Leita í fréttum mbl.is

Bloggeðli

Það tekur smá tíma að læra að Moggablogga, en það lofar góðu. Hlakka til að læra að gera eitthvað sjálfur, setja mynd inn og svoleiðis.

Við þessi tímamót ætla ég að útskýra fyrir lesendum hverskonar bloggari ég er.

Í fyrsta lagi er ég næstum því raunverulegur bloggari. Raunverulegir bloggarar eru þeir sem skrásetja gjörðir sínar dag frá degi. Blogg er afleiða af orðinu Web log, sem á Íslensku hefur verið kallað logg og þá yfirleitt sem bókar logg. Blogg er sem sagt í eðli sínu dagbók, logg bók (logg bækur tilheyra skipum og flugvélum ef mér skjátlast ekki). Raunverulegir bloggarar eru sem sagt þeir sem segja frá því hvernig þeim leið þegar þeir vöknuðu í morgun, hvað var á morgunverðarborðinu og svo framvegis. Næstum því raunverulegir bloggarar, eins og ég er, eru þeir sem segja frá hversdagslegum hlutum öðru hvoru. Sumir kalla hversdagsblogg húsmæðrablogg.

Í öðru lagi er ég þjóðfélagsrýnir sem kryfur mál til mergjar og hendir svo mergnum.

Í þriðja lagi er ég grínisti. Reyni að vera fyndinn en er oftast sá eini sem hlær.

Í fjórða lagi er hluti af hönnunarteyminu á hönnunarstofunni Egozentric Designs - Feels Good®.

Í fimmta lagi er ég rithöfundur sem skrifar spennandi sakamálasögu fyrir lesendur. Því miður hefur ekki verið nógu góður gangur í sögunni. En hún fjallar um einkaspæjara á Ford Mustang. Sagan heitir Hótel Lifrarkæfa.

Í sjötta lagi er ég kvikmyndarýnir sem skrifar öðru hvoru um myndir, bæði þær sem sýndar eru í klúbbnum afspyrnu og í bíó.

Í sjöunda lagi (gleymdi þessu um daginn) er þetta gestablogg þar sem gestir og gangandi sem sjálfir hafa ekki blogg geta viðrað skoðanir sínar.

Í áttunda lagi er ég meðlimur í Heimsvernd, sem hefur það m.a. að markmiði að vernda heiminn fyrir umhverfisverndarsinnum.

Í níunda lagi er ég óflokkaður bloggari. Í þann flokk fellur allt sem ekki rúmast í hinum átta.

Ps. Þetta er ekki að virka nógu vel, því það koma ekki greinaskil.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

"Í áttunda lagi er ég meðlimur í Heimsvernd, sem hefur það m.a. að markmiði að vernda heiminn fyrir umhverfisverndarsinnum."

Hvar gengur maður í þetta félag?

Snorri Bergz, 5.2.2007 kl. 16:50

2 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Því er hér með lýst yfir að Snorri Bergz er gildur limur í Heimsvernd.

Fyrir hönd Heimsverndar

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 7.2.2007 kl. 02:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 114060

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband