16.6.2007 | 08:18
Óttist eigi
Hrefnukjötið fæst í Melabúðinni og er bæði ódýrt og gott. Það er betra en nautakjötið sem selt er á Íslandi (á meira en helmingi hærra verði) og myndi slá í gegn ef það væri auglýst eða markaðssett. Ég þori næstum að fullyrða að ekki hefur einni krónu verið varið til þess.
Hrefnukjötið hentar vel á grillið, það þarf stuttan tíma og ekki sakar að hafa kraftmikla sósu með (t.d. sveppasósu eða bernes) því það er magurt.
Neytendur Hrefnukjötsins þurfa ekki að velta fyrir sér hvort dýrin hafi verið á sterum, sýklalyfjum eða þurft að sæta illri meðferð í sóðalegum fjósum. Nei, Hrefnan er algjörlega náttúruræktuð án aukaefna og tilbúins áburðar. Hagarnir eru Atlantshafið í sínu stórkostlega veldi. Gerist ekki ecológískara.
Íslendingar vilja ekki hrefnukjötið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 114426
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Þeir sem telja að hrefnukjöt sé ætt þurfa að láta athuga í sér bragðlaukana.
Elías Halldór Ágústsson, 16.6.2007 kl. 08:21
Þeir sem telja hrefnukjöt óætt eru bara matvendnispúkar og gikkir :)
Ívar Jón Arnarson, 16.6.2007 kl. 08:31
Ódýrt! ... Þegar Hagkaup voru að selja þennan óþvera var kílóverðið 900 kr. - það kalla ég nú ekki ódýrt. Kettinum þótti þetta ágætt (hrátt) en ég fer ekki að kaupa þetta á 900 krónur ofan í hann. Hann verður að gera svo vel og láta sér nægja dósamat þar til þetta lækkar.
Jón Garðar (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 08:34
Elías Halldór, þú kannt ekki að elda hrefnukjöt.
Jón Garðar, finnst þér 900 krónur á kílóið dýrt fyrir úrbeinað og fitusnautt kjöt í Hagkaupum? Hvað ert þú vanur að borða? Gróðurmold?
Stefán Jónsson, 16.6.2007 kl. 09:45
Þeir sem fúlsa við hrefnunni vita ekki hverju þeir eru að missa af. Með réttri markaðssetningu og annarri kynningu gæti þetta orðið þjóðarréttur Íslendinga rétt eins og pizzan er þjóðarréttur Ítala, skinkan Dana, Sauerkraut Þjóðverja og hamborgarinn Bandaríkjanna. Útlendingar sem hingað koma eru í leit að einhverju nýju. Hrefnan er sannarlega ný og spennandi. Ég tek undir með vottunum og segi: VAKNIÐ!
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 16.6.2007 kl. 10:03
Það fæst einnig got "kryddlegið" hrefnukjöt í Krónunni. Í guðana bænum ekki láta hrefnukjöt lyggja í mjólk, það er pottþétt leið til þess að eyðileggja kjötið.
Jóhann Elíasson, 16.6.2007 kl. 10:53
Fyrir óþvera eins og hrefnukjöt finnst mér mikið að greiða 900 kr. Ekki veit ég hvað kemur Elíasi Halldóri til að halda að allt sem verðlagt er undir því hljóti að vera gróðurmold - ég ætla þó ekki að skipta mér af því hvað hann leggur sér til munns. Það mun þó vera staðreynd að kálhausar þrífast ágætlega í gróðurmold þótt ég ætli honum ekki að vera það.
Maður verður samt hissa að enn skulist finnast kreddukellingar eins og Málfríður sem halda því fram að "þeir sem fúlsi við góðum mat kunni bara ekki gott að éta [svo]". Í sama strend tekur Ívar. Þau geta étið það sem þau vilja mín vegna.
Hér áður fyrr þótti úldinn hvalur og möðkuð skreið herramannsmatur á borðum Íslendinga - þeir flykktust í hópum ef einhversstaðar fannst sjórekið hræ. Þá hefur vafalaust verið sagt að "þeir sem fúlsi við góðum mat kunni bara ekki gott að éta"
Það merkilega er að enn eimir eftir af þessum matarsmekk þjóðarinnar: Fyrir svona 10 - 15 árum síðan rak á land hval sem varð sjálfdauður og auðvitað streymdi mörlandinn á staðinn að ná sér í bita. Það var ekki fyrr en heilbrigðisyfirvöld skárust í leikinn að þessu linnti. Þá hefur vafalaust einhver sagt: "þeir sem fúlsa við góðum mat kunni bara ekki gott að éta"
Jón Garðar (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 13:52
Að sjálfsögðu á að standa þarna Stefán Jónson en ekki Elías Halldór og bið ég báða forláts á því.
Jón Garðar (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 14:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.