Leita í fréttum mbl.is

London sokkin í sæ

Árið er 2008. London er sokkin í ökkladjúpan sæ vegna manngerðrar hlýnunar á jörðinni. Lögreglumaðurinn Harley Stone er á höttunum eftir dularfullum og allt umlykjandi fjöldamorðingja sem drap samstarfsfélaga hans fyrir nokkrum árum...

Þetta er hluti af söguþræði kvikmyndarinnar Augabragð (Split Second) frá 1992 með Rutger Hauer og Kim Cattrall í hlutverkum. 

Ég get ekki sagt að þetta sé góð mynd. Sagan er heldur þunn, næfurþunn og ratar í algjörar ógöngur í lokin. Ekki var nokkur leið að lifa sig inn í söguna, sama hvað ég reyndi. Þó verð ég að segja að það var gaman að sjá gamla goðið Rutger Hauer vaða um í leðurfrakka með stóra byssu. Kim Cattrall var heldur ekki að trufla neitt með nærveru sinni í hlutverki unnustu Harley Stone.

Augabragð fellur í flokk hrollvekjumynda. Hún átti alls ekki að vera grínmynd. Þó gat ég ekki annað en hlegið að framtíðarsýn handritshöfundarins um að heimurinn yrði sokkinn í sæ 2008. Ég neyðist til að setja þessa framtíðarsýn hans í skjalaskápinn í risastóru skemmunni sem hýsir feilspár í loftslagsmálum.

Rutger Hauer 1992

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 114028

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband