við marga útlendinga sem finnst Björk frábær en vita ekki að hún er íslensk!
Berglind Steinsdóttir, 16.6.2007 kl. 13:08
Málið er bara að flestir sem eru á móti hvalveiðum í dag hér á landi mynduðu þá skoðun eftir neikvæða umfjöllun fjölmiðla um hugsanleg áhrif á t.d. ferðamannaiðnaðinn.
Þeir sem að voru á móti hvalveiðunum frá upphafi eiga skilið meira hrós, en ég held að þeir séu í minnihluta.
Geiri (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 13:51
Berglind, niðurstaða könnunarinnar er afdráttarlaus. Vera kann að Mogginn sé með þennan moðreyk vegna þess að blaðið er á móti hvalveiðum, er hálfgerð gunga í þessu máli. Það er ánægjulegt að þín tilfinning styðji könnunina. Sumum hættir til að oftúlka mikilvægi sitt og landsins sem þeir eru frá. Íslendingar halda margir að útlendingar hafi landið á heilanum. Svo er ekki. Íslendingar eru ekki með Færeyjar á heilanum, hví skyldu Bretar hafa Ísland á heilanum?
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 16.6.2007 kl. 22:06
Fólk heldur áfram að ferðast til USA þrátt fyrir rosalega andstöðu á heimsvísu við hernaðaraðgerðir þeirra. Hvers vegna ætti fólk að hætta að ferðast til Íslands þótt við veiðum örfáa hvali?
Margrét St Hafsteinsdóttir, 17.6.2007 kl. 02:15
Margrét, þetta er afar góð ábending. Það ætti að prenta hana á miða og dreifa í hvert hús á landinu.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 17.6.2007 kl. 07:51
Takk fyrir, kannski það verði gert
Margrét St Hafsteinsdóttir, 17.6.2007 kl. 14:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.