27.10.2021 | 16:46
Kryptonæt ranghugmyndanna
Ranghugmyndir hljóma iðulega mjög vel, annars væru þær trúlega ekki ranghugmyndir.
Ósjaldan eru ranghugmyndir fögur framtíðarsýn. Í gamla daga snerist ein þeirra um sæluríki verkalýðsins. Ranghugmyndir samtímans eru af öðrum toga en samt af sama ættboga. Ranghugmyndir sannfæra kjósendur oft og tíðum um að kjósa þá sem hvað mest lifa sig inn í þær.
En eins og kryptonæt var veikleiki Súpermanns þá standast ranghugmyndir ekki kryptonætið sem raunveruleikinn er.
Ein ranghugmynd sem hefur verið vinsæl meðal stjórnmálamanna undanfarin ár er að affarasælast sé að fækka sem mest, jafnvel útrýma alveg, bílastæðum í miðborginni; gera vegfarendum á fólksbílum sem erfiðast að komast leiðar sinnar í og við miðborgina allt vitaskuld með velferð akandi vegfararenda í huga.
Þeir sjá fyrir sér hamingjusama vegfarendur á tveimur jafnfljótum í göngugötum lausa við ónæðið sem mengandi og ómengandi fólksbílar valda. Þessi hugmynd hljómar einstaklega vel og lítur ekki síður vel út á teikningum og tölvugerðum góðviðrismyndum frá arkitektastofum.
En þá kemur bölvaður leiðinda raunveruleikinn og skemmir allt.
Fyrst flutti pósturinn burt eftir 100 ár og nú er ríkiseinokunarverslunin með áfengi á förum úr miðbænum. Ástæðan er sú sama í báðum tilvikum. Ekki næg bílastæði og erfið aðkoma.
Það skiptir máli hverjir stjórna. Ef þér er annt um miðbæinn, þá skaltu ekki kjósa flokkana sem nú stjórna borginni í næstu kosningum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:56 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.7.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 114708
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Fjórðungur ökumanna staðinn að hraðakstri
- Formaður borgarráðs sakar minnihlutann um lýðskrum
- Heldur því fram að hann hafi orðið undir bílnum
- Svikarar herja á byggingariðnaðinn
- Tíu þúsund farþegar og mikið líf á Skarfabakka
- Vill ekki minnka sukkið á þingi
- Fá afhenta leigusamninga hælisleitenda
- Alltaf gott veður á Írskum dögum
- Umfangsmikil lögregluaðgerð í Laugardal
- Vilja bjóða ferðamönnum betra næði á hálendinu
Erlent
- Ölið fæst ekki ódýrt á HM félagsliða
- Stóra, fallega frumvarpið komið á borð forsetans
- Árás í hraðlest í Þýskalandi
- Neitað um bætur Ættleidd til Danmerkur sem börn
- Stunguárás við verslunarmiðstöð í Finnlandi
- Pentagon til Svíþjóðar
- Gert að rýma heimili sín vegna gróðurelda á Krít
- Stóra og fallega frumvarp Trumps mætir andstöðu
- Fjórir látnir og tuga saknað eftir að ferja sökk við Balí
- Heitir því að útrýma Hamas
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.