7.2.2007 | 02:29
Mínus 37 gráður
Frost 20 gráður, að viðbættum vindi: 37 gráður. Og mér fannst þetta eitthvað skrýtið. Skildi ekki hvers vegna ég gat ekki bara verið á peysunni úti eins og venjulega. Eyrun köld, hrollur allsstaðar, byrjaður að berja mér til hita um leið. Líkaminn kann ráð við flestu, jafnvel þótt hann hafi aldrei þurft á því að halda áður. Nú er ég hamingjusamur eigandi að úlpu. Fer ekki út án hennar. Hún er svört.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Fundinn. Tad er ekki svo kalt her i Danmørku, eg gæti to hugsad mer frost i nokkra daga. hvernig heldur tu ad dyrafloran verdi herna næsta sumar? myflugan namm namm. Eg er svo oheppinn ad vera i uppahaldi hja svona dyrum. Villi
.
Villi (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 09:26
Ég var í Kanada, í Montreal. Það var svo kalt að ég hef aldrei vitað annað eins. Ísland er hitabeltisland miðað við Kanada í febrúar. Svo er víst hitamolla á sumrin þar. Svo er fólk að kvarta á Íslandi. Það veit ekki hversu gott það hefur það.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 10.2.2007 kl. 17:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.