3.2.2007 | 14:51
Fokker flugvélasmiður
Það er ánægjulegt að sjá að greinaskilin eru komin í bloggið mitt. Greinaskilanefnd ríkisins samþykkti loksins að ég mætti nota þau.
Ég er að lesa bókina um hann Fokker flugvélasmið. Mikið óskaplega er það skemmtileg lesning. Fokker var hollenskur strákur sem af miklum eldmóði smíðaði flugvélar nokkrum árum eftir að Wright bræður flugu fyrst. Saga hans gefur góða innsýn í árdaga flugsins þegar heimsbyggðin var í hvað mestum friðarblóma, vissi ekki hvað stríð var. Þetta var um 1910. Fólk flykktist á sýningar til að sjá flugmennina leika listir sínar og aldrei var meiri aðsókn en eftir að einhver hrapaði. Í þá daga var leiðin frá flugvélinni í kirkjugarðinn með þeim stystu. Flugkapparnir voru slíkar hetjur að Beckham og hans líkar fölna í samanburði. Þetta var þá. Nú eru flugmenn ekki lengur hetjur sem gefa eiginhandaráritanir.
Margir Íslendingar hafa flogið innanlands með vélum frá Fokker.
Fremst í bókinni stendur skrifað: Gleðileg jól Geiri minn, frá mömmu. Sigrún amma gaf pabba þessa bók þegar hann var unglingur. Pabbi eða systur hans hafa límt myndir af dýrum á fyrstu síðurnar. Það yljar manni um hjartaræturnar að lesa bók sem amma Sigrún keypti. Blessuð sé minning hennar.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.