25.1.2010 | 02:25
Bolir á útsölu
Ég var beðinn fyrir hönd ákveðinnar hönnunarstofu hér í bæ að falbjóða tvo boli á niðursettu verði. Mér finnast þessir bolir frekar ljótir (litlausir, minna á gráan hversdagsleika kommúnistaríkjanna sálugu) og hvet engan til að kaupa þá, en ég kann ekki við að vera dónalegur við vin minn sem bað mig að gera sér þennan greiða.
Þennan texta bað hann mig að láta fylgja með:
Afsláttarverðið er ekkert minna en æðislegt, þú sparar 378% frá listaverði og þarft aðeins að reiða fram 29,990 krónur fyrir stykkið, staðgreitt. Inn í þessu einstaka afsláttarverði er 30% virðisaukaskattur, en hann er hafður svona hóflegur vegna hinnar GLÆSILEGU niðurstöðu íslensku samninganefndarinnar í Icesave málinu. Sérstakur afsláttur er veittur ef báðir bolirnir eru keyptir, eða 456% af listaverði. Samtals kosta bolirnir tveir, pakkaðir í plast, aðeins 75,990 krónur.
Bolirnir fást í öllum stærðum, hvítir með svötru letri. 0,001 prósent af sendingarkostnaðinum rennur óskipt til Stjórnmálamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Bíddu! Sleppum við þá við að borga 2milljónirnar á kjaft?
Ragnhildur Kolka, 25.1.2010 kl. 19:40
Aldeilis ekki, og það eru ánægjulegar fréttir. Nýjustu útreikningar sýna að talan er ekki tvær hallærislegar milljónir á mann, heldur stórkostlega rennilegar þrjár milljónir á mann! Það er miklu skemmtilegri tala og víst er að margir munu taka slíka smámuni á sig með bros á vör.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 2.2.2010 kl. 04:16
3 millur - má ekki minna vera, enda glæsileg niðurstaða á heimsmælikvarða.
Náðarsamlegast sendu mér sett af svona bolum á eftirfarandi heimilisfang:
Ruppur Roðfletti
Handleggsbraut 12
666 Mannleysuströnd
Ingvar Valgeirsson, 2.2.2010 kl. 21:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.