27.2.2007 | 11:47
Tilgangur Heimsverndar staðfestur
Eins og sumir lesendur þessa vefkima vita, er ég stjórnarmaður í Heimsvernd ásamt Gogga og nýliðanum Snorra Bergs. Eitt af markmiðum Heimsverndar er að vernda heiminn fyrir umhverfisverndarsinnum. Hafi einhver haldið að það markmið væri grín, skal sá hinn sami hætta að hlæja og það strax.
Ef heimurinn þarfnast einhvers er það vernd gagnvart þeim sem valið hafa náttúruverndarmálstaðinn í valdabrölti sínu.
Stjórnmálaflokkur sem setur umhverfisvernd í eigin nafn er sérstaklega varasamur. Það kom vel í ljós á landsfundi flokksins og sagt var frá í Vefþjóðviljanum á mánudag.
Einum fulltrúanum fannst grunsamlegt hversu margir bílar voru á bílastæðinu við fundarstaðinn (einkabíllinn er "vondur"). Yfirheyrði hann flokkssystkini sín um málið og voru niðurstöðurnar þessar:
Enginn kom fótgangandi á þingið.
Enginn kom með strætó á þingið.
Einn kom hjólandi á þingið.
Allir hinir komu akandi á eigin bíl á þingið.
Niðurstaðan er, eins og sjá má, dapurleg. Aðeins einn fulltrúi er sannur í trú sinni. Hinir eru einlægir stuðningsmenn einkabílsins þótt þeir viðurkenni það ekki opinberlega og myndu, ef þeir kæmust til valda, reyna að hamla för minni og þinni sem mest um vegi borgarinnar, í nafni umhverfisverndar.
Skilaboð Heimsverndar til þeirra eru: Ef þú ætlar að bæta heiminn, byrjaðu þá á sjálfum þér.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:09 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Ef þú vilt bæta heiminn. Byrjaðu þá á því að fara út og sprengja dekk á bílum, hella vatni í tanka og dreifa nöglum yfir bílastæði. Yes... Og... það er skemmtilegra að blogga hér en á gamla. Ég fékk um 200 heimsóknir í dag. Sem betur fer er þetta ekki kjötheimur. Ég gæti aldrei tekið við 200 manns á einum degi.
M. Best, 27.2.2007 kl. 22:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.